Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 8
Tilboðsverð á garðáhöldum, sláttuvélum, blómakerum og reiðhjólum LÁTTUR >ermánuð 10% — 15% AFSI Tilboðið stendur út septemt JON F. EINARSSON B0LUNGAVIK SIMI7353 OG 7351 BBQS Q|E3 E3E3|E3 ||Ö|E3|E3|E3 MTQE3E3Q im m rr m m DDDDDDDD DDDDDDDD matiinm nnprDPciim Philip Jenkins með hliómleika Philip Jenkins. Philip Jenkins pianóleikarí efnir til hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísa- firði þriðjudaginn 17. september n.k. kl. 21:00. Hann er á tónleika- ferðalagi vfðsvegar um landið og mun einnig leika m.a. á Dalvík, Sauðárkróki, Akureyri og Reykja- vfk. Fatasöfnun Rauða- krossins Rauði krossinn gengst fyrir fata- söfnun fyrir þurfandi Afrfkubúa. Á Isafirði fer söfnunin fram dagana 12. — 15. september n.k. í Safnað- arbeimilinu Sólgötu 1. Óskað er eftir hreinum og heil- um, karl-, kven og bamafötum og em bamafötin sérstaklega vel þeg- in. Ekki verður tekið á móti skóm. Tekið verður á móti fatnaðinum á þessum tímum: Fimmtudag 12. sept. kl. 20 — 22. Föstudag 13. sept. 20 — 22. Laugardag 14. sept. 14 — 18. Sunnudaginn 15. sept. 13 — 15. Rauðakrossdeildinna vantar sjálfboðaliða til móttöku fatanna og einnig til að „flokka” þau. Þeir sem vilja leggja máhnu lið hafið samband við Kristínu í síma 3833 eða Geirþrúði í síma 3330. í sumar hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar Knatt- spyrnusambands Vestfjarða. Til stofnfundarins er boðað í félags- heimilinu í Bolungarvfk kl. 14:00 á laugardaginn. Að sögn Kristins Gunnarssonar sem er einn af aðalhvatamönnum þessarar stofnunar er megintil- gangurinn sá að sameina þá krafta sem vinna að æskulýðsstarfi og uppbyggingu í íþróttum á Vest- fjörðum. Ætlunin er að koma á sérstökum VestfjarðariðU í 4. deild og einnig í yngri flokkunum, til þess að minnka þann óhóflega ferðakostnað sem hefur verið dragbítur á alla slíka starfsemi hingað til. Hafa Hólmvíkingar og Strandamenn sýnt þessu máU mik- inn áhuga og munu fuUtrúar þeirra mæta á fundinn. Einnig hafa verið boðaðir til fundarins formaður KSÍ og formaður mótanefndar. I fram- tíðinni er ætlunin að koma á fót samstarfi dómara, halda þjálfara- I þessari ferð frumflytur Philip píanólög eftir Hafliða Hallgrims- son sellóleikara, en þau eru byggð á hinum vel þekktu þjóðlögum, „Sofðu unga ástin mín ” og „Ljósið kemur langt og mjótt”. Þá leikur hann einnig Chaconne eftir Bach, sónötu í g-moll eftir Schumann, nokkur lög eftir Franz Liszt og Impromptu í Fis-dúr eftir Chopin. Philip Jenkins er nú búsettur í London og kennir píanóleik við Royal Academy of Music. A námsárum sínum við sama skóla hlaut hann fjölmörg verðlaun fyrir framúrskarandi árangur og var m.a.a valinn fulltrúi skólans til að leika á tónleikum í Paris, Köln, og Brussel. Hann hlaut 1. verðlaun í alþjóðlegri keppni píanóleikara, sem Daily Mirror efndi til. Philip hefur haldið fjölmarga Nú hefur verið ákveðið að taka tilboði frá Eiríki og Einari Val s.f. i 1. áfanga byggingar söluíbúða á vegum Byggingasamvinnufélagsins Hlif á Torfnesi. Tilboð þeirra hljóðaði uppá kr. 36.922.780,00. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá kr. 36.428.216,00. Jón Friðgeir Einarsson í Bolung- arvík átti lægsta tilboð í verkið kr. 35.594.038,00. Halldór Guðmunds- son framkvæmdastjóri Bygginga- námskeið og berjast fyrir bættum knattspymuvöllum á Vestfjörðum svo eitthvað sé nefnt. Einnig vilja forráðamenn reyna að efla skilning almennings á mikilvægi æskulýðs og íþróttastarfs. Félagsmið- stöð unglinga í Alþýðuhúsi? Athugun stendur nú yfir á því hvort hagkvæmt muni reynast að starfrækja félagsmiðstöð i kjallara Alþýðuhússins. Að sögn Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra mun hún hefja starfrækslu nú í haust ef af verður. Undanfarna tvo vetur hefur verið starfrækt félagsmiðstöð að Mánagötu 1, og var aðsókn þangað ágæt. einleikstónleika, komið fram sem einleikari með ýmsum hljómsveit- um, m.a. Sinfóníuhljómsveit ís- lands, flutt kammertónlist með ýmsu tónlistarfólki, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann starfaði um árabil sem píanókennari við Tónlistarskólann á Akureyri og hefur einnig haldið námskeið við Tónlistarskólann í Reykjavík. Philip Jenkins er Isfirðingum að góðu kunnur. Hann hefur nokkr- um sinnum haldið hér hljómleika á vegum Tónlistarfélags Isafjarðar, bæði einn og með öðrum, m.a. Guðnýju Guðmundsdóttur fiðlu- leikara, Einari Jóhannessyni klari- nettuleikara og Douglas Cumm- ings sellóleikara. Hefur hann jafn- an fengið hinar bestu viðtökur og vakið verðskuldaða hrifningu á- heyrenda. samvinnufélagsins sagði að ákveðið hefði verið að ganga til samvinnu við Eirík og Einar þó svo að þeir hefðu ekki átt lægsta boð í verkið. Bridge, Vestfjarða- mót Vestfjarðamótið i tvimenningi, en það er ákveðin aðferð við að spila bridge, fór fram 30. og 31. ágúst síðastliðinn. Mjög góð þátttaka var, alls tóku 28 pör þátt í mótinu, eða 56 kepp- endur. Er þetta fjölmennast bridgemót sem haldið hefur verið á Vestfjörðum til þessa. Mótið hófst kl. 13:00 á laugardag og var spilað til miðnættis, síðan settust menn við spilaborðin á ný kl. 10:00 á sunnudag og var mótinu lokið um kl. 16:00. Bestum árangri náðu þeir Jakob Kristinsson frá Akureyri og Júlíus Sigurjónsson frá Bolungarvík, ungir og upprennandi spilarar sem ætla að spila saman í vetur. Þeir kepptu sem gestir á mótinu þannig að titil Vestfjarðameistara hrepptu þeir sem voru í öðru sæti en það voru þeir Arnar Geir Hinriksson og Einar Valur Kristjánsson. I þriðja sæti urðu þeir Sveinberg Ríkharðs- son og Tryggvi Bjamason báðir frá Tálknafirði. Mótið fór fram í húsakynnum Norðurtangans á ísafirði og kunna bridgemenn þeim kærar þakkir fyrir veittan stuðning og auðsýndan velvilja. Knattspyrnusamband Vestfjarða Eiríkur og Einar byggja fyrir Hlíf — Næst lægsta tilboði tekið vestfirska FRE7TABLASIS Strætisvagn á mánudaginn Á sfðasta bæjarstjómarfundi var samþykkt að ganga til samninga við Ásgeir Sigurðsson f.h. Strætisvagna Isafjarðar h.f., um að sjá um akstur strætisvagna. Ætlunin er að hafa einn strætis- vagn í förum en fyrst um sinn mun Ásgeir notast við langferðabifreið- ar. Stefnt er að því að akstur hefjist þann sextánda september eftir áætlun. Ekið verður frá klukkan tæplega sjö á morgnana þar til rúmlega sex á daginn, mánudaga til föstudags. Nánari áætlun er ann- arsstaðar í blaðinu. Fegursti garðurinn Á fundi Garðaskoðunamefndar nú um dagin veitti nefndin viður- kenningar fyrir fegursta garð og fegursta umhverfi vinnustaðar. Það kemur fram f áliti nefndarinnar að hún sá ekki ástæðu til að verðlauna neitt fjölbýlishús sérstaklega, en hvatti nefndin i búa í fjölbýli til að huga betur að umhverfi húsa sinna. Þau sem fengu verðlaun fyrir fegursta garðinn voru hjónin Anna Jónsdóttir og Lúðvík Kjartansson Krók 2. Viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi vinnustaðar fékk Olíufélagið h.f. fyrir lóð fyrir- tækisins við Mjósund. Gæftir hafa verið misjafnar hjá handfærabátunum, en al- mennt hefur þó veiðst ágæt- lega þegar gefiö hefur. Mannekla hefur eins og kunnugt er hrjáð sjávarút- veginn mikið, og mikið er um að inn sé flutt fólk til fisk- vinnslu. í Hraðfrystihúsinu á Patreksfirði er til dæmis um sjötíu prósent þeirra kvenna sem þar vinna útlendingar. GUÐBJARTUR landaði í gær um 110 tonnum, mest þorsk- ur. ORRI mun hefja línuveiðar í vikunni. PÁLL PÁLSSON hefur verið í slipp, en mun halda á veiðar bráðlega. GUÐBJÖRG landaði í fimm gáma á mánudag. DAGRÚN landaði 105 tonn- um á mánudag og fóru um 60 tonn í gáma. HEIÐRÚN landaði á mánu- dag, um 60 tonnum, helming- urfór í gáma. SÖLRÚN kom inn í gær með um 18 tonn af stórri rækju. HUGRÚN kom inn um helgina með 10 tonn af rækju og 4 tonn af þorski. ELlN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði um 60 tonnum á mánudag. Af því voru 50 tonn sett í gáma og fékkst fyrir þá rúmlega fimmtíu króna með- alverð. GYLLIR landaði á þriðjudag 112tonnum. SLÉTTANES kom inn á mánudag með rétt um 150 tonn. FRAMNES landaði á föstudag 20 tonnum af rækju. SÖLVI BJARNASON landaði á síðasta fimmtudag tæpum 100 tonnum. TÁLKNFIRÐINGUR kom inn á laugardaginn með rúm 100 tonn af því var rúm 40 tonn koli sem sent var út í gámum. SIGUREY landaði á þriðjudag tæpum 100 tonnum. JÚLlUS GEIRMUNDSSON var í siglingu og seldi hann fyrir um það bil 10.4 milljónir. Aflinn var 219 tonn og meðal- verð um 46 krónur. BESSI átti að selja 135 tonn ( dag (Bremerhaven. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á Isáqarðarflugvelli s 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.