Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 17.10.1985, Blaðsíða 8
MYNDARAMMAR Myndarammar með gull- eða silfur lista Alrammar Trérammar Smellurammar með tæru gleri og möttu gleri 16 stærðir BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 ÍSAFIRÐI vcstfirska FRÉTTABLAÐIÐ 6 = ERNIR P Símar 3698 og 3898 1 ISAFIROI BÍLALEIGA Breytingar á Julíusi vestfirska wmsm hefur heyrt Að eigendur Arnarnessins hyggist láta breyta skipinu. Meðal þess sem á aö gera er að byggja yfir skipið og skipta um brú á því. Sagan segir að það eigi aö láta framkvæma breytingarn- ar í Skipasmíðastöö Marzel- líusar hf. Að fyrir dyrum standi for- stööumannsskipti í Bræðra- tungu. Fyrirhugaö mun vera aö Sigurjón Ingi Hilariusson sem gegndi starfi forstöðu- manns fyrsta árið komi aftur til starfa. Að til standi að fara að selja veitingar í Sundhöll fsafjarð- ar. Að fróttir um kúfiskverksmiðju á Suðureyri sem lesa mátti í Þjóöviljanum á dögunum, séu meira og minna úr lausu iofti gripnar. Meöal íbúa á Suður- eyri gengur þessi verksmiðja undir nafninu „Draumahöll- in” og eigandinn og fram- kvæmdastjórinn „Drauma- prinsinn". Að málverkin á Erró sýning- unni á fsafirði séu metin á þrjár milljónir króna. Að fyrirsjáanlegt sé að sjopp- um á ísafiröi fjöigi enn meir en orðið er. Sagt er að verulegur uggursé íþeim kaupmönnum sem hingað til hafa annast sjoppumarkaðinn. En neyt- endur ættu að geta hlakkað til því aö samkvæmt markaðs- lögmálum þýðir aukin sam- keppni, lægra verð og betri þjónustu. Um miðjan nóvember ncstkom- andi fer togarinn Júlfus Geir- mundsson utan til breytinga hjá fyrirtækinu Busumer Werft i Þýskalandi. Fyrirhugaðar eru breytingar á skipinu f þvf skyni að hægt verði að frysta aflann um borð. Skipið verður þó áfram útbúið til ísfiskveiða því hér verður eingöngu um að ræða heilfrystingu og þá að- allega á karfa og gráiúðu. Sett verða upp um borð frystitæki sem eiga að geta annað 30 tonnum af fiski á sólarhring, settar verða um borð hausunarvélar. Og hluta af lestarrými skipsins verður breytt í Hótel Djúpavík Það vakti nokkra athygli f vor þegar nokkrir bjartsýnismenn sett- ust að norður á Djúpuvfk og sögð- ust ætla að hefja þar hótelrekstur f gömlum vertíðarbragga. Þrátt fyrir hóflega vantrú flestra á þessu upp- átæki héldu þau sfnu striki og hó- telið var opnað með pomp og prakt f endaðan júnf í sumar. Nú þegar sumarið er á enda og snjór tekinn að setjast í fjöll slógum við á þráðinn tii Djúpuvíkur til þess að forvitnast um hvemig reksturinn hefði gengið. „Það hefur verið ó- hemju trafffk” sagði Barbara Ár- mannsdóttir ráðskona. „Við erum búin að taka á móti rúmlega 2000 manns í mat og gistingu fyrir utan alla sem hafa komið við og fengið sér kaffi. Við ætlum að hafa opið í vetur og reynum þá að bjóða upp á einhvers konar pakkaverð. Það yrði væntanlega að fara fram í gegnum Gjögur því að samgöngur á landi eru mjög erfiðar á vetuma. Aðstandendur fyrirtækisins sem stendur á bakvið hótelreksturinn á Djúpuvík, Magnús Hannibalsson, h/f, hafa fullan hug á að koma á fót einhvers konar atvinnurekstri í plássinu. Em uppi ýmsar hug- myndir um fiskverkun, einnig hafa komið fram áætlanir um að virkja ána sem rennur í gegnum þorpið. Þannig að hóteiið yrði sjálfu sér nægt með rafmagn. Hvað sem öllu líður var ekkert uppgjafarhljóð í hótelbændum og full ástæða til þess að hvetja þau til frekari átaka. frystiklefa. Einnig verða keyptar rækjuflokkunarvélar þannig að hægt verði að gera skipið út á út- hafsrækjuveiðar ef kvótinn klárast. Kristján Jóhannsson sagði í viðtali við Vf. að reiknað væri með að breytingamar tækju um það bil mánuð, búist væri við að skipið yrði komið heim rétt fyrir jól. Við spurðum Kristján hvort Júlíus yrði aflögufær með kvóta fyrst hann færi í slipp í heilan mánuð. Kristján vildi sem minnst um það segja en taldi að ef eitthvað yrði eftir af slíku yrðu eflaust engin vandræði að finna kaupanda. Þessi tölva skráir allar upplýsingam- ar. Rannsóknlr í Bakka- fossi 1 upphafi þessa árs var komið fyrir búnaði um borð i Bakkafossi, skipi Eimskipafélags Islands, til mælinga á sjávarhita í Norður-At- lantshafi. Þessar mælingar em fram- kvæmdar fyrir Bedford Institute of Oceanography í Darthmouth í Kanada og er liður í könnun á varmainnihaldi Norður Atlants- hafsins. Mælingamar em fram- kvæmdar þannig að blikklóði er skotið niður á 2.500 metra dýpi úr sérstakri byssu sem komið hefur verið fyrir í skuti skipsins. 1 brúnni er tölva í sambandi við lóðið og skráir hún upplýsingar um hitastig og annað jafnóðum. Áformað er að þessar mælingar verði endurteknar fjómm til fimm sinnum á ári næstu 10 árin eða svo. PÓLLINN HF Isafirði Sími3792 Nú er tímlnn tíl að sauma Við eigum ávatt fyrirliggjandi hinar heimsþekktu HUSQVARNA saumavélar Verð frá kr. 12.920 stgr. 1 árs ábyrgð + kennsla á vélina er innifalið I verðinu. Husqvarna ER TOPPURINN í DAG Fjölbreytt úrval myndverka er á sýningunni á Hótel fsafirði. Það berast stöðugt fréttir af síldartorfum í Djúpinu. Nokkrir bátar hafa fengið góðan afla þó minnst af því hafi komið á land hér. Þó landaði bátur í Bolungarvík 20 tonnum af stórri og fallegri síld sem verður fryst í beitu. „Þetta er engin Suðurlands- síld,” sagði einn viðmælenda blaðsins. „Þetta er demants- síld eins og var veriö að veiöa hérnaígamla daga". BESSI landaði á mánudag um það bil 100 tonnum það fór mestallt í gáma. Tveir smærri bátar frá Súðavík Valur og Sigrún hafa verið að veiðum í djúpinu undir leiðsögn fiski- fræðinga. Þeim afla sem þau hafa fengið hefur veriö komið í gáma. GUÐBJÖRG seldi 8. og 9. í Bremerhaven í Þýskalandi 226 tonn af karfa fyrir samtals 6.740.544,00 kr. Meðalverð á kíló var því 29,78 kr. en ekki 130,00 kr. eins og stóð hér í dálknum í síðasta blaði. Það var prentvillupúk- inn sem þar var að verðleggja aflann. DAGRÚN seidi í Þýskalandi á mánudag 164 tonn af karfa og fékk 39,60 kr. fyrir kílóið. SÓLRÚN landaði um helgina 9 tonnum af rækju. HUGRÚN landaði einnig um helgina 11 tonnum af rækju. Línubátar frá Bolungarvík hafa fengið mest 9 tonn í róðri, netabátar heldur minna eða 4 — 5 tonn í róðri. Litlar gæftir hafa verið hjá hand- færabátum og tregur afli þegar hefur gefið. Rúmlega tíu þúsund tonn af loðnu eru nú komin á land í Bolungarvík. Loðnan viröist ekki vera að færa sig nær landinu. Þó höföu heyrst ó- Ijósar fregnir um loðnu í Vík- urál. GYLLIR landaöi á þriðjudag, hluti aflans fór í gám en 60 tonn voru tekin f vinnslu heima. Aflinn var biandaður, mest karfi. GUÐBJARTUR landaði á mánudag 50 tonnum. ORRI fékk allt aö 8 tonnum f róðri fyrir helgina en afli hefur verið eitthvað tregari síðan. ViKINGUR hefur fengið sæmilegan afla í dragnót. HAFÞÖR landaöi fyrr í vikunni rúmlega 35 tonnum af rækju á (safirði. PALL PÁLSSON landaði 11 október 126 tonnum af blönduðum afla, hluti aflans fór í gáma. JÚLÍUS landaöi f gær í Reykjavík 150 tonnum af þorski. SLÉTTANES landaði á mánudag 110 tonnum, mest þorski. FRAMNES landaöi á mánu- dag 100 tonnum á (safirði, aflinn fór að mestu leyti f gáma. TALKNFIRÐINGUR landaði á föstudag í sföustu viku 60 tonnum. SIGUREY landaði f dag, ekki er vitað um afla. VESTRI fór í sinn fyrsta róöur á mánudag, lagöi 100 bala og fékk 6 og hálft tonn. ÞRYMUR er enn á rækju og hefur aflað þokkalega. BÍLALEIGA Nesvegl 5 - Súðavlk S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegl 34 - V/Mlklatorg s 91-25433 Afgreiösla á Isafjaröarflugvelll s 94-4772 Sendum bílinn Oplð allan sólartirlnglnn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.