Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Síða 1
ÞAÐ VERÐUR OPIÐ Á LAUGARDAGINN KLUKKAN 13.00 — 17.00 SJÁ AUGLÝSINGU Á BLS. 7 Sinarffuð(ji/insson k^. íytmt 7200 - íflS Solunija’ioík Unnið við gerð vegar að radarstöð. Vegur að radar — Framkvæindir hafiiar Nú eru hafnar framkvæmdir við vegalagningu af Skálavíkurheiði á- leiðis upp á Bolafjall þar sem í framtíðinni á að rfsa radarstöð. Að sögn Jóns Friðgeirs Einars- sonar er ætlunin að ljúka við tæp- lega hálfan kílómetra í haust. Það er verktakafyrirtæki Jóns Friðgeirs sem annast framkvæmd verksins samkvæmt samningi við íslenska Aðalverktaka hf. Einnig hafa verið gerðar nokkrar endurbætur á veg- inum áleiðis upp á heiðina og ræsi hafa verið lagfærð. Að sögn Jóns vonast menn til þess að ljúka við þennan hálfa kílómetra áður en vetur gengur í garð. Strætlsvagnaaksturinn; Ymislegt sem þarf að laga Vestfirska Fréttablaðið hafði samband við Héðinn Kristinsson bílstjóra, sem ekur strætisvagni þeim sem nú nýlega hóf ferðir á milli bæjarhluta á ísafirði. Héðinn sagði fólk almennt vera nokkuð ánægt með áætlun strætis- vagnsins, nema hvað kvartað hefði verið yfir því að ekki væri ekki ekið upp í efri hluta Holtahverfis. Aðspurður sagði Héðinn að það sem honum þætti vera helsti galli við áætlun strætisvagnsins væri að ekki væri stoppað á fleiri stöðum í miðbænum. Nefndi hann sem dæmi að hægt væri að koma fyrir Hagnaður á innanlancLsflugi Á seinni hluta síðasta árs og fyrri hluta þessa árs var hagnaður á innanlandsflugi Flugleiða. Ef ekk- ert óvænt kemur upp á ætti að geta verið hagnaður á þessu ári í heild. Þetta kom fram í samtali Vf við Sæmund Guðvinsson blaðafulltrúa Flugleiða. Sæmundur sagði að talsverð aukning hefur orðið í far- þegaflutningum og það samfara hagstæðu veðri hefur stuðlað að Leysir ATR-42 Fokkerinn af hólmi? þessum góða árangri. Sæmundur sagði einnig að hér áður fyrr hefðu Flugleiðir aldrei fengið þær hækk- anir sem þeir báðu um, það hefði því verið ákvörðun stjómvalda að þetta skyldi rekið með tapi. Hann sagði að félagið hefði reynt að koma til móts við þarfir fólks með auknum sérfargjöldum og bættri þjónustu um borð I flugvélunum. Beðið eftir strætó. stoppustöð við kirkjugarðshomið, svo að fólk sem sækti vinnu sína hjá íshúsfélaginu þyrfti ekki að iabba upp og niður Bæjarbrekkuna. Þá sagði hann og, að sér þætti heldur skrítið að ekki skyldi hafa verið haft samband við þá menn sem óku strætisvagninum í fyrra. Hvað að- sókn varðar kvað hann hana vera fremur slæma á morgnana en þeim mun betri á daginn. Láta hanna ny ja vatnslögn: Melra vatn úr Tunguá Tæknideild ísafjarðarkaupstaðar hefur nú verið falið að hefja undir- búningsvinnu við hönnun á Tungu- árveitu. Markmiðið með þvf er að auka framboð á vatni. Það hefur verið vaxandi vanda- mál að á álagstímum á sumrin hef- ur skort vatn hjá atvinnufyrirtækj- um í bænum. Hafa rækjuverk- smiðjumar orðið einna verst úti í þessu sambandi. En nú er undir- búningur hafinn til þess að bæta úr þessu. Miðast allt við að fram- kvæmdir geti hafist eins fljótt og auðið er. Bjöm Hermannsson for- maður bæjarráðs sagði að brýnasta verkefnið væri að auka vatns- streymið, næsta mál á dagskrá þegar það væri fengið væri svo að hreinsa vatnið. Taldi hann líklegt að það yrði gert með tækjum, það er að segja geislameðferð. Er þá vatnið síað og síðan hreinsað með hátíðnigeislum. Hefur þessari að- ferð verið beitt á Akranesi í nokkur ár með góðum árangri. Bjöm sagði að hér væri um fjárfrekar fram- kvæmdir að ræða, en ekki þýddi að horfa í það, því að vatnsskorturinn væri að verða mjög alvarlegt vandamál. A fimmta tug smábáta -— Vaxandi trilluútgerð í Bolungarvík Mikil aukning hefur orðið í smá- bátaútgerð frá Bolunganík eins og víða annars staðar. Hafa rúmlega 40 trillur og smærri bátar lagt upp f Bolungarvík i sumar. Það er Ishús- félag Bolungarvíkur hf. sem hefur tekið við aflanum. Þessir 40 bátar hafa aflað mjög vel í sumar og í júlí lönduðu þeir samtals 400 tonnum, og 340 í ágúst. Einar Kristinn Guðfinnsson sagði í samtali við Vf. að vissulega hefði þessi mikli afli valdið þeim nokkr- um erfiðleikum en þeim hefði þótt þeir vera skuldbundir til þess að taka við öllum fiski þar sem þetta væri eina frystihúsið á staðnum. Hann sagði að meginskýringin á aukinni trilluútgerð væri góður afli. Meiri fiskgengd virtist vera á grunnslóð heldur en undanfarin ár. Einnig sagði Einar það skoðun sína að kvótakerfið væri bátum af þess- ari stærð hagstæðara heldur en bátum á bilinu 10 til 20 tonn. Hann sagðist vita þess nokkur dæmi að einstakar trillur hefðu fiskað meira í sumar heldur en næmi kvótaút- hlutun stærri báta. Hann sagði að þeir hefðu haft þann háttinn á að stærðarflokka allan fisk frá trillun- um, stærri fiskurinn hefði farið í vinnslu hér heima en smáfiskurinn hefði verið fluttur út í gámum. Hjarta hvers sjávarþorps er höfnin. Þessi mynd er tekin við höfnina i Bol- ungarvfk. [sfSÍHrt!

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.