Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 3
vestíirska rRETTABLADID Plata á leiðmni frá Ásthlldi: Sokkabandsárin Á næstunni er væntanleg á mark- aðinn plata með frumsömdum lög- um eftir Ásthildi Þórðardóttur. Platan er tekin upp í stúdfói Nema, Glóru í Hraungerðishreppi, undir umsjón Heiga Kristjánssonar frá Selfossi. Með Ásthildi á plötunni leika þekktir hljóðfæraleikarar og má þar nefna menn eins og Ásgeir Óskarsson á trumbur, Tryggva Hiibner og Þorstein Magnússon á gftar og Rúnar Georgsson á saxó- fón. Mikil vinna hefur verið lögð f að gera plötuna sem best úr garði og hafa upptökur staðið yfir siðan snemma i sumar með hléum. Platan ber nafnið Sokkabandsárin. Ásthddur Þórðardóttir, tónskáld og textahöfundur. Við spurðum Ásthildi um nafnið á plötunni. „Flest lögin á henni eru samin á þeim árum þegar hljómsveitin Sokkabandið var starfandi hér. Þetta er hlutur sem mig hefur lengi langað til þess að gera og ákvað að demba mér í þetta, auðvitað er þetta dýrt, þetta kemur verulega við pyngjuna, en ég er bjartsýn á að geta náð inn fyrir kostnaði að mestu leyti. Þór hf ætlar að annast útgáfu á plötunni fyrir mig og þeir eru með dreifingarsamning við Skífuna. Platan er væntanleg á markaðinn 20. október næstkomandi. Ég hef fengið mikinn meðbyr frá öllum sem hlut eiga að máli, þrátt fyrir að sumum hafi kannski fundist skrýtið að kona á þessum aldri skyldi taka upp á svona nokkru, þá hefur fólki almennt litist vel á þetta. Það hefur verið alveg yndislegt að fá að vinna með þessum atvinnumönnum í músíkinni. Að lokum sagðist Ásthildur bara vona að fólk tæki þessu vel og veitti sér stuðning. Þorsteinn Gaiiti Sigurðsson með tónleika: * _ ____________________ I Bolungarvík og á Flateyri Þorsteinn Gauti Sigurðsson fæddist í Borgarfirði árið 1960. Nfu ára gamall byrjaði hann að læra á pianó f Tónmenntaskóla Reykja- vfkur. Eftir fjögurra ára nám þarfór hann i Tónlistarskólann og var nemandi Halldórs Haraldssonar pfanóleikara. Einleikaraprófi lauk Þorsteinn Gauti frá skólanum 1979. Þaðan lá leiðin til New York. Þar nam hann fyrst hjá Eugene List og sfðar hjá prófessor Sascha Goro- dnitski f Juilliard tónlistarskólan- um. Síðar var Þorsteinn Gauti nemandi prófessors Guido Agosti f Róm. Nú er hann búsettur f Banda- rfkjunum. Á námsárum sínum við Tónlist- arskólann f Reykjavík kom Þor- steinn Gauti oft fram á vegum skólans. Þar að auki lék hann í út- varpi og sjónvarpi. Nokkrum sinn- um hefur hann leikið með Sinfó- níuhljómsveit fslands og árið 1983 á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu. f febrúar síðastliðnum lék Þor- steinn Gauti 2. píanókonsert Prokoffievs með Sinfóníuhljóm- sveit íslands við mikinn fögnuð á- heyrenda. Þorsteinn Gauti hefur komið fram í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkj- unum auk tónleika á eigin vegum hérlendis. Eftir tónleikaferð þá sem nú stendur yfir, mun Þorsteinn Gauti ekki halda fleiri einleikstónleika fyrr en í október 1986 í aldarminn- ingu Franz Lizsts. f júní 1985 fékk Þorsteinn Gauti úthlutun úr Tón- listarsjóði Ármanns Reynissonar til undirbúnings þeirra tónleika. í mai á næsta ári mun Þorsteinn Gauti leika 4. píanókonsert Beethovens með fslensku hljómsveitinni. Hljómleikamir verða laugardag 5. október kl. 17:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur og sunnudag 6. október kl. 17:00 í samkomusal Hjálms. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Chopin, Liszt og Stravinsky. Myndllstarfélagið á Isafírði; Samsýning á Hótelinu f dag 3. október kl. 16:00 verður opnuð á Hótel ísafirði samsýning félagsmanna f Myndlistarfélagi ísafjarðar. 15 félagar taka þátt í sýningunni að þessu sinni, og eru flest verkanna til sölu. Myndlistarfélag fsafjarðar hyggst standa fyrir myndlistar- námskeiði og er áætlað að það hefjist 7. október og standi í 5 vikur ef næg þátttaka fæst. Kennt verður 3 kvöld í viku og er áætlað náms- gjald 1.500 krónur. Kennarar verða Pétur Guðmundsson, Lára Gunn- arsdóttir og Jón Sigurpálsson. Margir fást við myndlist i tóm- stundum, mynd eftir Vil- berg Vilbergs- son. FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Urðarvegur 50, raðhús, 2X902. Aðalstræti 20, 3ja herb. íbúð á 2. hæð og 2 herb. ibúð á 4. hæð. Tilb. undirtréverkog málningu. Hlíðarvegur 5, 3ja — 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Selst ódýrt með góðum kjörum. íbúðin er laus. Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á 1. hæð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. hæð, tilbúin undir tréverk og málningu. Hlíðarvegur 35,3 herb. íbúð á 1. hæð. Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- ara. Laus fljótlega. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. BOLUNGARVÍK: Skólastígur 12, 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Tbúðin er laus og selst með góðum kjörum. Skólastígur 12, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Hóll II, einbýlishús ásamt stórri lóð. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguleg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðarbraut 8, einbýlishús úr timbri, kjallari, hæð og ris. ARNARGEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 Stroganoff strimla á sérlega góðu verði. 0§li SUIMDSTRÆTI 34*4013 don cano Fallegar, hlýjarog á viðráðanlegu verði Fóðurog ytrabyrði úr 100% Polyamid NÝTT, ÞRÆLSTERKT EFNI Stoppaðar með Holofill Fiber Stærð 6— 8 kr. 3.150 Stærð 10— 14 kr. 3.310 Stærð XS— L kr. 4.550 I SFORTHLAÐAN hf. SILFURTORG11 400 ÍSAFIRÐI SÍMI 4123

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.