Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.10.1985, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 10.10.1985, Síða 1
40. tbl. 11. árg. vestfirska 10. okt. 1985 FRETTABLASIS STRANDFLUTNINGAR Símar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 MS MANAFOSS Á iSAFIRÐt AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA Nú eiga allir leið í BOLUNGARVÍK eftir nýja veginum! NÝTT GRÆNMETI <> FERSKTR ÁVEXTIR Lítið á kjötborðið okkar það bregst aldrei! SinarffiAðfjinnsson k £ £<W 7200 - lfl$ Sol uncja’iúíb Óvenjumikíd af seiðum — Hafrannsókn leggur til að veiðar hefjist ekki fyrir áramót Hafrannnsóknarstofnun hefur að undanfömu gengist fyrír seiða- rannsóknum á rækjumiðum i ísa- fjarðardjúpi. Þeim er nú lokið f bili og eru niðurstöður þær að hér sé um að ræða annað mesta seiðaár síðan rannsóknir hófust. Guðmundur Skúli Bragason sem veitt hefur þessum rannsóknum forstöðu sagði að Hafrannsóknarstofnun myndi leggja til að rækjuveiðar í Djúpinu hæfust ekki fyrr en eftir áramót. Guðmundur Sagði að allt að 7700 seiðum hefði fengist á togtfma en viðmiðunarmörkin væru tæplega 1900 seiði. Mörkin eru lægri en ella vegna þess að óvenju hátt hlutfall er af seiðum frá fyrra árí. Guðmundur sagði að hér væri um að ræða bæði þorsk og ýsuseiði, og stæðu seiðin frá fyrra ári dýpra en yngri seiðin væru á grunnslóð. Hann sagði að geysilega mikið væri af ungfiski í öllu Djúpinu. Mikil rækja væri í Inndjúpi og hefðu fengist allt að 540 kíló á togtíma þar en 300 kíló í Jökulfjörðum mikið er af ungrækju á svæðinu en eins og er stendur rækjan öll í Inndjúpinu, verður ekki vart við hana fyrir utan Vatnslaust — í 15 daga af hverjum 100 Það kom fram í Vestfirska Fréttablaðinu nú fyrir hálfum mán- uði að veríð værí að vinna að undir- búningi nýrrar vatnsleiðslu á Isa- firði. Leiðsla þessi mun gera það að verkum að mun meira vatn berst til bæjaríns, en ekki mun veita af, þvf algengt er að upp úr klukkan tvö á daginn fari að gæta vatnsleysis á neðrí hluta eyrarínnar. Blaðið hafði samband við Viggó Norðkvist hjá Niðursuðuverk- smiðjunni og sagði hann að vinnu- tap vegna vatnsleysis væri orðið mjög mikið á þessu ári. Sagði Viggó að þegar hefðu tapast hluti af tutt- ugu og sex dögum. Það þýddi að vatnslaust væri að meðaltah fimm- tán daga af hverjum hundrað vinnudögum. Það er ljóst að tap af þessum völdum mun vera þó nokkuð á þessu ári, og er það ekki einstakur atburður, heldur mun þetta vera svo á hverju ári. Blaðið hafði einnig samband við Ingu Rut Olsen hjá O.N. Olsen og kom fram hjá henni að nokkur brögð hefðu verið að því að hætta þyrfti vinnu vegna vatnsleysis, en ekki meira í sumar en áður. Skemmdarverk — Spjöll unnln á Pósthúslnu L Á sfmstöðinni á ísafirði hefur fram að þessu veríð hægt að fara inn í anddyríð fram að miðnætti á virk- um dögum til þess að fara i póst- hólfin og nota sjálfsalasfma sem þar er. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að fá fólk til þess að umgangast þessa þjónustu. í síðustu viku voru unnin spjöll i anddyrinu i annað skiptið á tiltölulega stuttum tíma. Gerðar voru rispur á veggi og hluti veggklæðningar rifinn af. Krist- mann Kristmannsson stöðvarstjóri hjá Pósti og Síma sagði að ef þess- um skemmdarverkum linnti ekki sæju þeir sig tilneydda til þess að loka þessari þjónustu á kvöldin um leið og simstöðinni. Vf. finnst að það hljóti að vera erfitt að halda uppi þjónustu ef fólkinu sem á að nota hana er ekki treystandi fyrir því að umgangast dauða hluti án þess að vinna til- gangslaus skemmdarverk á þeim. Æðey og ögurhólma. Guðmundur sagði regluna vera þá að seiðin leiti úr Inndjúpinu eftir áramót, það hefði að vísu ekki gerst í fyrra en það hefði líklega orsakast að ó- venjulegum hlýindum. Guðmund- ur sagðist reikna með að ráðuneyt- ið færi að tillögum þeirra, þeir hefðu yfirleitt gert það. Seiðarann- sóknir hafa einnig farið fram í Amarfirði og urðu þar svipaðar niðurstöður, gott ástand á rækju- stofninum en mjög hátt hlutfall af seiðum í aflanum. Einar Hreinsson sem er í forsvari fyrir rækjusjómenn við Djúp sagði að það hefðu ekki komið til þeirra niðurstöður úr þessum rannsókn- um, fyrirhugaður væri fundur um helgina með fulltrúum frá sjávar- útvegsráðuneytinu þar sem þessi mál yrðu rædd. Hann sagði að sjó- menn vildu láta fylgjast vel með þessum málum ef vera kynni að hægt væri að veiða einhverja rækju fyrir áramót. Að vísu benti allt til þess að það yrði ekki leyft en aðal- atriðið væri að fylgjast gaumgæfi- lega með framvindu mála. Á föstudag kom tíl ísaf jarðar grænlenski rækjutogarínn Tasiilaq sem er stærsta skip sem hefur veríð smiðað fyrir Græn- lendinga. Tasiilaq er 1377 brúttólestir að stærð, 70 metra langt og 14,5 metra á breidd. Aðalvél skipsins er 3180 hestðfl. Það er smfðað í Danmörku og er sérstaklega styrkt til siglinga f fs. 30 manna áhöfn er um borð og skipstjórí er Bo Basse Mort- ensen. Hámarksganghraði er rúmar 15 sjómílur. Þingeyri: Nýtt dagheímili Nýtt dagheimili fyrir 40 böm er í byggingu á Þingeyri og er gert ráð fyrir að byggingin verði fokheld í byrjun nóvember. Auk byggingar dagheimilis hefur verið unnið tals- vert að lagfæringu gatna á Þingeyri í sumar. Steyptar hafa verið gang- stéttir og ýmsar lagfæringar fram- kvæmdar, og lokið við frágang í kringum verkamannabústaði sem voru teknir í notkun seint á síðasta ári. Verið er að taka í notkun á Þingeyri 50 tonna hafnarvog sem leysir eldri vog af hómi. Næg at- vinna hefur verið á Þingeyri og hafa þeir getað miðlað fiski á stað- ina í kring. Tveir togarar eru gerðir út frá Þingeyri. Sláturhúsið er nú komið í fullan gang en nokkuð erf- iðlega gekk að manna það og er það að hluta mannað aðkomufólki úr nærliggjandi sveitum. Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri sagði í samtah við Vf. að vel hefði gengið að manna skólann í haust. Ráðinn hefði verið nýr skólastjór Borgný Gunnarsdóttir, hún gegndi áður kennslu við skól- ann á Þingeyri. Nýtt skip Nýtt skip bættist í flota Vestfirð- inga á dögunum. Það er 37 tonna bátur sem áður var gerður út frá Húsavík og hét þá Skálaberg. Verður hann gerður út frá Flateyri og hefur hlotið nafnið Jónína IS- 93. Skipstjóri verður Guðmundur Helgi Kristjánsson og er hann jafnframt einn af eigendum bátsins ásamt þeim Hinrik Kristjánssyni og Guðmundi Njálssyni. Hann sagði í viðtali við Vf. að þeir væru bjart- sýnir á að útgerðin gengi vel. Að visu væri báturinn búinn með þann kvóta sem honum var úthlutað í upphafi ársins, en þeir hefðu orðið sér úti um kvóta til þess að brúa bilið fram að áramótum. Báturinn verður gerður út á línu og snurvoð og mun hann hefja veiðar einhvem næstu daga. Útgerð á Bíldudal Frá því að Sölvl Bjamason, tog- arí Bllddælinga var seldur á nauð- ungaruppboði i haust, hefur verið frekar rólegt yfir atvinnulífinu á Bfldudal. Þó hefur teldst að halda uppi vinnu i frystihúsinu með þvi að kaupa fisk af aðkomubátum. Nú hefur verið stofnað nýtt út- gerðarfyrirtæki á Bíldudal og eru Fiskvinnslan h.f. og sveitarfélagið stærstu hluthafar. Hefur félagið í hyggju að kaupa Sölva Bjamason aftur, en hann er nú eins og stendur uppi í slipp. Það myndi að vísu ekki bjarga atvinnuástandinu fyrir ára- mót því að togarinn er þegar búinn með sinn kvóta. Því hefur félagið í hyggju að kaupa lítinn línubát sem yrði gerður út til þess að brúa bilið fram að áramótum. Að sögn Jakobs Kristinssonar framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar standa viðræður yfir við Fiskveiðasjóð sem er nú- verandi eigandi Sölva Bjamasonar. Ekki er hægt að segja um það að svo stöddu hvenær af kaupunum verður. Bónus Viðræður um nýja bónussamn- inga sem hófust á dögunum milli fulltrúa Alþýðusambands Vest- fjarða og Vinnuveitendafélags Vestf jarða báro ekki árangur. Að- eins var haldinn einn fundur, þar buðu vinnuveitendur uppá sama samning og Verkamannasamband undirrítaði nýlega ásamt VSl. Al- þýðusambandið neitaði og hefur ekki veríð boðaður annar fundur. F.kki er Ijóst hvort Alþýðusamband Vestfjarða hyggur á einhvers konar verkfallsaðgerðir. 1 ráði mun að kanna hug meðlima sambandsins gagnvart því. Hugsanlegt samflot ASV með Norðlendingum mun ekltí hafa veríð rætt í neinni alvöru en gætí þó veríð hugsanlegt.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.