Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Side 1
41. tbl. 11. árg. vestíirska 17. okt. 1985 FRETTABLASIS Umboð Flugleiða á Vestfjörðum Patreksfjörður: Laufey Böðvarsdóttir, sími 1133 Tálknafjörður: Helga Jónasdóttir, sími 2606 Bíldudalur: Eyjólfur Þorkelsson, sími 2126 p. . ... ciC\ID Þingeyri: Davíð Kristjánsson, sími 8117 •LU\jLEltJlr\ TÍSKUSÝNINGÍf í ER í KVÖLD KL. 22.0< s IRPA, GULLAUGA, SIGGA ÞRASTAR OG Verslunin Cfsiiá ísafiröi sími 3103 Flaug í fuglager — Varð að hætta við lendingu Föstudaginn 11. október sfðast- liðinn var Fokker Fríendship flugvél frá Flugleiðum í aðflugi að ísa- f jarðarflugvelli. Flugvélin var kom- in á lokastefnu og átti eftir nokkur hundruð metra ófama að brautar- endanum þegar fuglahópur sem setið hafði í hlíðinni fyrir neðan tók sig upp og flaug beint í veg fyrir vélina. „Ég veit ekki hvað við drápum marga“, sagði Karl Karlsson flug- stjóri í stuttu spjalli við Vf um þennan atburð. „Við drógum úr lækkuninni þegar við sáum hvað verða vildi og þegar við vorum komnir í gegnum hópinn var orðið of seint að lenda, svo að við á- kváðum að fljúga yfir og taka ann- að aðflug. Það segir sig sjálft að svona nokkuð getur verið alveg stór- hættulegt. Það kom einn fugl í rúðuna hjá okkur og skemmdi þurrkublöð og festingar. Flugvélin er á um það bil 200 km hraða í aðfluginu þannig að fullorðinn mávur sem lendir á henni getur veitt geysilega þungt högg.“ „Þetta er sosum ekki í fyrsta skipti sem þetta skeður,“ sagði Grímur Jónsson starfsmaður Flug- málastjómar. „Þetta er náttúru- lega alveg stórhættulegt, það er tímaspursmál hvenær verður slys af þessu,“ sagði Grímur. Það er í verkahring starfsmanna Flugmálastjómar að sjá um að brautin sé hrein þegar flugvélar lenda, en í þessu tilfelli var um að ræða fuglahóp sem sat út á hlíðinni nokkuð langt fyrir utan flugvöllinn. Það þarf enginn að efast um þá stórhættu sem stafað getur af þessu og atburðir sem þessir ættu að vera mönnum þörf áminning um að gera einhverjar ráðstafanir áður en slys hlýst af. Stöðug hætta er af vaxandi fjölda fúgla í nágrenni flugvallarins Anðbjörg SU 37 í ísafjarðarhöfn. Rækjustödin í útgerð Rækjustöðin hf á ísafirði festi nýlega kaup á helmingnum í Auð- björgu SU 37. Það em útgerðar- menn á Eskifirði sem eiga hinn helminginn. Báturinn er keyptur frá Grindavík og er hér um að ræða 80 tonna tréskip smíðað í Svíþjóð fyrir 40 ámm, sem var endurbyggt 1962. Að sögn Guðmundar Agn- arssonar hjá Rækjustöðinni hf er gert ráð fyrir að skipið stundi rækjuveiðar frá ísafirði á sumrin en verði gert út á venjulegar fiskveiðar frá Austfjörðum á vetmm. Til greina kemur að skipið fari til humarveiða í vor áður en rækju- vertíð hefst. Guðmundur sagði að í ráði væri að gera nokkrar breyt- ingar á skipinu til þess að búa það undir rækjuveiðar á vori komanda, hann kvaðst þó ekki reikna með því að Auðbjörg færi til rækjuveiða i haust, væntanlega yrðu það hefð- bundnar fiskveiðar frá Austfjörð- um eftir áramótin. Skipstjóri á Auðbjörgu hefur ekki verið ráðinn enn. verslun Á mánudaginn opnaði á Isafirði útibú frá versluninni Fatalagernum í Reykjavík. Fyrst um sinn mun aðeins vera verslað með fatnað í þessu nýja útibúi, en fljótlega mun bætast þar við gjafavömr og annað smálegt. Verslunarstjóri er Jónína Olsen, og sagði hún aðspurð að verslun þessi væri svipaðs eðlis og Hagkaup, og leitast væri við að hafa svipað verð og þar, einnig svipuð gæði. Jónína sagði talsvert um það að fólk kæmi að skoða, og sagðist hún ekki i neinum vafa um að verslun sem þessi gæti borið sig á ísafirði. Verslunin er staðsett á Mánagötu 1. Atvinmileysi blasir við — á Suðureyri Vemlegir erfiðleikar em fyrirsjá- anlegir i atvinnumálum á Suðureyri f haust. Togari Súgfirðinga, Elin Þorbjaraardóttir er uppi f slipp f Reykjavík og er reiknað með að viðgerð taki rúman mánuð. Elfn má heita búin með sinn kvóta, þannig að það er ekki reiknað með að hún beri mikinn fisk að landi það sem eftir er ársins. Sigurvon sem gerð Firmakeppni Golfklúbbs !sa- fjarðar lauk laugardaginn 28. sept. siðastliðinn. Mjög góð þátttaka var og létu alls 65 fyrirtæki skrá sig til keppni. Það nýmæli var haft á framkvæmd keppninnar að 4 efstu fyrirtækin vom látin keppa til úr- slita. Leiknar vom 9 holur og urðu úrslit þau að sigurvegari varð Þórir Sigurðsson en hann keppti fyrir Flfsina sf, hann lék 9 holur á 43 höggum. ! öðra til þriðja sæti urðu þeir Arnar Baldursson sem keppti hefur verið út á snurvoð hefur lítinn kvóta. Valdimar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri sagði að það væri ekkert nema atvinnuleysi framundan ef ekki rættist úr kvótamálum. Hann sagði að fyrir- tækið stæði höllum fæti þó svo að ekki væra þessi vandræði með kvótann. „Það er verið að selja fyrir Vélsmiðjuna Þór hf, og Guð- jón Þorsteinsson sem lék fyrir Tannlæknastofuna. Þeir léku báðir á 45 höggum. I f jórða sæti varð svo Jón Baldvin Hannesson sem keppti fyrir O.N. Olsen, hann lék hringinn á 48 höggum. Stjóra Golfklúbbs Isafjarðar vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrirtækja sem létu skrá sig f keppnina og þakka þeim veittan stuðning. kvóta fyrir hálfvirði fisksins,“ sagði Valdimar, „okkur hefur verið boð- inn kvóti fyrir 5 til 6 krónur kílóið. Það ætti að banna þessar sölur á kvótanum, þeir sem eiga kvóta og nota hann ekki ættu ekki að hafa leyfi til þess að selja hann. Það ætti að auka við kvótann um 10 prósent fram að áramótum, það er alveg hægt og menn ættu að berjast fyrir því. En kvótasöluna á að banna, þar era menn að braska með verð- mæti sem þeir eiga ekki. Það er eins og að verðleggja loftið. Valdimar sagði að það væri ekki búið að segja neinum upp ennþá, sá fiskur sem kemur í land af trill- unum og Sigurvoninni hefur nægt til þess að halda uppi fullri vinnu. En búast má við að trillumar fari að hætta þegar gæftir verða stop- ular. „Við verðum að fara að búa okkur undir það að segja upp fólk- inu, „sagði Valdimar að lokum. Kynnlng á skóla- starfl Kynningaraefnd Kennarasam- bands tslands mun í samráði við menntamálaráðuneytið gangast fyrir sérstakri kynningu á almennu skólastarfi. Samþykkt var að velja laugardaginn 2. nóvember n.k. sem kynningardag í grannskólum lands- ins. 1 staðinn falli niður kennsla mánudaginn 4. nóvember, en kennt verði samkvæmt stundaskrá þess dags á laugardaginn. Markmið með slíkum degi er að kynna aðstandendum bama og öðrum það starf sem fram fer í grannskólum landsins og vinnuað- stöðu kennara og nemenda. Laugardagurinn er valinn til þess að sem flestir eigi möguleika á að koma í heimsókn. Geti skóli af einhverjum ástæð- um ekki komið því við að nota laugardaginn, hefur verið mælst til þess að mánudagurinn 4. nóvemb- er verði valinn í staðinn. Merki kynningardags verður af- hent öllum grannskólanemendum og er það jafnframt happdrættis- miði. Kjörorð dagsins er: Mennt er máttur. Firmakeppni

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.