Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 9
vestlirsHa vestlirska FRETTABLADIÐ Guðjón Finndal: Ein af þremur höfuð- syndum bæjar- stjórnar ísafjarðar t Tungudal er framtíðarsumar- paradís tsfirðinga. Hér minnir allt svo fallega á mannvininn og heilsu- bótarmanninn Martinus Simson og áratuga starf þeirra hjóna í þessum garði og nágrenni hans. Ég minnist þess að fermingarvorið mitt fórum við krakkamir úr Hnífsdal í sjálf- boðavinnu inn í Tunguskóg og voru keyrð inneftir af Júlíusi Helgasyni í Neista. Simson var lifið og sálin í öllu sem fram fór og miðlaði af þekkingu sinni. Þegar þau hjón urðu öldruð arf- leiddu þau ísafjarðarkaupstað að garðinum og öllu sem honum til- heyrði. Garðurinn lítur mjög þokkalega út að öðru leyti en því að ljót pennastrik hafa verið sett framan í styttuna af frú Gerdu Simson, ekki er það vitnisburður um fallega hugsun þess sem það gerði. Einnig má minna á það að við sundhöllina eru styttur eftir Simson, Sundkona og Sundmaður. Ekki er svo mikill stórhugur í bæj- arstjóm Isafjarðar að láta steypa stytturnar í varanlegt efni. Heldur var hlaupið til daginn áður en for- setinn kom í heimsókn og spartlað í verstu sprungumar, og málað yfir. Þetta var útdúr. Fyrir neðan veginn við Simson- garð var uppeldisstöð fyrir plöntur en nú er þar brúnt moldarflag. Það er fyrirboði þeirrar moldvörpu- starfsemi sem þar á að fara fram og er þegar byrjuð. Það er ein af þremur höfuðsyndum Bæjarstjóm- ar ísafjarðar að hleypa golfmönn- um, sem er hávaðasamur minni- hlutahópur í bænum inn í helgi- dóminn sem er Tungudalur og leyfa þeim að draga þar tuðrur sín- ar og henda hvítum kúlum með tilheyrandi hávaða öskri og bölvi. Ég legg því til að allir bæjarbúar sem ekki eru í golfi eða hesta- mennsku hópi sig saman og stofni nýtt félag sem leggur áherslu á náttúruvemd, útivist og hollar matarvenjur. Félag þetta gæti heit- ið Heilsuhringurinn og gæti verið eitt af baráttumálum hins nýja fé- lags að endurheimta Tungudalinn aftur af golfmönnum og koma þar upp sundlaug með heitum pottum og í framtíðinni mætti hugsa sér þama veitingastað sem byði hollan og góðan mat og væri opinn yfir sumarið. Góðir ísfirðingar þið sem eruð sammála mér. Ræðið málin og komið með nýjar hugmyndir og skrifið líka um þetta í blöðin því þetta snertir velferð okkar allra. Þið sem hafið áhuga á félags- starfi getið haft samband við mig bréflega, utanáskriftin er: Guðjón Finndal, Bakkavegi 8, 400 ísafirði. UPPSALIR SAFIRÐI_______________________SÍMI 3985 Fimmtudagskvöld, opið frá kl. 21:00 — 1:00 Föstudagskvöld, opiö frá kl. 23:00 — 3:00 ATH.: M.í. DISKOTEK. ALDURSTAKMARK16 ÁR Laugardagskvöld, opið frá kl. 23:00 — 3:00 BG flokkurinn skemmtir Sunnudagskvöld, opið frá kl. 21:00 — 23:30 SPARIKLÆÐNAÐUR MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ Matseðill laugardagskvöld Forréttir: Aspargussúpa Rækjukokteill Aðairéttir: Piparkryddað lambalæri m/broccoli, piparsósu og bakaðri kartöflu Heilsteikturnautavöðvim/gulrótum, bernaissósu og bakaðri kartöflu Grísakótelettur m/rauðvínssósu, gulrótum ogkartöflum Eftirréttur: ís m/heitri súkkulaðisósu BORÐAPANTANIR FYRIR MATARGESTI ÍSÍMUM 3985 OG 4318 HÚSIÐ OPNAÐ FYRIR MATARGESTI KL. 19:00 UPPSALIR ÍSAFIRÐI SÍMI3985 Sundkona Simsons framan við Sundhöllina á ísafirði. Aðeins var spartlað í verstu sprungurnar þegar forsetinn kom. Svo bið ég ykkur að minnast þess vera stoltir af sinni heimabyggð og að fegurðin er þar sem við erum og verða að rækta þar fagurt mannlíf eigum heima. Vestfirðingar mega fyrir framtíðina. Haustskoðun Krabbameins- félagsins hafin Nú á þriðjudaginn hófst haust- skoðun Krabbameinsfélags Vest- fjarða. Tíma er hægt að panta á heilsugæslustöðinni. Sérstök ástæða er til að hvetja konur á aldrinum 25 — 70 ára til að mæta, vegna leghálskrabba sem er algeng- astur meðal kvenna á þessum aldri. Með þessum skoðunum er von til þess að greina megi krabbamein á byrjunarstigi, og þarafleiðandi meiri von til þess að lækna megi það heldur en þegar einkennin eru orðin greinileg. Hvað leghálskrabba varðar, finnast forstig sjúkdómsins við slíka skoðun, og er þá hægt að koma í veg fyrir veikina. Formaður Krabbameinsfélagsins er Úlfur Gunnarsson. Við seljum ► Cheerios ► Cocoa Puffs ► Trix ► Lucky Charms ► Honey Nut Cheerios ► Rice Crispies ► All Bran ► Buggles og ► Nacho Cheese Buggles ► Kartöfluflögur og ► saltstangir Þótt stórmarkaðirnir loki bá störfum við HAMRABORG HF. HAFNARSTRÆTI7 Sími 3166 9 í FASTEIGNA- i j VIÐSKIPTI j | ÍSAFJÖRÐUR: | 2ja herbergja íbúðir: | | Aðalstræti 8a, ca. 70 ferm. 2 | I herb. íbúð. | I Túngata 3, 65 ferm. íbúð í kjall- I I ara I fjórbýlishúsi. I J Túngata 18, 65 ferm. íbúð á 2. J ■ haeð í fjölbýlishúsi. , 3ja herbergja íbúðir: ! Stórholt 7, 75,9 ferm. íbúð á 1. . | hæð í fjölbýlishúsi. I Stórholt 13, 90 ferm. íbúð á 3. | ■ hæð í fjölbýlishúsi. I Hlíðarvegur 3, 70 — 75 ferm. I | íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. | | Bílskúr. | I 5 — 6 herbergja íbúðir: I Fjarðarstræti 27, rúmgóð íbúð í I I austurenda í tvíbýlishúsi. I ■ Einbýlishús/Raðhús: I Smárateigur 1,130ferm. einbýl- ■ I ishús. Bílskúr. ! Seljalandsvegur 46, Lítið einbýl- , ! ishús að hluta til á tveimur ! J hæðum. Góðir greiðsluskilmálar. ! | Kjarrholt 7,153,5 ferm. einbýlis- | I hús m. bílskúr. Skipti í Reykjavík g ■ koma til grelna. | Fitjateigur 6, 5 herb. nýlegt eln- | | býlishús. Skipti hér eða í Reykja- | | vík koma til greina. | I Miðtún 33, 2x90 ferm. raðhús. I I Skipti á minna hér aða í Reykja- I I vík koma til greina. I ■ Urðarvegur 49, nýtt steinhús • * ásamt bílskúr. | Fagraholt 11, nýtt fullbúið einbýl- J J ishús ásamt bílgeymslu. Skipti í J [ Reykjavík koma til greina. I Heimabær 3,2x55 ferm. einbýlis- ■ ■ hús. Gott viðhald. I Pólgata 10, einbýlishús á 3 | | hæðum. Bílskúr. | i Litlabýli v/Seljalandsveg, 90 — I I 100 ferm. einbýlishús. Gott út- I I sýni. I J BOLUNGARVÍK: J Stigahlíð 4, 2 54 ferm. íbúðir ( ■ fjölbýlishúsi. ■ Stigahlíð 2, 3ja herb. íbúð á 1. J , hæð I fjölbýlishúsi. | Vitastígur 25, 4ra herb. íbúð á | I e.h. í fjölbýlishúsi. I Hafnargata 46, 6 herb. íbúð á I I e.h. Bílskúr. | I Skólastígur 7, 2x66 ferm. I I parhús. Steinsteypt. ! Hjallastræti 39, 74 ferm., 4ra J J herb. einbýlishús. I Traðarland 8,150 ferm. nýtt ein- ■ l býlishús, rúml. tilbúið undir a | tréverk. I I Holtastígur 22, 95 ferm. nýlegt, J I fullbúið einbýlishús. j Tiyggvi j : Guðmundsson: ihdl. i j Hrannargötu 2, l ísafirði, sími 3940. laugardögum kl. 10:00 — 13:00 Blómabúðin Simi 4134

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.