Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 2
vestfirska rRETTABLADID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar ÞórÁrnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Hallgrímur Sveinsson:_______ Snjómokstu rsstr í ð — Eitt lítið bréf frá Sandströnd Nú fara veður öll að gerast vá- lynd. Búast má við snjósköflum á vegum, fyrst á hálendi, svo á lág- lendi. Allir sæmiiegir menn vonast eftir góðum vetri aftur, en frómar óskir rætast vist ekki alltaf. Og nú fer þá að styttast í stríðið. Hvaða strfð? Nú en snjómokstursstríðið! skafl á veginum. Hann er kannski heldur stór til að vera handmokað- ur nema með mannskap. Hvenær er þá næsti mokstursdagur sam- kvæmt snjómokstursreglunum? Jú, hann er ekki fyrr en í næstu viku. En þar sem hér er bara um smá- skafl að ræða setja menn allt í gang þingmenn. Sama þar, nema þeir lofa að athuga málið. Svo er hringt í sjálfan samgönguráðherrann, ef menn þora. Það er eins og við manninn mælt. Hann skipar sínum köllum að moka og það er gert. Þetta vesen hefur hæglega getað tekið tvo til þrjá daga og allt upp í Q Vegagerð ríkisins, ágætlega tækjum búin, en greinarhöfundi finnst kerfis- mennskan fullmikil. Hallgrímur Sveinsson. Undirritaður veit að menn eiga ekkert að vera að þvælast upp á fjöllum í vondum veðrum eða inn í fjarðabotum. En það er nú einu sinni svona. Menn þurfa alltaf eitt- hvað að vera að bardúsa. Flytja fóðurbæti, sláturfé og timbur. Fara í afmælisveislur, í kaupstað til að kaupa vínarbrauð eða fara á fylleri og kannski horfa á fallegt kvenfólk, vitja læknis, fara á fund, taka á móti gestum og þannig í það óend- anlega. HRINGT I ÞÁ SEM RÁÐA MÁLUM Svo fara menn af stað. En þá kemur upp úr kafinu að það er til að freista þess að fá hann mok- aðan. Það er farið að hringja. Fyrst er hringt í Vegagerðina. Fjögur til fimm símtöl þar. Enginn árangur. viku. Kannast menn hér á Vest- fjörðum nokkuð við þetta, eða er þetta skáldskapur? DUGNAÐARSTRÁKARÁ HEFLINUM, MEGA EKKI M0KA Meðan á öllu þessu stendur eru strákamir tveir sem vinna á heflin- um, hörkuduglegir menn báðir tveir, þeir hafa verið inni í Áhalda- húsi að búa til stikur og taka til og svoleiðis. Og þeir eru jafnvel búnir að fara á staðinn þar sem skaflinn er til að geta látið yfirmenn sína vita að vegurinn sé ófær. En skafl- inn mega þeir ekki moka hvað sem á dynur, þó það sé jafnvel þeirra heitasta ósk í lífinu þann daginn og að þeir viti mæta vel að þeirra hlutverk er að greiða fyrir umferð. Nei, reglur eru reglur og eftir þeim skal farið. SMÁSKAFLAR HINDRA DÖGUM SAMAN Sá sem hér heldur á penna skal síðastur manna mæla með því að verið sé að moka snjó í vitlausu verðri, nema algjöra nauðsyn krefji og reglur verða að vera í siðuðu samfélagi. En eru ekki þessar blessuðu snjómokstursreglur eitt- hvað klikkaðar þegar það er látið viðgangast að jafnvel smá snjó- skaflar eru látnir klippa í sundur heilan landsfjórðung samgöngu- lega séð dögum saman, eins og komið hefur sannanlega fyrir oftar en einu sinni? Og er ekki mál til komið að strákamir á heflinum, hverjir sem þeir eru, fái að moka smáskafla þegar þeir telja þörf á og oft er ekki nema ferðin fram og til baka? Það skal viðurkennt að menn eru oft í misjafnlega brýnum er- indagerðum eins og áður er minnst á. En eru það ekki mannréttindi að fá að ferðast um vegina að vild, þegar allir velviljaðir menn sjá að það kostar nánast ekkert í krónum talið hjá veghaldaranum að greiða fyrir umferðinni? Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör eins og vitað er. En er ekki mál til komið að gera þessar biessuðu snjómokstursreglur eitt- hvað sveigjanlegri og mannlegri eða er það kannski ekki hægt? Reglur eru reglur. Þá er hringt ----------Yr MATAR- HORNIÐ Henni Valgerði Jónsdóttur kennara er margt til lista lagt. Hér kynnir hún lesendum uppskriftir af gómsætum kanínurétti og ilmandi fiskisúpu í mat- arhorninu. Verði ykkur að góðu, og hafðu þökk fyrir, Valgerður. Eitthvað öðruvfsi Fiskisúpa kaffivagnsins kanína (fyrir 4) salt 50—100 gr. smjör pipar 1 stk. laukur timian 1/2 stk. grænpaprika rósmarín, heilt Vz stk. rauðpaprika smjörlíkitilað 1 stk. hrákartafla steikjaúr SageogThyme, Vfe—1 I. 1—2 stk. laukar 3—4 stk. gulrætur 1/2 dós sveppir hveiti í sósuna örlítill rjómi Kanínan er hlutuð í sundur, lögð í bleyti í rauðvíninu í 1 sólarhring. Bitamir síðan þerraðir, brúnaðir í smjörlíki á pönnu, kryddaðir. Laukur og gulrætur sneitt, brúnað ásamt sveppunum, öllu raðað í eldfast mót (með loki) og rauðvíninu hellt yfir. Soðið í rúma klst. Hveiti hrært út með vatni og blandað samanvið svo sósan verði mátulega þykk. Ef lifrin fylgir er gott að kremja hana með gaffli og blanda út í sósuna. Sömu- leiðis er gott að blanda ofurlitlum rjóma útí síðast. ATH. Rauðvínið verður svolítið skrýtið á litinn þegar kanínan er búin að liggja í bleyti í því. Ef það fer í taugamar á einhverjum er hægt að bjarga málinu með sósulit! Af því að kanínukjötið er ekki enn fáanlegt í kjötborðinu á föstudögum kemur hér önnur upp skrift sem ég mæli sérstaklega með, og þá er hráefnið til á staðnum. nokkurlauf estragon salt ogpipar 'A úr hvítvínsflösku 2 meðalstórirbitar aflúðu 8 stk. humarhalar 8 stk. úthafsrækjur % I. rjómi Smjörið brætt, laukur, paprikur og kartaflan söxuð og látin krauma smástund í smjörinu, síðan kryddað. Hvítvín sett í og soðið niður. Þá erfiskinum bætt í og soðið í 5 - 10 mín. síðan eru rækjur og rjómi sett í og soðið með í 3 mínútur. ÁTH. Vel má sleppa humarhölunum og setja þá meira magn af rækjum í súpuna í staðinn. ATVINNA Til starfa í kjötvinnslu vorri óskum við að ráða ungan, ábyggilegan mann. í starfinu felst meðal annars afgreiðsla, út- keyrsla og frystivinna. Framtíðarstarf. Góð laun fyrir góðan mann. Einnig óskum við a'ð ráða ungt fólk í ýmis störf, svo sem sögum kjöts, kjötskurð o. fl. Getum tekið nema. Upplýsingar veittar á staðnum fyrir hádegi. Talið við Helga. KJOTVINNSLA SÍMI 4006 íþróttahús Bolungarvíkur Félög og einstaklingar sem hyggj- ast fá fasta tíma í íþróttasal tímabil- ið september til desember, sendi umsóknir þar um fyrir 25. septem- ber n.k. Umsóknir sendist íþróttaráði, bæj arskrif stofunni, Ráðhúsi Bolungarvíkur. íþróttaráð. 771 sölu Tilboð óskast í 4ra — 5 herbergja íbúð að Stórholti 7, ísafirði. íbúðin erfullfrágengin með vönduðum innrétt- ingum. Mjög gott útsýni. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar í síma 3035. T, ATVINNA Okkur vantar starfsfólk ^ ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚIÐÁ ÍSAFIRÐI Til sölu að Engjavegi 10, sími 3313: Nýr Yamaha gítar. Sófasett, sófi og tveir stólar. Svefnsófi, 3 innskotsborð, hring- laga eikarborð, bókahilla og ritvél (Big Brother).

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.