Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 2
vestíirska 2 FRETTABLAEIE Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. I ininningu Matthíasar Yfir bunguvaxnar heiðamar upp frá botni Berufjarðar og Þorskafjarðar, rís tindur Vaðalfjalla, eins og fingur sem landið bendir til himins, og sést víða að. í hlíðinni, upp frá Þorskafirði í nánd Vaðalfjallanna er bærinn Skógar, eða réttara sagt var, því þar er enginn bær lengur. Þama er, svo sem flestum er kunnugt, fæðingarstaður Matthíasar Jochumssonar. í margra hugum mun nú minning Matthíasar tengd Ak- ureyri, þar er glæsileg kirkja, sem ýmsir munu tengja nafni hans, þó svo hafi ekki staðið til upphaflega, þar er Matt- híasarsafn og þar er minnisvarði hans í lystigarðinum. Þótt ég vilji á engan hátt minnka verðleika Norðlendinga, umfram það sem þeim ber, þá vildi ég þó minna á, að til breiðfirskra byggða hggja allar rætur skáldsins og þaðan er það sem „Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn.“ Nú hafa nokkrir velunnarar skáldsins gengist fyrir því í samvinnu við hreppsnefnd Reykhólahrepps, að Matthíasi verði reistur minningarsteinn í landi Skóga, og fengið leyfi þess erlenda sértrúarsafnaðar, sem nú eru eigendur og um- ráðamenn jarðarinnar, en létu af höndum af þessu tilefni blett, sem svarar til lítillar húslóðar. Minningarsteinninn er stuðlabergsdrangur úr Vaðalfjöllum, með ígreyptum minn- ingarskildi úr kopar og andlitsmynd skáldsins. Mér finnst MATAR- HORNIÐ Pottréttur með kanilhjörtum. Fyrir 5 manns. 6 hjörtu 2 laukar 4-6 gulrætur 250 gr. hvítkál 1 paprika 25 gr. smjörlíki 2 matsk. hveiti 1-2 tesk. kanill salt,pipar og karrý Hjörtun eru látin liggja í bleyti í 2 — 3 tíma eða lengur. Þau eru síðan þerruð og skorin í smábita sem eru brúnaðir í smjörlíkinu ásamt lauknum. Þetta er sett í pott og vatn yfir, kanillinn settur í og soðið í um það bil hálftíma, þá er allt grænmetið sett útí og soðið í hálftíma í viðbót. Kryddað með salti, pipar og karrý eftir smekk. Til þess að gera þetta enn betra má setja útí V* dós sveppi og 1 pela af rjóma. Borið fram með soðnum kartöflum eða hris- grjónum. Nú er sá árstfmi sem slátur- afurðir fást nýjar og ófrosnar f verslunum. Hér birtum við þvf nokkuð óvenjulega uppskrift sem hentar vel, að auki látum við fylgja uppskrift af fiskpott- rétti fyrir þá sem ekki vilja slát- urafurðir. Umsjón með matarhorninu hefur að þessu sinni Kristjana Sigurðardóttir. Fiskpottréttur. 1 stórt ýsuflak 1 sítróna 2 laukar lítið blómkálshöfuð 4 gulrætur 1 paprika 2 púrrur 200 gr. rækjur 25 gr. smjörlíki 1 ten. fiskikraftur 'A ltr. vatn Ýsuflakið er hreinsað, sítrón- an kreist yfir og látið standa meðan laukurinn og púrran eru brúnuð í feitinni, sett í pott sem fiskkraftur hefur verið leystur upp í ásamt öllu grænmetinu. Grænmetið laukurinn og púrr- an látin sjóða í 15 mínútur undir loki. Skerið fiskinn í smástykki og setjið örlítið vatn á pönnu og látið suðuna aðeins koma upp á fisknum. Kryddað með svörtum pipar. Fiskurinn er síðan settur í pottinn með grænmetinu ásamt rækjunum, látið sjóða í 5 — 10 mín. Þennan rétt má krydda eftir smekk, borið fram með hrísgrjónum og brauði. fara vel á þessu og vona að drangurinn verði sem minnst snyrtur. Um föður sinn segir Matthías: Hið innra var máttugt, auðugt og hlýtt, hið ytra var hrufótt og stórt og grýtt. Ég hygg að margir eðhsþættir Matthíasar hafi verið frá föður hans og blandaðir með leiftrandi gáfum og göfgi Þóru í Skógum hafi skapast sá tindur í íslenskri menningarerfð, sem gnæfir yfir umhverfi sitt, líkt og Vaðalfjölhn yfir heiða- bungumar í kring. Lengi framan af átti Matthías lítilli hylli að fagna meðal Akureyringa nema nokkurra tryggðavina. Þetta breyttist er á leið ævina, og mun húnvetningurinn Guðmundur Hannes- son læknir, hafa átt drjúgan þátt í því, en undir ævilokin var haxm orðinn stolt staðarins, og þegar ákveðið var að gera af honum brjóstmynd þá sem stendur í lystigarðinum, safnaðist á skömmum tíma svo mikið fé að af varð talsverður afgang- ur, og var af honum stofnaður minningarsjóður um þjóð- skáldið. Þótt minningarsteinn sá, sem reisa á í landi Skóga á 150 ára fæðingardegi hans, sé smærri í sniðum en brjóst- myndin á Akureyri, þótti þó forystumönnum verksins rétt að leyfa almenningi að sýna hug sinn til skáldsins, með því að gefa mönnum kost á að leggja fram eitthvert fé til verksins og hafa gert ráðstafanir í því efni. Það er svo stundum með afburðamenn, að fleiri en einn vilja eigna sér þá, en við Breiðfirðingar og Vestfirðingar, eigum þó frumburðarréttinn, og hann látum við ekki af hendi. Og þess má minnast að það voru Flateyingar, ásamt Sumarliða gullsmið í Æðey, sem lögðu fram fé til að kosta Matthías til náms, og juku þar með möguleika hans til að ávaxta það stóra pund, sem hann hafði hlotið að arfi. Ætli að nokkumtíma hafi verið betur varið fé á fslandi. Hjörtur Hjálmarsson. Aðalfundur sóknarinnar Aðalsafnaðarfundur Isafjarðar- sóknar verður haldinn n.k. sunnu- dag 20. október að Hlíf og hefst að lokinni guðsþjónustu í Isafjarðar- kirkju sem verður á venjulegum messutíma kl. 14:00. Athygli sóknarbama skal sér- staklega vakin á því að nú eru gengin í gildi ný lög um kirkju- sóknir, safnaðarfundi, sóknar- nefndir og fleira, einnig ný lög um sóknargjöld. Er þar kveðið svo á um að sóknargjald manna skuli á- kvarðast af tekjum þeirra en ekki vera nefskattur svo sem hefur verið. f áðumefndum lögum em ný fyrirmæli um kosningu sóknar- nefnda, safnaðarfulltrúa og endur- skoðenda. Sérstök athygli er vakin á því að kjörtímabil núverandi sóknamefndar er úti og skal því á þessum fundi kjósa nýja sóknar- nefnd ásamt varamönnum. Á fundinum verður einnig rætt um nýja safnaðarheimilið að Sól- götu 1, og teknar ákvarðanir á hvem hátt skuli staðið að breyting- um þeim og lagfæringum sem þarf að framkvæma þar. Sóknamefnd vill hvetja alla, sem láta málefni kirkjunnar sig ein- hverju varða, til þess að mæta á fundinn. ATVINNA Starfsmaður óskast til starfa við almenna flugafgreiðslu á Isafirði. Upplýsingar gefur umdæmisstjóri í síma 3000. FLUGLEIÐIR Konfekt- kassar og dósir 1 miklu úrvali ra HAMRABORG HF. HAFNARSTRÆTI7 SÍMI3166 Þessum dálki er ætlað að birta fréttir um dauðsföll, jarðarfarir, giftingar, skírnir og merkisafmæli. Dálkar á borð við þennan voru fastur og ómissandi þáttur í gömlu bæjarblöðunum og þykir okkur því vel við hæfi að endurvekja þessa hefð, nú þegar Vf. hefur öðlast ald- ur og þroska. Ætlunin er að dálur- inn eigi fastan sess i blaðinu öðru hverju. Því vttjum við hvetja les- endur blaðsins ttt þess að láta okkur vita af stórafmælum og þessháttar viðburðum sem gætu átt erindi í þennan dálk. Hjörtur Sturlaugsson bóndi í Fagrahvammi f. 7 apríl 1905 lést 30. júlí s.l. Útförin var gerð frá ísa- fjarðarkirkju 8. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Þorbjörg Jónsdóttir Sundstræti 26, Isafirði f. 9. október 1906, lést 4. september s.l. Útförin var gerð 14. september. Björk Birkisdóttir og Sverrir Halídórsson Grundargötu 6, Isa- firði, voru gefin saman í Isafjarð- arkirkju 10. ágúst. Þann 17. ágúst voru gefin saman Margrét A. Guðmundsdóttir og Konráð Þ. Magnússon Seljalands- vegi 67 og Sigríður Ólafsdóttir og Agnar Ebenezersson Hafraholti 44 Isafirði. Fyrstu áskriftar- tónleíkar Fyrstu áskriftartónleikar Tón- listarfélags ísafjarðar, verða föstu- daginn 18. október n.k. kl. 21.00, þá mun hollenski píanóleikarinn Will- em Brons, leika verk eftir Bach, Schubert, Honegger, Liszt og César Franck. Willem Brons er fæddur í Am- hem árið 1937. Hann stundaði nám í píanóleik hjá Karel Hilsum í Amsterdam, Vlado Periemuter í París og í Genf hjá Louis Hilt- brand. Hann hefur urmið til verð- launa fyrir leik sinn m.a. vann hann tvenn aðalverðlaun í alþjóðlegri keppni í Genf árið 1968. Hann hefur haldið tónleika víða í Evrópu og Japan. Willem Brons er nú einn af aðalkennurum við Sweelinck Con- servatorium í Amsterdam og meðal nemenda hans eru 2 ísfirðingar, þau Margrét Gunnarsdóttir og Vil- berg Viggósson. 1 vetur eru áætlaðir fjórir á- skriftartónleikar að venju og verða hinir auglýstir síðar. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta kr. 300,00, en kr. 150,00 fyrir nemendur. Félagsgjald fyrir starfsárið 1985-86 er ákveðið kr. 1.000,00 og er þá innifalinn 1 aðgangsmiði á alla fjóra áskriftartónleikana. Gjaldið óskast greitt til gjaldkera, Gunnlaugs Jónassonar, við fyrstu hentugleika. Á félagsskrá eru nú 62 nöfn. Mættu gjaman vera mun fleiri og era félagsmenn hvattir til að gefa stjóm upp nöfn þeirra, sem þeir teldu að áhuga hefðu á að bætast í hópinn. Isafirði, 12. október 1985 Tónlistarfélag Isafjarðar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.