Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 5
vestfirska FRETTABLADIS „rampinum” og voru margar hendur á lofti við að losa hana. Flugstöðin var full af óþolin- móðum farþegum sem biðu eftir að komast í sollinn í höfuðborginni. Dagsverkinu var lokið, á ein- um degi hafði flugfélagið Emir flutt samtals 60.000 farþega í áfangastað, en það mun vera svipaður fjöldi og Flugleiðir flytja frá ísafirði til Reykjavíkur á tæpum þremur árum. skrifar: Sammála síðasta... Ég var að lesa f lesendadálki Vf., útg. 29.8.85. Þar verð ég að vera sammála bréfritara um bíóhús Is- firðinga. Það bregst ekki að stöðv- un verði á sýningu, f þau skipti sem ég fer f bíó. Einnig vildi ég leggja til að bíóið tæki upp þann sið að selja gos úr vél f pappaglösum. Ég held að það myndi mælast mjög vel fyrir, ég vil taka það fram að mér finnst húsið sjálft, öll aðstaða og hljóm- burður hafa stórbatnað. En svo er annað mál. Það er þegar verið er að draga togvíra frá skipi yfir fjölfama götu eins og oft er gert hér við hafnar- húsið. Hvernig væri að hafa t.d. tvo planka sitthvoru megin við vírinn svo hann geti runnið hindrunar- laust yfir götuna. Þá myndi verkið ganga betur og bílar og aðrir veg- farendur kæmust betur leiðar sinn- ar. Lesandi. STRÆTISVAGNARISAF JARÐAR Akstur almenningsvagna hefst mánudaginn 16. september ÁÆTLUN VAGNANNA VERÐUR SEM HÉR SEGIR: SILFORTORG — HOLTAHVERFI MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 7:30,8:00,8:30,9:30,10:30,11:30,12:05,13:30,14:30, 15:30, 16:30, 17:30, 18:30 ( SILFORTORG — HNÍFSDALUR MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 7:00,7:30,8:30,9:00,10:00,11:00,12:05,13:00,14:00, 15:00, 16:00, 17:00, 18:00 I ferðum í Holtahverfi skal ekið um Hafnarstræti — Seljalandsveg — Miðtún — Skutulsfjarðarbraut — Holtabraut — Hafraholt — Árholt — síðan inn á Skut- ulsfjarðarbraut og sömu leið til baka að Hafnarsvæði þar sem snúa skal við og aka að endastöð. í ferðum í Hnífsdal skal ekið um Hafnarstræti — Hrannargötu —- Fjarðarstræti — Krók — Hnífsdalsveg — ísafjarðarveg — Strandgötu að Félagsheimilinu og síðan sömu leið til baka að Hafnarsvæði þar sem snúa skal við og aka að endastöð. HOLTAHVERFI — SILFURTORG MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 6:45, 7:45, 8:15, 8:45. 9:45, 10:45, 11:45, 12:45, 13:45, 14:45, 15:45, 16:45, 17:45 HNÍFSDALUR — SILFURTORG MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 7:15,7:45,8:45,9:15,10:15,11:15,12:45,13:15,14:15, 15:15, 16:15, 17:15, 18:15 Stoppað verður við Seljalandsveg 2, Seljalandsveg 38, Stoppistöðvar eru við Fjarðarstræti 57, Hraðfrystihús- ivuuiuu ih, oteiniojuna tjrænagaxui, muu- nesti, Vörumarkaðinn Ljónið, Hafraholt 2, Hafraholt 50, þar sem tímajöfnun verður og á Hafnarsvæði. ið Hnífsdal, ísafjarðarveg 2, (útibú K.Í.), Félagsheimil- ið þar sem tímajöfnun verður og á Hafnarsvæði. Stundatafla grunnskólans liggur ekki fyrir, því er hugsanlegt að um smávægilegar breytingar geti orðið að ræða á tímatöflu eftir að skóli byrjar. Bæjarstjórinn á ísafirði. ana velkomna um hönd áhafnarinnar, og bað þá að halda kyrru fyrir í pokunum meðan Ijósið logaði á skiltun- um. Öfugt við venjulega farþega, þá vildu þessir hafa sem allra mesta hreyfingu á vélinni, því að í kyrrstöðu er hætta á súr- efnisskorti í pokunum. Við flugum í 5000 feta hæð gegnum ský, þannig að það þurfti ekki að kvarta yfir hreyfingarleysi, enda undu farþegar hag sínum hið besta á leiðinni. Við lentum sem bergnuminn og virti fyrir sér íslenska náttúru líða hjá í sínum fegursta skrúða. Við lentum í Reykjavík kl. 17:00 og var nú sultur allmjög tekinn að sverfa að mönnum eftir langt ferðalag. Gengum við tindilfættir til kaffiteríu þar í flugstöðinni, og var étið við sleitur um hríð. Hurfu þar margar troðnar samlokur og akfeitar jólakökur eins og dögg fyrir sólu. Um það leyti sem við vorum langt komnir með að éta á okkur óþrif mættu menn fra Pólarlaxi við Straumsvík, með 40.000 seiði í næstu ferð. Sólin var tekin að lækka á lofti þegar við kvöddum höfuð- borgina og svifum í norður á vit vestfirsku fjallanna. Seiðunum var skilað til sinna nýju heim- kynna og haldið heim til ísa- fjarðar. Það var ys og þys á flugvell- inum á Isafirði þegar við lent- um þar. Kvöldvélin frá Reykja- vík lá fram á lappir sínar á Starfsmenn íslax hf. taka á móti seiðunum á Arngerðareyri. borð fyrir á Amgerðareyri eftir hálfrar stundar flug. Þar tóku starfs- menn íslax á móti fósturbörn- unum opnum örmum. Eftir að hafa skilað af okkur farminum við hestaheilsu var enn haldið af stað og skyldi nú haldið til Reykjavíkur, en þar átti að taka 40.000 seiði í veið- bót fyrir laxabændur við Djúp. Flogið var sjónflug í 3000 feta hæð og var það fegurri sjón en orð fá lýst að fljúga yfir þetta fagra land í svo góðu veðri sem við hrepptum. Undirritaður sat Flugfélagið Ernir tilkynnir brottför flugs til Amgerð- areyrar. Farþegar gjörðið svo vel og gangið um borð.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.