Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 5
vestíirska FREITADLADID inn hefur náttúrlega stórbatnað, en það sem ég er að tala um er það að megintilgangurinn með endurbót- unum á veginum átti að vera að auka öryggi vegfarenda gagnvart grjóthruni. Ég tel að það hafi gjör- samlega mistekist. Við stöndum uppi með betri veg en alveg jafn hættulegan og áður. Mergurinn málsins er bara sá að það hefur al- drei verið vinsælt, hvorki hjá Vegagerðinni eða öðrum ríkis- stofnunum að, venjulegt fólk væri að láta í ljósi álit sitt. Ég treysti betur venjulegum mönnum sem unnið hafa við vegagerð í mörg ár og þekkja Óshlíðina miklu betur en þessir sérfræðingar. öruggar samgöngur eru náttúr- lega lykilatriði, ekki bara fyrir okkur Bolvíkinga. Ef við eigum að lifa af og búa til það stóran byggðakjarna að hann fái þá þjón- ustu sem til þarf þá eru samgöngur númer eitt tvö og þrjú. Við höfum lengi haft þá stefnu bæjaryfirvöld TREGÐULÚGMÁL SÉRFRÆÐINGANNA Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa Bolvíkinga að þær úrbætur sem gerðar eru á veginum séu var- anlegar og standist nútímakröfur. Svo er annað sem við heima- menn höfum verið að tala um og reyna að berjast fyrir undanfarin 10 ár, og það er að það verði sáð Óshlíðina meira heldur en gert er. Fyrst sagði Vegagerðin að það þýddi ekkert, það yxi aldrei gras á hlíðinni. Þó fengum við þá til þess að gera smátilraun, inni í Seljadal. Sú tilraun tókst afskaplega vel. Síðan eru 7 eða 8 ár og ekkert hefur um við þá stefnu að taka þátt í uppbyggingunni á ísafjarðarflug- velli. Við höfum átt mjög gott samstarf við Flugleiðir um þau mál og eru nú ferðir frá Bolungarvík í tengslum við allar flugferðir á Isa- fjörð, að sunnudögum undanskild- um. Við höfum lagt áherslu á sam- göngur á landi því þær eru okkar eina samband við nágrennið. hér í Bolungarvík að líta á þéttbýl- iskjarnana hér sem eina heild hvort sem er í atvinnu, skóla eða sam- göngum. Þessvegna höfum við lagt gífurlega áherslu á góðar og tryggar samgöngur. ÁBYRGÐIN ER VEGAGERÐARINNAR Ég tel að þegar Vegagerðin gerir ákveðnar úrbætur sem eiga að vera fullnægjandi og við eigum að búa við í framtíðinni, þá beri hún auð- vitað ábyrgð á því að úrbætumar reynist eins og til var ætlast. Vega- gerðin skipulagði og hannaði þess- ar framkvæmdir í Óshlíðinni og hlustaði ekki á okkur heimamenn sem sögðumst ekki hafa trú á þessu. Auðvitað eru þeir ábyrgir. En það hefur hinsvegar tíðkast á Islandi að það er enginn maður ábyrgur fyrir neinu. Menn bara hirða sitt kaup, segja þetta og hitt, og eru svo ekkert ábyrgir. Þetta vil ég alls ekki sam- þykkja. Ég hika ekki við að fullyrða að fyrsti þingmaður Vestfirðinga Matthías Bjarnason sé sem sam- gönguráðherra endanlega ábyrgur í þessu máli. Hans er ábyrgðin mátturinn og dýrðin. En ég er fyrst og fremst að tala um siðferðilega ábyrgð, ég er ekki að tala um að það eigi að stinga mönnum inn, heldur á ég við sið- ferðilega ábyrgð. Ég tel mig ekki hafa sagt neitt um vegagerð sem ég get ekki staðið við, ég tel mig hafa 100 rök fyrir mínu máli og er tilbúinn til að standa fyrir því hvenær og hvar sem er. Ég tel að það sé þjóðhagslega mjög hagkvæmt að halda uppi góðum samgöngum við Bolungar- vík, ætli við séum ekki með hæsta hlutfall á landinu í útflutnings- verðmæti á hvem íbúa. verið gert fyrr en fyrir 2 árum að sáð var í vegkantinn fyrir neðan Krossinn, það kom auðvitað alveg kafgras. Það myndi hefta mikið allt framskrið úr hlíðinni ef sáð yrði í hana, þótt það myndi auðvitað al- drei stoppa grjóthrun langt ofan úr klettum. En það er þetta tregðulögmál. Ef hugmyndir koma utanfrá, ef þeim dettur það ekki sjálfum 1 hug, spekingunum hjá Vegagerðinni, þá er bara sest á málið og ekkert að- hafst. Sérfræðingar hjá ríkinu hlusta því miður aldrei á tillögur heima- manna. Mér dettur í hug þegar hafnargarðurinn var byggður í Grímsey, sem frægt er orðið, þar voru það sérfræðingar að sunnan sem gátu allt, vissu allt og hlustuðu ekkert á heimamenn. Enda hvarf hafnargarðurinn í fyrsta áhlaupi. Það hefur aldrei nein stofnun verið eins rækilega, með allt niður um sig eins og Vita og Hafnarmál var þá. Nema ef vera skyldi Vegagerð rík- isins í þessum deilum um Óshlíð- arveginn. Ég vildi bara að þeirra bestu menn reyndu að hafa vit fyrir þeim sem hér voru á ferðinni. Það hafa örugglega verið menn sem ekki voru nógu kunnugir staðhátt- um til þess að vinna þetta. Þessar aðgerðir á Óshlíðinni hafa ekki skilað þeim árangri sem til var ætl- ast, það hefur sýnt sig á þessum mánuði sem er liðinn síðan vegur- inn var opnaður aftur. Það verður ekkert deilt um það magn af grjóti sem hefur komið niður á veginn. Einn spekingurinn hjá Vega- gerðinni sagðist hafa talið að það væri tíundi hver steinn sem lenti á veginum. Ég hef nú aldrei séð hann þama útfrá, þannig að ég veit ekki til þess að hann hafi talið rétt. FLUGIÐ Nú varðandi samgöngumálin þá hafa menn stundum velt fyrir sér því að fljuga beint til Bolungarvík- ur. Við í sveitarstjóminni ljáðum ekki máls á þeim hugmyndum þegar þær komu fram, heldur tók- RADARSTÖÐIN NOKKURSKONAR SJÚNAUKI Nú er það vitað að ratsjárstöð eins og sú sem ákveðið hefur verið að reisa á Bolafjalli, þarf að geta treyst á góðar samgöngur. Getur verið að Bolvíkingar hafi tekið eins vel í málaleit um að reisa stöðina, og raun ber vitni, af því að þeir hafi talið að það fylgdu betri samgöng- ur í kaupbæti? „Ég veit nú ekki hvað einstaka menn hafa hugsað, í því sambandi. Sjálfum finnst mér ekki rétt að tengja þessa tvo hluti saman, til þess eru þetta of ólík mál. Hins- vegar hefur mér þótt nokkuð skorta á að menn vildu ræða um þessa ratsjárstöð af yfirvegun og skyn- semi. Það var lögð áhersla á það á Helsinkiráðstefnunni á sínum tíma að eftirlit og vitneskja aðila um hvorn annan væri af hinu góða. Upplýsingaflæðið væri æskilegt. Það er ákveðinn blindur punktur hér norður af landinu, það er fyrst og fremst verið að fylgjast með hvað er að gerast. EKKI HRIFINN AF VERU VARNARLIÐSINS HÉR I sjálfu sér er ég ekki hrifinn af veru vamarliðsins hér á landi og var lengi mótfallinn henni að öllu leyti, taldi hana mjög óheppilega. Hinsvegar held ég að kringum- stæðumar i veröldinni séu þannig og að við séum þannig staðsettir á hnettinum, að því miður virðumst við vera komnir eins og fljótandi móðurskip inn í átakasvæði hér á miðju Atlantshafi. Ég held að við sem ábyrgir menn getum ekki látið hjá líða að gera allt sem við getum til þess að halda uppi lágmarks öryggi og eftirliti. Éf menn eru sammála um að það sé af hinu góða. Ég líki þessari stöð við sjón- auka, það getur enginn haldið því fram að sjónauki sé árásartæki. Það þarf afskaplega mikla hugkvæmni til þess að láta sér detta það í hug. Hitt er annað mál að hann getur verið mjög þarfur til þess að fylgj- ast með andstæðingnum, ef við viljum vita hvað hann er að gera. Auðvitað verða öll mannvirki hemaðartæki á ófriðartímum, en við megum ekki gleyma hlutverki ratsjárstöðvarinnar á friðartímum, og við ætlum að lifa í friði en ekki í ófriði. RADARINN KEMUR AÐ MARGVÍSLEGU GAGNI Það em mikil not af henni fyrir flugið segja mér fróðir menn, nán- ast bylting frá því sem verið hefur. Þetta er gott tæki til þess að fylgjast með bátum héma á miðunum, og við leggjum mjög mikið upp úr því. I þriðja lagi er þetta tæki til þess að fylgjast með veðrabreytingum, en hér geta þær verið mjög snöggar á vetuma. Ég held að menn gætu vel þegið að fá að vita með tveggja til þriggja tíma fyrirvara hvort óveður sé í aðsigi. Við megum ekki gleyma þessu, þetta fáum við. Það verður hægt að senda sjón- varpsefni út á miðin til sjómann- anna. Það er nú mikið búið að tala um það en aldrei verið gert neitt, það hefur skort fé. Það var meira að segja sagt við okkur bæjarstjómarmenn í Bol- ungarvík að það væri hugsanlegt að við gætum fengið skjá, sjónvarps- skjá sem væri staðsettur til dæmis héma á vigtarskúmum, eða við höfnina, á þessum skjá mætti fylgjast með bátum hér út á 70 — 80 mílur. Fólk hlýtur að leggja eitthvað upp úr svona löguðu, hér snýst allt okkar líf um sjó og sjósókn, og allt sem getur aukið öryggi 1 þeim efn- um hlýtur að vera af hinu góða. ÆTTUM AÐ LÁTA VARNARLIÐIÐ BYGGJA MEIRA UPP Ég tel að við íslendingar séum alltof linir við að láta vamarliðið byggja hér upp, í samanburði við það sem gert er í öðmm löndum. Samgöngukerfi og almannavamir em hluti af landvömum og þessir menn em jú hér til þess að verja okkur. Við ættum að gera meira af því að láta þá byggja upp mann- virki sem em hluti af vömum landsins. En mér finnst að vamarliðið eigi ekki að vera einhver sérréttinda- hópur á Islandi. Vamarsamning- urinn hlýtur að eiga að gæta hags- muna beggja aðila. Island og Bandaríkin hljóta að eiga að hafa jafnan rétt. Vamarliðið hefur notið of mik- illa sérréttinda framyfir heima- menn. Tökum sem dæmi kjötmál- in, ef ég kem með ósoðið svínslæri inná Keflavíkurflugvöll þá er ég meðhöndlaður eins og glæpamað- ur. En á meðan má Kaninn flytja inn hundrað tonna og það er allt í lagi. Ég get ekki ímyndað mér að menn geti verið sammála svona framkvæmd á vamarsamningnum. Ég hef heldur aldrei getað skilið það að bandarískur ferðamaður sé einhver gullkista, en bandarískur hermaður eitthvað úrhrak. Her- maðurinn er sagður menga þjóðfé- lagið og tunguna, en ef sami maður kemur hér sem ferðamaður þá er hann alls góðs maklegur. Ég er alltof mikill sveitamaður til þess að ég geti skilið svona fífla- skap. Ég er á móti svona öfgum. Valdimar Lúðvik hefur sérleyfí á leið- inni Bolungarvík/ Isafjörður auk þess að vera leigubílstjóri og ekur Óshlíðina oft á dag.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.