Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 4
vestfirska 4 TRETTABLADID ísafjarðarkaapstaðnr Leikskólinn við Hlíðarveg Tvær stöður starfsmanna lausar til umsóknar. Um er að ræða 65% starfa eftir hádegi. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3185. Leikskólar — laus pláss Nú þegar er unnt að bæta við bömum á eftir- töldiun stöðum og tímum: Leikskóli við Hlíðarveg f. hádegi. Aldur: 3ja ára og eldri. Leikskóli í Hnífsdal fyrir hádegi og eftir há- degi. Æskilegur aldur: 3ja ára og eldri. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. ________________________Félagsmálastjórí: Starf aðalbókara er auglýst laust til umsóknar. Æskileg menntun í viðskiptafræði eða reynsla í bók- haldsstörfum. Góð laun í boði._________ Starf launafulltrúa og starf í bókhaldsdeild bæjarsjóðs eru auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. október n.k. Upplýsingar um ofangreind störf gefur undir- ritaður eða bæjarritari í síma 3722 eða á bæjar- skrifstofunum. Bæjarstjórí Þingeyrarhreppur Tilkynning til greiðenda fasteigna- gjalda í Þingeyrarhreppi Hér með er skorað á gjaldendur fasteigna- gjalda í Þingeyrarhreppi að greiða þegar gjaldfallin fasteignagjöld, ársins 1985 til skrifstofu Þingeyrarhrepps Þingeyri innan mánaðar frá birtingu auglýsingar þessarar, svo komist verði hjá nauðungaruppboðum samkvæmt lögum nr. 49 1951. ÞINGEYRARHREPPUR FLUGLEIÐIR Óska eftir að ráða umboðsmann á Suðureyri Upplýsingar gefur umdæmis- stjóri í síma 3000. FL UGLEIÐIR Aðalsafnaðarfundur Messað verður í ísafjarðarkirkju sunnudaginn 20. október kl. 2 e.h. Að aflokinni messu verður aðalsafnaðarfundur ísafjarðarsóknar haldinn í samkomusalnum í Hlíf. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning í sóknamefnd o.fl. Á fundinum verða kaffiveitingar á vegum Kvenfélags ísafjarðarkirkju. Sóknamefnd ísafjarðar Trúbadúrar á Trabant Hún Bergþóra er af vestfirsku bergi brotin eins og títt er um stórbrotið listafólk. Hún er dóttir Árna þess er auknefndur var gítar og var bróðir Ella í smjörlíkinu. Ættu þá allir ísfirðingar, að minnsta kosti innfæddir að kunna skil á því hvaða Bergþóru hér er átt við. Bergþóra Ámadóttir hefur í mörg ár skemmt bæði hérlendis og erlendis með vísnasöng. Hún hefur ekki aðeins komið fram sem sjálfstæður listamaður heldur var hún í allnokkur ár meðlimur í hljómsveitinni „Hálft í hvoru“ sem ferðaðist vítt um lönd og álfur og naut talsverðrar hylli. Allt tengist þetta starfsemi samtaka vísnavina sem hafa starfað um nokkurra ára skeið. Hafa þeir verið öðrum listamönnum duglegri að troða upp á vinnu- stöðum af margskonar tagi. Bergþóra segist hafa spilað og sungið í öllum frystihúsum á landinu, svo ekki sé minnst á aðra vinnustaði. Hún var hér á ferð fyrir skömmu ásamt Ola Nordskar, norskum vísna- söngvara, til þess að halda tónleika á skemmtistöðum og í skólum, en hún brá ekki þeirri venju sinni að koma fram á vinnustöðum. Við hlýddum á hana og Ola spila og syngja í kaffistofu Hraðfrystihússins í Hnífsdal. Þau mættu reyndar lítillega of seint, því að Trabant bifreið sem þeim hafði verið léð til fararinnar missti meðvitund á leiðinni, en þetta hafðist allt með góðra manna hjálp og þau sungu fyrir fólkið um ástina, lífið og níundu sinfóníu Beethovens. Eftir þennan stutta konsert settumst við niður með Bergþóru og Ola og reyndum að ræða við þau um tónlistina og ferðalagið og fleira. — Segðu okkur eitthvað frá þessu ferðalagi ykkar? „Það eru tveir dúettar á vegum vísnavina sem eru á ferð um landið, við Ola fórum austur um land frá Reykjavík en annar dúett fór norð- ur um land og austur, það eru þeir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og finnskur vísnasöngvari. — Geturðu sagt okkur eitthvað um það hvemig það er að spila á vinnustöðum. „Það er náttúrulega alveg meiri- háttar gaman, annars væri maður ekki að því, þetta eru frábærir á- heyrendur. Annars er það sama hvort það eru frystihús eða aðrir stóðum uppi á sementstæðu í hálf- byggðu húsi og spiluðum fyrir 5 manns, en við vorum 6 í hljóm- sveitinni. Seinna var ég á ferð um Snæfellsnes með Tryggva Hiibner og norskum fiðlara, þá héldum við vinnustaðatónleika fyrir einn. Hann sat og gerði við dekkið fyrir okkur á meðan, það hafði nefnilega sprungið. Hann var svo ánægður með konsertinn að hann gaf okkur aukaslöngu í kaupbæti.“ — Þegar hér er komið sögu hafa orðið ótal truflanir á samtali okkar, við sitjum ásamt fleimm í lítilli kaffistofu í frystihúsinu. Það er stöðug umferð, fólk kemur og fer sem þeir hafa fram að færa. Þetta leiðir svo oft til meira, Bubbi Morthens, hann hóf feril sinn á vísnakvöldum. „Við höfum nokkur tengsl við vísnavini á hinum Norðurlöndun- um og angi af þeim em samnorræn vísnamót, sem öllum meðlimum samtakanna gefst kostur á að taka þátt í, eitt slíkt var á Laugarvatni í sumar og var alveg æðislega vel heppnað, tónleikar bæði kvöldin frá kl. átta og framtil tvö eða þrjú. Annar árangur af svona sam- starfi er ferðalag eins og það sem við Ola emm í núna. Islenskir listamenn hafa líka farið um Farandsöngvarar nútímans feröast um á bflum. Þeir flytja ekki tónlist sína á götuhornum, en fara inn í fyrir- tækin til fólksins. Bergþóra Áma- dóttir sem hér sést á myndinni ásamt norska vísnasöng- varanum Ola Nordskar, segist hafa sungið í hverju einasta frystihúsi á landinu. vinnustaðir, fólk er yfirleitt svo á- nægt að fá einhverja tilbreytingu. Það væri alveg sama hvort það væmm við eða Billy Graham. „Það skeður náttúmlega ýmis- legt skemmtilegt á þessum ferða- lögum. Þegar ég var í „Hálft í hvom“ þá vomm við á ferðalagi um Snæfellsnes, þá var einn vinnustaðurinn sem við spiluðum á ennþá í byggingu, þannig að við og allir þurfa að segja sitt álit. Eftir einhverjum krókaleiðum berst þó talið loks að samtökum vísnavina og starfsemi þeirra. „Samtökunum er ætlað að stuðla að útbreiðslu og uppgangi tónlistar af þessu tagi. Það em haldin i Reykjavík vísnakvöld einu sinni i mánuði. Þar getur hver sem er fengið að koma fram. Menn geta flutt sitt eigið efni eða hvað annað Norðurlöndin og spilað og komið fram bæði i útvarpi og sjónvarpi. Ég hef farið með „Hálft í hvom“, og ég held bara svei mér þá að við séum þekktari, eða að minnsta kosti virtari þar en héma heima. — Hafa visnavinir starfað að einhverju marki úti á landsbyggð- inni. „Það var vist reynt héma á Isa- firði fyrir nokkmm ámm. Það er

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.