Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 3
vestíirska FRETTABLAEID Tryggvi Guðmundsson, hdl.: Dæmi um innheimtu- aðgerðir löguð til af list — Grein Gríms Jónssonar svarað Eftir að hafa í fljótheitum lesið grein Gríms Jónssonar, sem birtist í Vestfirska fréttablaðinu í síðustu viku, voru mín fyrstu viðbrögð þau að svara ekki svona skrifum öðru- Tryggvi Guðniundsson. vísi en með þeirri stuttu athuga- semd sem ég fékk birta í sama blaði. Eftir að ég las greinina betur snerist mér hugur. Af mikilli list eru tvö dæmi um innheimtuaðgerðir mínar löguð þannig til, að þeim er ekki þekkja til hér í bæ, gæti þótt mjög senni- legar þær niðurstöður Gríms, að ég hafi með fjársvikum sennilegast í samsæri við starfsmann bæjarsjóðs, aflað mér umtalsverðra fjármuna. Gefið er í skyn að þau tvö dæmi sem nefnd eru, séu aðeins lítið brot af öllu þessu sukki. Lítum nú á dæmin sem sanna eiga þennan alvarlega áburð: a) Fasteignagjöld Flugmálastjórnar í byrjun nóvember 1984 sendi bæjarsjóður til mín til innheimtu ógreidd fasteignagjöld 1984 og eldri; m.a. umrædda kröfu á hend- ur Flugmálastjóm. K.rafa þessi var greidd til mín 6. desember og ég gerði skil á henni til bæjarsjóðs 18. desember ásamt öllum innheimt- um er greiddar voru til og með 15. desember. Af minni hálfu var máli þessu lokið, enda um fullnaðar- greiðslu að ræða svo sem kvittun ber með sér. Seinnipart janúarmánaðar sendi bæjarsjóður til viðbótar verulegt magn ógreiddra fasteignagjalda þar á meðal var krafa á Flugmála- stjóm kr. 8.172.- (heimildakönnun Gríms var ekki vandaðri en það, að hann segir þessa fjárhæð vera kr. 3.000.-). Mér kom ekki annað í hug en hér væm um að ræða ógreidd gjöld af einhverjum mannvirkjum Flugmálastjórnar öðrum en um var að tefla í fyrra skiptið, enda tak- markaðar upplýsingar á kröfuseðl- inum. Krafan fékk því venju- bundna uppboðsmeðferð, en var afturkölluð strax og í ljós kom að fjárhæð þessi var vaxtamismunur sem nam kr. 8.172.-, hærri skv. tölvuútreikningi en verið hafði skv. mínum útreikningi. b) Ónefndur opinber starfsmaður Skv. fasteignagjaldsseðli skuld- aði maður þessi 15.11 .‘84 kr. 5.996.- og skv. yfirliti 1.1.‘85 kr. 6.425.- Taldi maðurinn sig eiga innistæðu vegna ofgreidds útsvars hjá bæjar- sjóði til greiðslu skuldarinnar. Er eftir því var leitað hjá innheimtu bæjarsjóðs könnuðust starfsmenn innheimtu ekki við beiðni manns- ins um skuldajöfnuð og töldu sér slíkt ekki heimilt nema skv. beiðni hans sjálfs. Innistæðan mun svo hafa farið til greiðslu upp í útsvar 1985. Við þingfestingu uppboðs vegna skuldar þessar mætti Grímur Jónsson f.h. umrædds manns og rakti málavexti, m.a. ráðstöfun á inneign hjá bæjarsjóði. Þó svo að mál þetta snerti ekki beint þá inn- heimtu er ég hafði með að hönd- um, féllst ég á að afturkalla málið úr uppboðsfarvegi þar sem ég treysti því að skuldarinn, sem ég taldi góðkunningja minn, myndi greiða kröfuna til mín að svo komnu máli. Krafa þessi er enn ó- greidd, þ.á.m. uppboðskostnaður fógeta kr. 1.920,- er undirritaður lagði út. Á grundvelli þessara tveggja mála spann Grímur Jónsson upp þá rætnu og illkvittnu níðgrein sem birtist í þessu blaði í síðustu viku. Skrif Gríms eru lúaleg árás á starfsheiður minn sem lögmanns, tilraun til að telja fólki trú um að mér sé ekki treystandi þegar með- ferð fjármuna er annars vegar og gert líklegt að ég ástundi auðgun- arbrot í starfi mínu. Að öllu ó- breyttu sé ég mér því ekki annað fært en að höfða meiðyrðamál á hendur Grími Jónssyni. Á þeim vettvangi fær hann næg tækifæri til að sanna aðdróttanir sínar en vera ella dæmdur ómerkur orða sinna. Af gefnu tilefni hef ég óskað eftir yfirlýsingu Flugmálastjómar fs- lands um það hvort ofangreind skrif séu að einhverju leyti á vegum stofnunarinnar. Það hefur gengið illa að fá inn bæjargjöldin. Myndin var tekin hjá gjaldkera í gær. Ekkert við störf T ryggva að athuga Haraldur L. Haraldsson bæjar- stjóri skrifaði blaðinu og bað um að eftirfarandi yrði birt: Haraldur L. Haraldsson. Með tilvísun til greinar Gríms Jónssonar í síðasta tbl. Vestfirska fréttablaðsins, varðandi inn- heimtumál bæjarsjóðs fsafjarðar, mótmæli ég harðlega þeim ásök- unum, er fram koma í grein hans í garð starfsmanna bæjarsjóðs og Tryggva Guðmundssonar, hdl. Sem rök fyrir þessum mótmæl- um mínum vísa ég í athugasemdir löggilts endurskoðanda og tveggja kjörinna endurskoðenda reikninga bæjarsjóðs Isafjarðar fyrir síðast liðin ár. f þeim athugasemdum FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Hlíftarvegur 5, 3ja — 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Selst ódýrt með góðum kjörum. íbúðin er laus. Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á 1. hæð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Sundstræti 25, 3 herb. íbúð á 1. hæð. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. hæð, tilbúin undir tréverk og málningu. Hlíðarvegur 35,3 herb. íbúð á 1. hæð. Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- ara. Laus fljótlega. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. BOLUNGARVÍK: Skólastígur 12, 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Tbúðin er laus og selst með góðum kjörum. Skólastígur 12, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Hóll II, einbýlishús ásamt stórri lóð. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguleg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðarbraut 8, einbýlishús úr timbri, kjallari, hæð og ris. ARNARGEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 kemur ekkert það fram, er stutt getur ásakanir Gríms Jónssonar. Ég lít svo á, að hér sé um mjög alvarlegar ásakanir að ræða. Vegna þess og með tilliti til gjaldenda bæjarsjóðs og þeirra einstaklinga, sem vegið er að í greininni, mun ég láta fara fram athugun á inn- heimtumálum bæjarsjóðs frá síðast liðnum áramótum til dagsins í dag og þá sérstaklega þeim málum, sem um getur í fyrmefndri grein. vestíirska FRETTABLAEID Grímur Jónsson: Athugasemd við athugasemd í athugasemd þeirri er T.G. gerir við grein mína í seinasta tölublaði Vf„ leggur hann mér í munn fúk- yrði og skítkast, auk þess að brjóta gróflega þann trúnað sem honum ber að halda um málefni og gögn er hann hefur undir höndum og brýt- ur þar með og jafnframt algilda og viðurkennda siðaskyldu lögmanna. Að öðru leyti ber athugasemd T.G. með sér örvæntingarfulla til- raun rökþrota manns til þess að leiða athyglina burt frá kjama málsins. Að leggja mér í munn ósannan- leg fúkyrði og birta á prenti er dæmafá ósvífni og furðulegt að lögfræðingur skuli gera sig sekan um slík vinnubrögð. Ég vil hins vegar hugga T.G. með því að það er hvorki á mínu valdi eða annarra að svipta einn eða neinn ærunni. Æmnni glata menn einungis fyrir eigin „verðleika", en útlegðardómar voru niðurlagðir á íslandi á söguöld, að ég best veit, en munu þó enn í dag vera tíðkaðir í þeim löndum er T.G. telur stjóm- arhætti helst til fyrirmyndar og eft- irbreytni. Að gefnu tilefni kemst ég ekki hjá því að gera persónulegum við- skiptum mínum við bæjarsjóð og T.G. einhver skil en þar voru við- höfð sömu siðleysis- vinnubrögðin og ég hefi áður bent á, þótt strangt til tekið sé aðferðin innan lagalegs ramma. Ég hafði gert ákveðið samkomu- lag við T.G. um greiðslu skuldar er hann hafði undir höndum og staðið við minn hlut af gerðu samkomu- lagi er ég greiddi honum umsamda afborgun í byrjun ágústmánaðar ásamt loforði og tilboði um trygg- ingu fyrir kr. 8.000,- 1 næsta mán- uði. Hafði T.G. orð á hvort ekki væri farið að grynnka á skuldinni, en ég upplýsti hann um að enn ætti ég ógreidd fasteignagjöld fyrir árið 1985 svo ég mætti hart að mér leggja til þess að ljúka greiðslum fyrir áramót. Framhald á bls. 6.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.