Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 05.09.1985, Blaðsíða 6
vestfirska 6 Þeir höfðu ekki úr... Framhald af bls. 5. tíma til þess. Á sumrin vill maður vera úti við og er ekki spenntur fyrir að loka sig inni í myrkraherb- ergi, og mikið að gera á veturna í kennslu og öðru. Mest af ljós- myndavinnunni undanfarið eitt og hálft ár hefur verið fyrir aðra. Ég hef unnið ljósmyndir fyrir Litla Leikklúbbinn, fyrir blaðið Vest- firðing og svo hefur fólk verið að kvabba á manni, áttar sig ekki á hvað þetta er tímafrekt. Þetta er mjög skemmtilegt hobbý og gott mótvægi við golfið að hafa þetta með á vetuma. Þetta er sköpunar- þörf, sem ég held að allir hafi, en sinni bara í misjafnlega ríkum mæli.” HÖFÐU EKKI ÚR MÖRGU AÐ VELJA — Þú ert félagi í Alþýðubanda- laginu og allaballar hafa átt erfitt uppdráttar hvað varðar stöuveit- ingar hjá bænum. Kom það þér á óvart að þér skyldi veitt þessi staða? „Ég veit ekki hverju ég á að þakka eða kenna að ég fékk þessa stöðu. Það lá ljóst fyrir í vor að marga kennara myndi vanta hér við skólann og ýmislegt var í óvissu varðandi breytingar á húsnæði o.fl. Ég var því í raun og veru ekkert spenntur fyrir að koma inn í þessa stöðu við þær aðstæður. Ég tel að þetta sé meira effiðleikar en ánægja að ganga inn í. Hitt er svo annað hvort ég hafi fengið þessa stöðu vegna hæfni eða hvort póli- tíkin hafi ekki fengið að ráða vegna þess að menn hafi lært af reynsl- unni. Hvað raunverulega varð til þess að ég fékk stöðuna á ég erfitt með að meta. Ég lít svo á að þeir hafi ekki haft úr mörgu að velja.” Bílaverkstæði ísafjarðar h/f—Sími 3837 Tilkynning um breytt rekstrarform frá og með 1. september 1985, þar sem fyrir- tækið hefur selt neðri hæð húsnæðis síns. Bílaverkstæði ísafjarðar verður áfram með rekstur á efri hæð þar sem verða rétt- ingar og sprautun. Á neðri hæð verður áframhaldandi rek- stur í formi almennra bílaviðgerða undir nafninu Bílaverkstæði Sigurðar og Stefáns sími 3379. Vonar fyrirtækið að þetta breytta form á rekstri megi verða viðskiptavmum þess til góðs, þar sem kappkostað verður nú sem áður að þjóna viðskiptavinum sínum sem best. ATHUGIÐ að símanúmer á Bílaverkstæði Isafjarðar er 3837 en á Bílaverkstæði Sigurðar og Stefáns 3379. Menntaskólinn settur á sunnudag Nú eru skólar og menntastofn- anir sem óðast að hefja starfsemi sina. Menntaskólinn á tsafirði verður settur sunnudaginn 8. september á sal heimavistar M.t. Athöfnin hefst kl. 17:00. Nú má heita að Grunnskólinn sé að mestu leyti mannaður fólki og er stefnt að því að kennsla hefjist um miðjan mánuuðinn. Samt eru margir lausir endar enn og sagði Jón Baldvin að sérstaklega hefði gengið illa að skipuleggja sér- kennsluna. Björn Teitsson, skólameistari. til leigru Verslunarhúsnæði með nýjum sér- inngangi, að Mánagötu 1, ísafirði, er til leigu. Upplýsingar gefur Bernharð í síma 3043. Frá Húsmæðraskólanum Ósk, ísafirði Innritun á eftirtalin námskeið er hafin, 50 klst. og lengri: Matreiðsla, vefnaður, myndvefnaður, fatasaumur, bútasaumur, leirmunagerð, og postulínsmálning. 15 klst. námskeið (3 kvöld) Geymsla og meðhöndlun grænmetis. Haustmatargerð, smáréttir, síldar- og fiskréttir, gerbakstur. Öll námskeið eru á kvöldin. Námskeiðs- gjald greiðist við upphaf námskeiðs. Nánari upplýsingar í síma: 3025 eða 4198 Skólastjórí Frá Kaupfélagi ísfirðinga: Okkur vantar starfsfólk í sláturhús. Upplýsingar gefur Sveinn Friðbjömsson sláturhússtjóri, sími 3992, heimasími 3641. Kaupfélag ísfirðinga Að gefnu tilefni — frá umdæmis- stjóraPóstsogsíma Vegna ummæla Jóns Guðj- ónssonar á Núpi í blaði yðar 22. ágúst s.l. varðandi hraðbréf frá Tálknafirði að Núpi, tel ég rétt að eftirfarandi komi fram. 1. Hraðsendingar eru fluttar frá afhendingarpóststöð til ákvörðunarpóststöðvar á sama hátt og með sömu ferð- um og annar póstur, en þegar þær koma á ákvörðunarpóst- stöð eru þær eins og segir í reglugerð um póstþjónustu „fást sendingar eða tilkynn- ingar um komu þeirra bornar til viðtakanda þegar í stað eft- ir komu þeirra á ákvörðun- arpóststöð“. í þessu tilfelli Núpur. 2. Póstflutningsleiðin á milli Tálknafjarðar og Núps er langt frá því að vera króka- laus, þ.e. frá Tálknafirði til Patreksfjarðar með bifreið, síðan Patreksfjörður — ísa- fjörður með póstflugi, ísa- fjörður — Þingeyri með póstflugi og loks að Núpi með landpósti. 3. í umræddu tilviki féll helgin inn í afgreiðslutíma bréfsins, og tafði það að sjálfsögðu, þar sem póstur er ekki fluttur um helgar á þessum leiðum. Fullyrðing Jóns um að „póst- þjónustunni bæri skylda til sam- kvæmt lögum að koma hraðbréfi áfram til viðtakanda viðstöðu- laust“ er ekki á rökum reist, þar sem slíkar sendingar eru sendar með pósti, og fá ekki sérstaka meðhöndlun fyrr en þær eru komnar á ákvörðunarpóststöð. Umdæmisstjóri pósts og síma, ísafirði. fRETTABLAOID r i MATSEÐILL 6. — 8. september Súpa: Rjómalöguð skelfisksúpa mlhvítlauksbrauði Forréttir: Reyksoðinn túnfiskur mlChantillysósu Fiskréttir: Glóðarsteiktir humarhalar mlristuðu brauði og humarsósu ☆ Hvítlauksristaður smokkfiskur m/hrísgrjónum ☆ Saltfiskur að hætti Algarvebúa Kjötréttir: Pönnusteikt gæsabringa m/ávaxtamauki ☆ Nautabuff fyllt humarmauki m/kirsuberjasósu ☆ Rauðvínsgljáður hamborgarhryggur m/ristuðum ananas Eftirréttur: Jarðarberjahlaupterta mlþeyttum rjóma P.S.: Munið kabarettborðið í hádeginu á sunnudögum og kaffihlaðboröið alla daga vikunnar Vegna stóraukinnar aðsóknar viljum við benda gestum okkar á að panta borð í tíma Verið velkomin. Borðapantanir í síma 4111 L HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 4111 J SIMINN OKKAR ER 4011 vestíirska FRETTABLADID o LJ/4ULEGGUR 7v\ OG SKEL Ly v-* fataverslun barnanna ú LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna Úlpur og gallar Skólafatnaður Óla skór í stærðum 36 — 41 Leggur og skel, sími 4070 Tilboð óskast Húseignin Engjavegur 10, ísafirði er til sölu. Húsið er alls 200 ferm., innbyggður bílskúr. Er á einum eftirsóttasta stað bæjarins, stór, ræktaður garður. Upplýsingar veita: Finnur Finnsson í síma 94-3313 og Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur, Hrannargötu 2, sími 94-3940

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.