Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 26.09.1985, Blaðsíða 10
vestfirska FRETTABLASIS OPIÐ næsta laugardag kl. 13:00 —17:00 Og alltaf eykst húsgagnaúrvalið! QHBPPPHHH □ □□Qippaa ■w'i' ■ ■ i■ 11 iiii irr'^rn 'i i i i 111 ■ « i" » «i iimianmiaaiaa ooHfíiiam DDDDDDDD DDDDDDDD □ 1 l'l'll'tl 1 I I I I I I' t I I I ■ « «_l’ rmpp^q^rimD JON F. EINARSSON B0LUNGAVIK SIMI7353 OG 7351 Félagsheimllið í Hnífsdal: Húsið er á hraðri leið iindir hamarinn Félagsheimilið í Hnifsdal á nú i verulegum erfiðleikum. Mikill rekstrarvandi blasir við og Ijóst er að ef ekki verður að gert stefnir húsið hraðbyri undir hamarinn eins og Guðni Ásmundsson formaður hússtjómar orðaði það i samtali við fréttamann Vf. á dögunum. Um það bil áttahundruðþúsund króna halli varð á rekstri hússins á síðastliðnu ári. Ógreiddar sölu- skattskuldir frá fyrri árum hrannast upp og ekkert fé er handbært til þess að standa undir kostnaði við nauðsynlegt viðhald og endurbæt- ur á húsinu. Meðal þess sem bíður uppgjörs er tekjuskattsskuld uppá rúma milljón með dráttarvöxtum frá 1976 en samtals nema eldri skuldir um það bil tveimur og hálfri milljón króna. Stjórn Félags- heimilisins sótti um leyfi til bæjar- yfirvalda til þess að fá að reka greiðasölu í húsinu á nætumar. Var erindið sent bæjarstjórn fyrr í sum- ar og fékk jákvæða umfjöllun, en vegna ákvæða í lögreglusamþykkt ísafjarðar getur ekki orðið af veit- ingu leyfisins. Félagsheimilið fær ekki vínveitingaleyfi vegna ákvæða í reglgerð um félagsheimili þannig að ljóst er að samkeppnisaðstaða þess til skemmtanahalds er mjög erfið. Stjóm Félagsheimilisins hef- ur sent bæjarráði bréf þar sem farið er fram á aðstoð við að koma rekstri hússins á réttan kjöl. Hefur málið verið tekið fyrir á bæjar- stjómarfundi og er nú í athugun, en ísafjarðarkaupstaður á 50 prósent í húsinu. „Það er ljóst að húsið er á hraðri leið undir hamarinn,” sagði Guðni Ásmundsson þegar við ræddum þessi mál við hann, „það þýðir varla neitt að fá frest á frest ofan, það kemur alltaf að skuldadögun- um”. Guðni sagði að þeir hefðu viljað fá leyfi fyrir nætursölunni þrátt fyrir ákvæði lögreglusam- þykktarinnar. Verið væri að athuga hvernig þessi mál hefðu verið leyst á Akureyri, en þar fékk svipað hús vínveitingaleyfi fyrir nokkrum ár- um. „Þessi stjóm sem nú rekur fé- lagsheimilið fékk það verkefni að bjarga húsinu frá söluskattsskuld- um allt frá árinu 1978.” Þetta er miklu ljótara dæmi en frá verði sagt í stuttu máli sagði Guðni að lokum. Við höfðum samband við Björn Hermannsson formann bæjarráðs, hann sagði að verið væri að kanna erindi félagsheimilisins. Ljóst væri að vandræði þeirra væru veruleg og væru menn að íhuga ýmis úrræði. Komið hafa fram hugmyndir um að breyta rekstrarformi hússins og reyna að finna því nýtt hlutverk því að ljóst væri að reksturinn í núver- andi mynd stæði alls ekki undir sér. Bjöm sagði að viðraðar hefðu verið hugmyndir um að bærinn tæki húsið undir einhverja þá þjónustu sem er á vegum sveitarfé- lagsins, bókasafn eða eitthvað því um líkt kæmi að sínu áliti vel til greina. „Ég sé ekki að það sé ger- legt að bærinn taki á þessu nema það verði fundinn annar rekstrar- grundvöllur fyrir húsið.” Miklu fleiri lögtök Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum undanfarið hefur orðið vart gifurlegrar aukningar i lögtökum, fjárnámum og nauðungaruppboð- um. Okkur lék forvitni á að vita hvemig þessum málum væri háttað hjá sýslumannsembættinu á ísa- firði. Hjá embættinu fengum við eft- irfarandi upplýsingar. Beiðnir um uppboð vom á árinu 1983 300 tals- ins, á árinu 1984 voru þær 425, 20. september 1985 eru uppboðs- beiðnir orðnar 642. Til fróðleiks má geta þess að á árinu 1982 voru slík- ar beiðnir 263 en 169 á árinu 1981. Af þessu má ráða að á 5 ára tímabili hefur orðið mörghundruð prósenta aukning á slíkum beiðnum. Sé litið á tölur um nauðungar- uppboð þá kemur í ljós að svokall- aðar fyrri sölur voru 5 árið 1983, á árinu 1984 vom þær 26 og eru nú 20. september orðnar 28. Síðari sölur voru 3 á árinu 1983, voru 5 á árinu 1984, og eru orðnar 5, það sem af er þessu ári. Lausafjárupp- boðsbeiðnir, í bílum, sjónvörpum og þessháttar voru 4 á árinu 1983, 119 á árinu 1984, og eru orðnar núna 155. Lögtök eru orðin 333 það sem af er þessu ári, en voru samtals 418 á öllu árinu í fyrra. 111 lögtök voru gerð árið 1983. Fjámám voru árið 1983 samtals 210, 293 árið 1984 og eru orðin 268 það sem af er þessu ári. Amarflug UI11 Vestfirði Vetraráætlun Arnarflugs hefur tekið gildi. Amarflug flýgur til fimm staða á Vestfjörðum, það era Bíldudalur, Flateyri, Suðureyri, Hólmavík og Gjögur. Alls eru farn- ar níu ferðir f viku til Vestfjarða frá Amarflugi. Hér á eftir fer sá hluti áætlunarinnar sem snertir okkur Vestfirðinga. Bíldudalur: Flogið er á þriðju- dögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 13.00 frá Reykjavík og kl. 14.00 frá Bíldudal. Flateyri og Suðureyri: Flogið er á mánudögum, miðvikudögum, Sjávarutvegssýnmgln á Spáni: Skipavogm hitti í mark „Já það má segja það, að skipa- vogin hafi hitt í mark,” sagði Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Pólsins. Þeir Hörður Ingólfs- son sýndu skipavog fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni í Vigo á Spáni nú fyrr f vikunni. Þessi sýning var fjölsótt af útgerðarmönnum, skipstjórum og öðrum hagsmuna- aðilum, ekki siður en framámönn- um í rafeindaiðnaði. Ásgeir sagði að þeim hefðu borist fyrirspurnir og beiðnir um tilboð frá yfir 20 þjóð- löndum og væri mjög mikill áhugi hjá rafeindafyrirtækjum að verða sér úti um söiu- og e.t.v. fram- leiðsluumboð fyrir Pólinn. „Það er Ijóst,” sagði Ásgeir, „að við getum því miður ekki annað allri eftir- spum.” föstudögum og sunnudögum. Kl. 12.30 frá Reykjavík og 15.15 frá Suðureyri. Hólmavík og Gjögur: Flogið er á mánudögum og fimmtudögum. Kl. 11.30 frá Reykjavík og kl. 14.00 til baka. Loðnubræðsla er nú hafin í Bolungarvík, og kom fyrsti báturinn með afla þann 10. september s.l. Nú hafa í allt borist aö landi í Bolungarvík 4700 tonn af loðnu á þessu hausti. Smábátar undir tíu tonnum hafa verið í stoppi síðan á föstudag, og verða það til þriðja október. GUÐBJARTUR kom inn í gær með um 70 tonn af blönduð- um afla. ORRI. Alvarleg vélabilun veldur því að Orrí er bundinn við bryggju og er búist við að úr rætist um helgina. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði í gær í Reykjavík um það bil 170 tonnum, bróður- parturinn af aflanum fer til Hraðfrystihússins á Eyrar- bakka, en eitthvað mun verða sent utan í gámum. GUÐBJÖRG er að fiska í sigl- ingu. PÁLL PÁLSSON iandaði rúmlega 100 tonnum í gær. BESSI er á veiöum. ELfN ÞORBJARNARDÖTTIR landaði í gær á ísafirði, um 40 tonnum sem fór allt í gáma. GYLLIR kom inn á laugardag með um 130 tonn, allt þorsk- ur. SLÉTTANES landaði á ísa- firði f gær 110 tonnum af blönduðum afla, og fór allt í gáma. TÁLKNFIRÐINGUR kom inn á þriðjudag með rúm 130 tonn, mest þorskur. SIGUREY verður í landi á föstudag. DAGRÚN landaði á föstudag 80 tonnum og kom svo inn í dag með 35 — 40 tonn sem allt fer í gáma. HEIÐRÚN kom inn á þriðju- dag með um 50 tonn. Nýlega lauk alþjóðlegri fiskeld- issýningu sem haldin var i Laugar- dalshöll. Póllinn h.f. á Ísafirði tók þátt í sýningunni og kynnti þar margar tækninýjungar í tengslum við fiskeldi auk sinnar hefðbundnu framleiðslu. Jónas Ágústsson sölu- stjóri hjá Pólnum sagði i samtali við Vf. að þeir væru mjög ánægðir með árangurinn af sýningunni. Rúmlega 70 fyrirspurair bárast um fram- leiðslu þá sem Póllinn sýndi. Geng- ið var frá sölu fyrir rúmlega þrjár ínilljónir króna. Voru það bæði búnaður fyrir fiskeldi og einnig skipavogin sem vakið hefur nukla athygli. Jónas sagði að tæplega 3000 manns hefðu sótt sýninguna og hefði það að stórum hluta verið fagfólk i fisk- iðnaði og fiskeldi. Eitt af þeim tækjum sem hvað mesta athygli vakti í sýningarbás Pólsins á fiskeldissýningunni í Laugardalshöll, var laxaflokkari. Hér er um að ræða tæki sem stærðarflokkar lax og vigtar hann í kassa. Er hægt að nota tæki þetta hvort heldur sem er við slátrun á laxi og pökkun, eða við flokkun á lifandi laxi milli kerja. Áður en laxaflokkarinn var sett- ur á sýninguna var hann reyndur hjá fiskeldisstöðinni Eldi h.f. í Grindavík. Þar voru flokkaðir rúmlega 2000 lifandi laxar á hálf- um degi, að sögn forráðamanna Eldis h.f. er það helmingi styttri tími heldur en næðist með eldri aðferðum. Þó tafði það nokkuð flokkunina að laxamir voru allir kyngreindir og lengdarmældir um leið. Lofa niðurstöður þessarar til- raunar því mjög góðu. Nú þegar sýningunni í Laugar- dal er lokið verður flokkarinn aftur settur upp hjá Eldi h.f. í Grindavík, þar sem gerðar verða frekari til- raunir, að þeim loknum verður flokkarinn aðhæfður Noregsmark- aði og sendur út til Noregs til frek- ari tilrauna. Jónas Ágústsson hjá Pólnum h.f. sagði að ef þessar prófanir í Noregi gæfu góða raun þá yrði væntanlega hafin framleiðsla á laxaflokkaran- um fyrir Noregsmarkað. Hann sagði að nú þegar lægju fyrir nokkrar fyrirspumir frá norskum aðilum. Síminn okkar er allar hellur „Fréttamennska eins og sást á íþróttasiðu DV á þriðjudag, er fyrir neðan allar hellur, og lofar ekki höfund sinn. Hún er ekki til þess fallin að hvetja menn til þess að sinna félagsstörfum i frfstundum sinum. Birtar eru al- gjörlega órökstuddar dylgjur, þar sem hópur fólks er vinnur að íþróttamálum er opinberlega sakfelldur á þessum skrifum og gera verður þá kröfu að DV skýri frá nafni hins „áreiðan- lega” heimildarmanns, þannig að hann geti staðið fyrir sinu máli.” Þetta sagði Ólafur Helgi Ólafsson formaður ÍBf um skrif þau sem birtust i DV á þriðju- dag, en þar er fyrrverandi stjórn KRÍ borin þungum sökum og vænd um fjárdrátt og misferli. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík & 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg s 91-25433 Afgreiðsla á ísafjarðarfiugvelli s 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.