Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Page 1
39. tbl. 11. árg. vestfirska 3. okt. 1985 FRETTABLASIS Umboð Flugleiða á Vestfjörðum: Patreksfjörður: Laufey Böðvarsdóttir, sími 1133 Tálknaflörður: Helga Jónasdóttir, sími 2606 Bíldudalur: Eyjólfur Þorkelsson, sími 2126 Þingeyri: Davíð Kristjánsson, simi 8117 FLUGLEIÐIR VORUMAÐ TAKA UPP FULLTAF NÝJUM VÖRUM Verslunin ísafirði sími 3103 Strandasýsla: Hrófbergshreppur og Hólmavíkur- hreppur samelnaðlr Ákveðið hefur verið að sameina Hrófbergshrepp og Hólmavikur- hrepp í Strandasýslu. Að sögn Halldórs Halldórssonar á Hófbergi oddvita Hrófbergshrepps er reiknað með að sameiningin gangi i gegn fyrir næstu sveitarstjómarkosning- ar sem em á sumri komanda. Hann sagði að hagkvæmnisá- stæður vægju þyngst við samein- inguna, Hrófbergshreppur væri það fámennur, aðeins 27 íbúar, að vonlaust væri að hreppurinn gæti staðið undir þeim útgjöldum sem honum væru lagðar á herðar. Þátt- taka í rekstri skóla og fleiri kostn- aðarhðir væru hreppsfélaginu al- gjörlega ofviða. Hann sagði að viðræður hefðu farið fram milli hreppsnefndanna í viðkomandi sveitarfélögum og væru menn al- gjörlega á einu máli um ágæti sameiningar. Stjóraskipuð nefod vinnur nú að tillögum um það hveraig standa beri að niðurfellingu verð- jöfnunargjalds af raforku. Sem kunnugt er lýsti iðnaðarráðherra yfir þeirri stefnu sinni að gjaldið skyldi fellt niður. Nefndin sem fyrst tók til starfa snemma á árinu 1984, skilaði tillögum síðastliðið haust, en þær náðu ekki fram að ganga. Þó var verðjöfnunargjald þá lækkað úr 19 prósentum i 16 prósent. Nefndin tók svo aftur til starfa og nú er von á tillögum. Birgir ís- leifur Gunnarsson formaður nefndarinnar tjáði blaðinu að al- ger einhugur ríkti um það að gjaldið skyldi fellt niður. Tillögur nefndarinnar munu að líkindum fela það í sér að óarðbærar fram- kvæmdir Orkubús Vestfjarða og RARIK yrðu greiddar af fjárlög- um ríkisins, sérstakt aukaframlag kæmi til vegna orkusölu til hús- hitunar, og að ríkissjóður yfirtæki verulegan hluta af langtímalán- um fyrirtækjanna. Birgir sagði að tillögur nefndarinnar yrðu á þann veg að neytendur á orkuveitu- svæði RARIK og Orkubús Vest- fjarða, þyrf tu ekki að bera aukinn kostnað af niðurfellingu verð- jöfnunargjalds af raforku. Birgir Valdimarsson, útgerðarstjóri Hafþórs: Dómsáttin betri en veiði tap og olíueyðsla Eins og flestum mun kunnugt var rækjutogarinn Hafþór tekinn í grænlenskri landhelgi, rétt fyrir síðustu helgi. Það var danskt varð- skip sem stóð Hafþór að meintum ólöglegum veiðum á Dombanka við miðlínuna milli Grænlands og Is- lands. Voru skipin lögð af stað til hafn- ar í Nuuk í Grænlandi þegar mál- inu var lokið með dómssátt, greiddi útgerð skipsins eina og hálfa milljón króna og fékk Hafþór þá frelsi sitt á ný og hélt á miðin. Áttu skipin þá eftir 800 sjómilna sighngu til Nuuk höfuðborgar Grænlands, en hún er á Vesturströndinni. Birgir Valdimarsson útgerðarstjóri Haf- þórs sagði í samtali við Vf. að hann væri þokkalega sáttur við niður- stöður málsins, upphæðin sem hann hefði greitt í dómssátt vægi ekki svo þungt á metunum, þegar ohukostnaður og hugsanlegt nokk- urra daga veiðitap væri tekið inní reikninginn. Hann sagðist í sjálfu sér ekkert gagnrýna mælingar danska varðskipsins, bæði það og þyrla sem var því til aðstoðar væru mun betur búin tækjum til stað- setningar, heldur en Hafþór. Skipið væri alltaf að veiðum alveg við miðlínuna og það væri alltaf hætta á að svona mistök kæmu upp. Rækjutogarinn Hafþór er eign Hafrannsóknarstofnunar, en nokkrar rækjuverksmiðjur á ísa- firði hafa haft hann á leigu. Skipstjóri er Aðalbjöm Jóakims- son. Hafþór hefur frá áramótum landað 604 tonnum af rækju. Afla- verðmæti þess er um það bil 67 milljónir króna. Hann var frá veið- um í rúman mánuð í sumar þegar unnið var á vegum Hafrannsókn- arstofnunar. Skutulsfjarðarbraut: oksins lýsing! Orkubú Vestfjarða mun innan skamms hefjast handa við að lýsa upp Skutulsfjarðarbraut á þeim köflum þar sem lýsingu hefur skort. Er áætlað að verkinu verði lokið i nóvember i haust samkvæmd samn- ingi sem Orkubúið hefur gert við Vegagerð ríkisins en það er Vega- gerðin sem kostar framkvæmd verksins. Áætlað er að reistir verði 34 staurar á 1700 metra kafla og á verkið að kosta rúmar tvær milljón- ir. Má þvi segja með noltkrum sanni að bjartari timar séu framundan i samgöngum innanbæjar á Isafirði. Skutulsfjarðarbraut. Bjartara framundan. Jakob Jakobsson fiskifræðingur í pontu. Fisk veiðistefna: Fjörugur fundur í Hnífsdal Almennur fundur um fiskveiði- mál var haldinn i Félagsheimilinu í Hnffsdal mánudagskvöld sfðastlið- ið. Á fundinn mættu til framsögu þeir Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur og Halldór Ásgrimsson sjávar útvegsráðherra. Gffurlegt fjöl- menni var á fundinum og talið að tæplega 400 manns hafi mætt til hans. Jakob Jakobsson talaði um fiskifræði og þær forsendut sem aflaspár Hafrannsóknarstofnunar eru byggðar á, hann rakti hugsan- legar ástæður fyrir sveiflum í afla frá sjónarhóli fiskifræðinga. Hall- dór Ásgrímsson talaði um nauðsyn þess að hafa stjórn á fiskveiðum og varði kvótakerfið. Að því búnu hófust umræður og tóku margir fundarmanna til máls. Má þar nefna Jón Pál Halldórsson, Kristján Jónasson, Halldór Her- mannsson, Einar Kr. Guðfinnsson, Einar Garðar Hjaltason og Svein- bjöm Jónsson. Urðu umræður fjörugar á köfl- um og sýndist sitt hverjum, var hart deilt á ráðherra vegna kvótakerfis- ins og framkvæmdar á þvi. í heild var fundurinn mjög fróðlegur og gagnlegur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.