Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.10.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 10.10.1985, Blaðsíða 2
VBStíÍfÍÍH 1 rRETTABLADIS Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. spyr: Ertu búinn að taka slátur? Jónas Tómasson Nei, en ég ætla að taka eitthvað. Annars er skólinn að byrja svo við tökum líklegast ekkert fyrr en í enda sláturtíð- ar Slgmundur V. Garðarsson Nei, ég rækta það sjálfur. Jóhann Torfason Nei, ég læt mömmu sjá um það. Guðjón Þorstslnsson Nei, ég ætla ekki aö taka. Smárl Haraldsson Já, ég tók slátur Óskalistinn Bæjarráð ísafjarðar átti árlegan fund sinn með fjárveit- inganefnd Alþingis s.l. þriðjudag. Þar var lagður fram óskalisti bæjarstjórnar um framkvæmdir næstu ára og kostnaðarþátttöku ríkisins í þeim. Óskalistinn í heild kost- ar vel á þriðja hundrað milljónir króna og var hann ræddur á 40 mínútum. Þótti ýmsum það knappt, og var þó tvöfald- ur sá tími, sem fjárveitinganefnd ætlaði ísfirðingum. Á óskalistanum kennir ýmissa grasa, en uppúr stendur þó draumurinn um nýtt íþróttahús. Til eru byggingarteikn- ingar að húsinu, sem er ætlað að standa á Torfnesi, við íþróttavöllinn, þar sem áhaldahús bæjarins stendur nú. Álllangt er síðan samningar um kostnaðarþátttöku ríkisins voru gerðir. Ríkið mun bera 59,8% kostnaðar við bygging- una, en bæjarsjóður 40,2%. Heildarbyggingarkostnaður- inn samkvæmt verðlagi í september s.í. er áætlaður verða 85 milljónir króna.. Fjórðungssjúkrahúsið er nú búið að vera í byggingu í 10 ár, en þar áður hafði verið unnið að undirbúningi verks- ins og hönnun í 5 ár. Fjórði áfangi hússins er nú í smíðum, og er búist við verklokum þar í apríl 1987. Um er að ræða handlækningadeild, skurðstofu, gjörgæslu, eldhús, þvott- ahús o.fl. Tækin í þennan áfanga kosta um 40 milljónir króna. Þegar honum er náð er enn eftir að innrétta lyfj- adeild og fjórðu hæð sjúkrahússins fyrir um 25 milljónir króna. Af þessum kostnaði kemur 85% á reikning ríkisins, en heimamenn, greiða 15%. Aðrar stórar tölur á óskalistanum eru: 25 milljónir til vatnsveituframkvæmda og 40 milljónir til grunnskólabygg- inga. Áframhaldandi uppbyggingu hafnarmannvirkja og ýmissa íþróttamannvirkja, kaup á slippbraut M. Bernharðsson hf. skipasmíðastöðvar, landbyltingar, sjóvarnargarðar, snjóflóðavarnir o.fl. Er þar einnig rétt að nefna byggingar, sem í gangi eru á vegum ýmissa aðila á ísafirði, svo sem söluíbúðir fyrir aldraðra, tónlistarskólahús og stjórnsýsl- uhús. Allt það sem hér hefur verið talið eru verkefni, sem til framfara horfa og þurfa að vinnast. Gallinn er hinsvegar sá, að oft ræður tilviljun hvaða verkefni eru tekin fyrir hverju sinni. Bæjarstjórn ísafjarðar hefur ekki gert áætlun um forgangsröð verkefna eða framkvæmdaáætlun til lengri tíma. Þess vegna er ástæða til að óttast það að á næstu mánuðum, muni bæjarfulltrúar ákveða að fara í dýrar framkvæmdir um efni fram, til að freista þess að auka vinsældir sínar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor, og stofna þannig völtum fjárhag bæjarsjóðs í enn frekari voða. W Tölvunámskeið á Isafirði Dagana 17. — 20. október heldur Tölvufræðslan ýmis námskeið á ísafirði IBM-PC Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun IBM-PC. Kennd eru undirstöðuatriði við notkun tölvunnar, MS-DOS stýrikerfið, rit- vinnslukerfin WORD og IBM-Writing Assistant, töflureiknirinn Multiplan og gagnasafnakerfið D-base n. Leiðbeinandi dr. Kristján Ingvarsson, verkfræðingur og Yngvi Pétursson menntaskólakennari. Fimmtudag 17. okt................... Fcstudag 18. okt.................... Laugardag 19. okt................... Sunnudag 20. okt.................... kl. 13.00—16.00 kl. 9.00—12.00 kl. 9.00—12.00 kl. 9.00 — 12.00 Unglinganámskeið Byrjendanámskeið fyrir unglinga á aldrinum 12 til 15 ára í notkun tolva og forritun í Basic. Tilvalið námskeið fyrir þá sem eiga heimilistölvu og vilja nota tölvuna til þess að leysa verkefni í náminu. Leiðbeinandi Sigurður Richardsson, tölvukeimari við Iðnskólann. Fimmtudag 17. okt..........kl. 17.00 — 20.00 Föstudag 18. okt...........kl. 17.00 — 20.00 Laugardag 19. okt..........kl. 13.00 — 16.00 Sunnudag 20. okt...........M. 9.00 — 12.00 Tölvunámskeið fyrir fullorðna Gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið fyrir fólk á nllnm aldri. Kennd eru grundvallaratriðiviðnotkuntölva, forritun í Basic, ritvinnsla með tölvu, notkun töflureikna og gagnasafnákerfa. Leiðbeinandi Sigurður Richardsson, tölvukennari við Iðnskólann. Fimmtudag 17. okt............M. 20.00 — 23.00 Föstudag 18. okt.............M. 20.00 — 23.00 Laugardag 19- okt............M. 16.00 19.00 Sunnudag 20. okt.............M. 13.00 16.00 Tölvunámskeið fyrir stjórnendur frystihúsa Námskeiðið kynnir vel notkun einkatölva og algengan notend- ahugbúnað. Kynnt er nýtt forrit sem starfsmenn Háskóla Is- lands hafa hannað í samvinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðadeild Sambandsins. Leiðbeinandi dr. Kristján Ingvarsson, verkfræðingur og fyrir- lestur heldur Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Há- skóians. Laugardag 19. okt................ M. 13.00 — 17.00 Sinmudag 20. okt. ............... M. 13.00 —16.00 Innritun á námskeiðin fer fram hjá Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Hafnarstræti 2 í síma 3123 Fylgistmeð tímanum ognotið einstakt tækifæri til þess að læra á tölvu Tölvufræðslan

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.