Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 8
8 vestfirska FREITABLADiÐ Sýna tölvur og hugbúnað Dagana 4. og 5. október n.k. munu fyrirtækin Softver sf. og Heimilist»ki hf. standa fyrir kynn- ingu á tölvum og hugbúnaði sem fyrirtækin bjóða. Heimilistæki munu kynna Wang PC tölvuna og þá möguleika sem hún hefur. Soft- ver mun kynna m.a. almennan við- skiptahugbúnað, launabókhald og verkbókhald. í samtali Vf. við Pál Pétursson hjá Softver kom fram að hugbún- aður fyrirtækisins gengur jafnt á Wang PC tölvuna sem og Wang Mikró Vp tölvuna sem er fjölnota tölva fyrir allt að 10 skjái. „Fyrir- tæki sem hefja tölvuvæðinguna með Wang PC tölvu og hugbúnað frá Softver þurfa ekki að skipta um sinn hugbúnað þótt tölvan sé stækkuð þar sem hugbúnaðurinn er sá sami á litlu og stóru tölvuna. Hugbúnaðurinn er mjög reyndur og hefur verið í notkun hjá fjölda fyrirtækja um langt skeið og þjónað bæði litlum sem stórum fyrirtækj- um sem og stofnunum í flestum greinum þjóðfélagsins. Vonumst við til þess að vestfirðingar taki nú vel á móti okkur og komi og sjái með eigin augum þá möguleika sem við bjóðum” sagði Páll Pét- ursson. Málfreyjur byija vetrar- starfið Málfreyjudeildin Sunna á Isafirði er að byrja starfsemi sína. Fundir eru fyrsta og þriðja þriðjudaginn í hverjum mán- uði, fyrsti fundurinn verður haldinn á Hótel Isafirði 1. okt- óber. Þetta er þriðja starfsár deildarinnar, í henni starfa 30 konur og komast færri að en vilja. Allar konur sem áhuga hafa á að kynnast starfseminni eru velkomnar á fundinn. Ihompson BYLTING IHREINGERNINGUM SAPUR: Innan SAPUR línunnar eru eftirfarandi vöruþættir: SAPUR Teppahreinsir, SAPUR Áklæðahreinsir, SAPUR Blettahreinsir, SAPUR Burstinn. Pensillinn ísafirði — Sími 3221 KAUPFELAG ISFIRÐINGA — KJÖTVINNSLA — UTSALA Á DELKASLÖGUM AÐEHNTS 40 KR./PR. KG. MEÐAJNT BERGÐIR ENDAST NYREYKT HANGIKJÖT BEINT ÚR OFNINUM P.S.: Munið grilluðu kjúklingana á föstudögum MATVORUVERSLANIR KAUPFÉLAGS ÍSFIRÐINGA Níð um íþróttamenn Dagblaðið Vísir hefur rétt einu sinni sýnt okkur, hvernig ekki á að flytja fréttir. Á íþróttasíðu blaðsins s.l. þriðjudag gat að líta ljótt dæmi, þar sem ónefndur heimildarmaður blaðsins er íátinn bera þjófnað á fráfarandi stjórn Knatt- spyrnuráðs ísafjarðar. Það er vitað, að fjárhagur K.R.I. er í molum. Fráfarandi stjórn hefur ekki tekist að halda vel á spilunum og það er mikið verk að koma K.R.I. á réttan kjöl fjárhagslega. Ný stjórn hefur verið kjörin, og vinnur hún nú að því. Að birta svona kjaftæði á meðan málið er á viðkvæmu stigi er skaðlegt, ódrengilegt og líkast til saknæmt. Sennilega er Ellert ritstjóri, formaður K.S.I., á Spáni. ATVINNA! Óskum eftir starfsfólki strax. FRABÆR Mánagötu 1, sími 4306 Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTUNI 24 — REYKJAVIK — SIMI 11015 r MATSEÐILL r 27. — 29. september Forréttir: Innbökuð, grafin smálúðuflök í Hollandessósu m/ristuðu brauði ☆ Hvídauksristuð hörpuskel m/heitri hvítvínssósu ☆ Rjómalögud tómatsúpa Fiskréttir: Gratineraður skötuselur m/krydduðum hrísgrjónum ☆ Grillaðir humarhalar mlristuðu brauði og heitri humarsósu ☆ Kjötréttir: Roast beef mlbakaðri kartöflu og rauðvínssósu ☆ Lambapiparsteik mlostgljáðum kartöflum ☆ Léttmarineruð grísasneið mlsúrsætri sinnepssósu Desert: Ávaxtakaka mlrjóma P.S.: Munið kabarettborðið í hádeginu á sunnudögum og kaffihlaðborðið alla daga vikunnar Vegna stóraukinnar aðsóknar viljum við benda gestum okkar á að panta borð í tíma Verið velkomin. Borðapantanir í síma 4111 Ik HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 4111 J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.