Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Side 1
36. tbl. 11. árg. vestfirska 12. sept. 1985. FRETTABLASIS EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR Símar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 MS MANAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA Vekjum athygli á miklu úrvali af hjónarúmum á hagstæðu verði. Sinarffuðfjhwsson h. (yími 1200 - ///5 Soluncja’iOíb Póllinn enn með nýjungar! Kynnir ýmsan tæknibúnað fyrir fiskeldi á sýningu 18. september næstkomandi verður opnuð í Laugardalshöllinni í Reykjavík alþjóðleg fiskeldis- sýning, og stendur hún til 22. september. Á sýningu þessari mun Póllinn h.f. kynna ýmsar nýjungar í sambandi við fiskeldi. Einnig munu þeir sýna vogir þær og vogakerfi sem þeir hafa þróað og kynnt á undanfömum áram. Ein nýjungin sem Póllinn mun kynna er sjálfvirkur tölvustýrður fóðrari fyrir fiskeldisstöðvar, fóðrarinn gerir mönnum kleift að vita ná- kvæmlega hvað fiskinum er gefið upp á gramm. Fóðrarínn hefur veríð reyndur hjá Islax h.f. f fisk- eldisstöð þeirra i Reykjanesi. Hefur hann reynst mjög vel. Þá verður á sýningunni nýtt tæki, laxaflokkari sem byggist á vigtun. Hugmyndin er sú að hægt verði að nota hann bæði við flokkun á lifandi fiski og eins við flokkun þegar verið er að slátra og pakka. Fer það þannig fram að eftir slægingu flokkar þetta tæki fisk- inn og vigtar hann í kassa. Við hann er svo tengdur prentari sem prentar út límmiða með upplýs- ingum um þyngd hvers kassa, innihald, fiskfjölda og stærðar- flokk. Er hér um algjörlega nýtt tæki að ræða. Hefur flokkarinn verið kynntur lauslega úti í Nor- egi og vakti hann töluverða at- hygli meðal þeirra sem fást við fiskeldi. Einnig verður kynnt fyrsta gerð af tölvukerfi fyrir fiskeldisstöð- var. Er hér um að ræða fjölþætt aðvörunar og stýrikerfi. Kerfið mælir og hefur eftirlit með margskonar ólíkum þáttum í eld- inu sjálfu, er þá átt við þætti á borð við hitastig, súrefnisinni- hald, seltustig, vatnshæð í kerjum og þess háttar. Allt er þetta tengt við tölvu sem vakir yfir þessu og er hægt að nota hana til þess að stjóma þessum mörgu ólíku þátt- um, eða til þess að gera viðvart fari eitthvað úrskeiðis. Er þá hægt að tengja tölvuna við viðvörun- arkerfi sem Póllinn flytur inn frá Þýskalandi. Kerfið getur gefið tæknibúnað í áföngum. I tengsl- um við þetta kerfi er hægt að kaupa ljósstýribúnað fyrir fisk- viðvaranir bæði með ljós- eða hljóðmerkjum og einnig í gegn- um síma. Kerfið er ekki hugsað til sölu í einum pakka, það er að segja, hinar ýmsu einingar kerfisins geta starfað óháð hinum. Þannig gefst væntanlegum kaupendum kostur á að byggja upp fullkominn Unniö viö laxaflokkara. eldisstöðvar sem Póllinn fram- leiðir. Er þar um að ræða stýringu á ljósmagni í þeim tilgangi að líkja eftir náttúrulegum aðstæð- um. Þá ætlar Póllinn einnig að kynna á sýningunni talningarvog fyrir seiði. Þetta er að grunni til hefðbundin Póls-vog sem hægt er að nota til þess að gefa upplýs- ingar um fjölda eininga í ákveðnu magni. Hægt er að vigta t.d. 100 seiði og reiknar þá vogin út með- alþyngd hvers seiðis fyrir sig. Síðan geta menn vigtað ótilgreint magna af seiðum og gefur þá vogin jafnharðan nákvæmar upplýsingar um fjölda seiða í gefnu magni. Nú gætu menn haldið, eftir alla þessa upptalningu á tækniundr- um til nota við fiskeldi, að fram- tíðarsýnin væri mannlaus fisk- eldisstöð. En svo er ekki, for- ráðamenn Pólsins lögðu á það ríka áherslu að mannlegi þáttur- inn væri sá sem mest væri árið- andi í velheppnuðu fiskeldi. Það sem fyrir þeim vakir er að þróa uppfinningar sínar í takt við þá öru framþróun sem nú er að verða í þessum málum hér á landi. Og þó svo að þessar upp- finningar séu framleiddar með útflutning fyrir augum eru þær fyrst og fremst hannaðar með sérþarfir íslenskra aðstæðna I huga. Stórskofalið í stjórn KRÍ Ný stjóra Knattspyrauráðs ísa- fjarðar var kjörín á aukaaðalfundi sem haldinn var í fundarsal slökkvistöðvarinnar á þriðjudags- kvöld. Allir þeir sem fyrir voru í Á dögunum gekkst Litli Leik- klúbburinn fyrir námskeiði í leik- rænni tjáningu. Þetta var tveggja daga námskeið undir handleiðslu danskrar konu Merete að nafni en hún hefur ferðast um landið á veg- um Bandalags íslenskra leikfélaga stjóra gengu út úr henni, en í stað þeirra komu nokkrir þekktir menn úr bæjarlífinu, sem flestir hafa komið mikið nálægt störfum Knattspyrauráðs áður. Þessir menn og haldið námskeið af þessu tagi. Námskeiðið sóttu 14 manns sem er góð þáttiaka. Allir skemmtu sér konunglega enda menn látnir gera hina ótrúlegustu hluti eins og með- fylgjandi mynd ber með sér. eru, Eirfkur Böðvarsson, Gestur Halldórsson, Jens Kristmannsson, Kristján Jónasson, Sturla Hall- dórsson, Kristján G. Jóhannsson og Tryggvi Sigtryggsson. Þessara manna bíður nú mikið og erfitt mál sem er það að rétta við fjárhag K.R.Í. sem eins og kunnugt er hefur verið mjög slæmur. I.B.I. keppti nú á helginni við lið K.S. frá Siglufirði, og úrslitin urðu markalaust jafntefli. Liðið á nú aðeins einn leik eftir og er í þriðja neðsta sæti annarrar deildar með sautján stig, þrátt fyrir þessa stöðu er félagið ekki í fallhættu. Frábær —Nýrveitingastaður Fyrir bæjarráði liggur nú umsókn um leyfi til þess að reka skyndi- bitastað að Mánagötu 1. Að sögn Jakobs Ólasonar sem er annar þeirra sem sækja um leyfið, ætla þeir aðallega að selja hina víðfrægu Tommaborgara. Jakob sagði að ef leyfið fengist, yrði staðurinn rekinn undir nafninu Frábær. Er hér á ferðinni kærkomin tilbreyting frá þeirri tísku að apa upp erlend nöfn á veitinga og skemmtistaði, sem hér hefur riðið húsum undanfarið. Mætti margur sjoppueigandi I Reykjavík taka þá félaga sér til fyr- irmyndar. Leikræn tjáning Lárus Bjarnason, uppboðshaldari að störfum. Lausafjáruppboð Á laugardaginn var fór fram uppboð á vegum bæjarfógetans á Isafirði við húsnæði bifreiðaeftir- litsins á Skeiði. Voru boðnir þar upp ýmsir lausafjármunir að kröfu innheimtumanns rikissjóðs, ýmissa lögmanna o.fl. Var þar fátt um fína drætti og stóð uppboðið stutt. Greinilegt var að flestum hafði tekist að ganga frá sínum málum áður en til uppboðs- ins kom. Frá Skeiði var síðan haldið út í bæ og uppboðinu haldið áfram í bílageymslu lögreglunnar og boðin þar upp reiðhjól, sem verið hafa í óskilum hjá lögregl- unni. Voru það hinar mestu ryð- beyglur eða eins og einn viðstaddra orðaði það: „Það bara ekkert varið í þetta, þau eru vindlaus og allt.”

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.