Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 1
FRETTABLASIS Umboð Flugleiða á Vestfjörðum: Bolungarvík: Margrét Krístjánsdóttir, sími 7400 Flateyri: Jónína Asbjamardóttir, sími 7674 Súðavík: Sigurður Þórðarson, sími 4920 Suðureyri: Helga Hólm, sími 6173 FLUGLEIDIR ERUM AÐ TAKA UPP FULLTAF FATNAÐI FATNAÐI FATNAÐI FATNAÐI Verslunin ísafiröi sími 3103 Flestir eiga enn nokkurn kvóta: Örvæntum ekki, en stöndum tæpt — segir Hans Haraldsson hjá Norðurtanga Mikið hefur veríð rætt undanfar- ið um kvótafyrírkomulagið, kosti þess og galla. Frá ýmsum stöðum á landsbyggðinni hafa borist fregnir um versnandi atvinnuástand á hau- sti komanda, vegna þess að kvótar eru víða að ganga til þurrðar. Vf. kannaði þessi mál meðal nokkurra útgerðarmann á Vestfjörðum. Flestir útgerðaraðilar eiga nægan kvóta til áramóta, þótt sumir standi nokkuð höllum fæti. Margir þeirra hafa reynt að gæta hófs í veiðum og takmarkað sókn í samræmi við af- kastagetuna hjá vinnslunni í landi. Fæstir höfðu keypt kvóta enda er mjög Iftið framboð á honum og verðið óljóst. I Bolungarvík og á Þingeyri bú- ast menn við að kvótinn dugi út árið. Bessi á eftir 770 tonn af skrapfiski, og reikna eigendur hans með að það endist vel fram á haustið. Páll Pálsson á eftir 900 tonn sem endist væntanlega fram eftir haustinu. Guðbjörg á eftir 700 tonn þar af eru innan við 200 tonn þorskur. Endurbætur á flugvöllum Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á flugvöllum á Vestfjörðum f sumar. Nýr síriti tengdur við vind- mælir hefur verið settur upp á flug- vellinum á fsafirði. Einnig var end- urbættur tækjakostur á Amamesi í því skyni að bæta fjarskiptasam- band við flugturninn. Flugvöllurinn í Reykjanesi var lengdur og endurbyggður, er brautin rúmir 900 metrar, en var 650 metrar áður. Á hann fyrst og fremst að vera sjúkraflugvöllur, en þessar breytingar gera það að verkum að hann hentar vel sem varaflugvöllur fyrir smærri flug- vélar. Einnig þykir nauðsynlegt að hafa tryggar samgöngur við Reykjanes vegna skólahalds þar á vetrum. Flugvöllurinn að Bæjum á Snæ- fjallaströnd er nú um 860 metra langur. Guðbjöm Charlesson um- dæmisstjóri Flugmálastjórnar á Vestfjörðum sagði í samtali við Vf. að það væri stefnan að koma upp sjúkraflugvöllum sem víðast, þeir væru búnir að sanna gildi sitt við björgun mannslífa. Nauðsynlega þyrfti að gera stór- átak í endurbyggingu og uppbygg- ingu sjúkraflugvalla á Vestfjörðum öllum. Víða væri ástandið í flug- málunum mjög bágborið. Aðeins hefði verið veitt 1,5 milljónum til uppbyggingar sjúkraflugvalla í fjórðungnum, það væri hvergi nærri nóg. Guðbjörn sagði að Vestfirðingar hefðu nokkra sérstöðu hvað þetta varðar, því þeir væru mjög háðir samgöngum í lofti og notuðu þær geysimikið. Vegna þess hve sam- göngur eru lélegar og erfiðar á landi hlýtur að þurfa að gera veru- legar endurbætur á flugsamgöng- um til Vestfjarða. Stóra flaskan var dýrari Tveir ungir menn komu inn á rít- stjóm Vf. á dögunum og sögðu farír sínar ekki sléttar. Þeir ætluðu að gera sér glaðan dag og hugðust kaupa stóra flösku af vodka, en svoleiðis kollur innihalda 1,75 litra, átti hún að kosta 2.540 krónur. Þeim til mikillar undmnar kostaði sama magn af sömu tegund í öðmm umbúðum, það er 2 heilflöskur og peli, 270 krónum minna, eða aðeins 2.270. Afgreiðslumaður í ÁTVR. hríngdi í höfuðstöðvamar að beiðni þeirra félaga en stúlkan sem átti að sjá um þessi mál var f frfi. Þeir kumpánar keyptu því söng- vatnið í minni flátum þar sem það var ódýrara, þótt óneitanlega sé að því talsvert óhagræði að þurfa að opna þrjár flöskur i stað einnar. Bændaglíma Bændaglíma Golfklúbbs fsa- fjarðar var háð nú um helgina og urðu úrslit þau að sveit Viðars Konráðssonar sigraði. Bændaglfma fer þannig fram að þátttakendum er skipt i tvö lið sem stjómað er af svokölluðum bænd- um. Bændur f þessu móti vom þeir Samúel Einarsson formaður G.f. og Viðar Konráðsson. Svo sem áður er sagt sigraði sveit Viðars, með 45 Þeir hafa keypt töluvert mikið af kvóta og bjuggust við að kaupa meira ef þetta dygði ekki út árið. Útgerðarmenn Guðbjarts reikna með að kvótinn dugi eitthvað fram á haustið, Hans Haraldsson út- gerðarstjóri sagði að þeir örvæntu ekki þótt þeir stæðu vissulega tæpt. Bátarnir Orri og Víkingur hafa sótt talsvert í steinbít og grálúðu, sem eru hvorttveggja fisktegundir utan við kvóta. Þeir ættu því ekki að verða í vandræðum. Elín Þorbjamardóttir á eftir um það bil 100 tonn af þorski. Ekki er ljóst hvað eftir er að öðrum fisk- tegundum, en það dugir engann veginn út árið. Gyllir á eftir 300 tonn af þorski og svipað af karfa, þeir keyptu smávegis af kvóta fyrr á árinu. Sigurey á Patreksfirði á eftir 700 tonn sem eiga að duga út árið. Nokkuð er misjafnt hvemig menn hafa hagað sínum veiðum í sumar. Nokkrir hafa reynt að tak- marka veiði þrátt fyrir að nægur afli gæfist, aðrir hafa veitt eins og skipin hafa getað aflað. Einn við- mælenda okkar sagði „það er verið að verðlauna skálkana, þeir sem hafa veitt hömlulaust og bara hugsað um líðandi stund, þeir hafa hæst um það að kvótakerfið sé úrelt og leyfa eigi meiri veiði. Hinir sem hafa gætt hófs og reynt að hafa einhverja stjóm á veiðunum þeir fá lítið hrós”. Þessa mynd tók blaðamaður V.f. í haustblíðunni, í Simsonsgarði í Tungudal. Fallandi laufum rignir yfir styttuna af konunni. Flugleiðir: Vetraráætlun gengin í gildi Vetraráætlun Flugleiða gekk i gildi frá og með 16 sept. Samkvæmt stigum gegn 25 stigum Samúels- manna. Nú stendur yfir á vegum Golf- klúbbsins firmakeppni og er áætlað að henni Ijúki um næstu helgi. Grunn- skólinn settur Grunnskólinn á Isafirði verður settur f fyrsta sinn á sunnudaginn klukkan 16:00. Tekist hefur að ráða í allar kennarastöður sem lausar voru til umsóknar nema eina. Hægt verður þvi að halda út allri kennslu nema tónmenntakennslu, þar eð enginn fékkst til kennslu við þá grein. Patreksfjarðar, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Flogið verður tvisvar f viku til Þingeyrar, á mánudögum og fimmtudögum. Flugfélag Norðurlands hefur einnig hafið flug samkvæmt vetrar- áætlun og flýgur til Isafjarðar á mánudögum, miðvikudögum, föstu- dögum og laugardögum. Frá upphafi árs til ágústloka fluttu Flugleiðir 28.606 farþega á flugleiðinni, ísafjörður — Reykja- vík, en 27.558 á sama tíma í fyrra. Fragtflutningar námu 229.535 tonnum frá upphafi árs til ágúst- loka, en voru 225.997 á sama tima í fyrra. Mest aukning hefur orðið f póst- flutningum. Á þessum tfma voru flutt 81.647 tonn af pósti en 66.729 á sama tfma í fyrra. Þessar breytingar á áætlun Flug- leiða til Vestfjarða gilda til 11. nóvember n.k. En þá verður aftur breyting vegna minnkandi birtu. henni verður flogið 12 sinnum f viku til ísaf jarðar mánudaga, þriðjudaga Arnór Jónatansson, umdæmisstjóri Flugleiða. og föstudaga kl. 9:15 og 17:15, miðvikudaga kl. 9:15, fimmtudaga kl. 10:00 og 17:15, laugardaga kl 14:00 og sunnudaga kl. 11:30 og 17:15. Morgunvél á fimmtudögum millilendir á Þingeyri á leið til tsa- fjarðar. Samkvæmt vetrar áætlun verður flogið þrísvar f viku til

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.