Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.10.1985, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 24.10.1985, Side 1
vestfirska 24. okt. 1985. FRETTABLASIS EIMSKIP STRANDFLUTNINGAR Símar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 MS MÁNAFOSS Á ISAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA METRAVÁRA ' Nú er nýkomíð mikid af vetrarefnum í fallegum litum í gluggatjöld, fatnað og fleira. Sinarffuðfjinmson h. £ £<mi 1200 - íflS /? olun^aíOík ísfírðingar greiða á hverju ári Hver 4 manna fjölskylda eyðir 15.000 krónum á ári. Byrjað að sparka Eins og Isfirðingar hafa eflaust tekið eftir er notkun hafin á nýja malarvellinum á Torfnesi. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við Bjöm Helgason og spurði hann hvort völlurinn væri tilbúinn. Bjöm sagði völlinn tilbú- inn, en formleg vígsla hefði ekki farið fram. Hann sagði að þeim sem notað hefðu völlinn líkaði mjög vel við hann, og þætti hann góður. Völlurinn hefur ekki verið formlega afhentur íþróttahreyfing- unni, en það verður líklega gert með vígsluleik nú í haust. Skrapdagakerflð aftur 10 —13 milljónir króna 45. fjórðungsþing Fiskideildanna á Vestf jörðum var haldið á ísafirði 19. október s.l. Þingið samþykkti margar ályktanir um fiskveiðimál og þóttu þær heistar að þingið leggur til að fi ^veiðistefnan verði mótuð til 5 ára í senn. Þingið leggur til að á næstu 5 árum verði leyft að veiða árlega 320 — 380 þús. lestir af þorski. 300 þús. lestir af öðrum botnlægum fiski og 500 — 800 þús. lestir af loðnu. Þingið leggur til að á árinu 1986 verði leyft að veiða 360 þús. lestir af þorski og 300 þús. lestir af öðrum tegundum. Aflanum verði skipt þannig að bátar veiði 47 prósent en togarar 53 prósent. Þá vakti það talsverða athygli að þing- ið ályktar að kvótakerfið verði lagt niður í núverandi mynd og skrap- dagakerfið svokallaða tekið upp á ný. ( ályktun þingsins segir um kvótakerfið, „Þessi stjómunarieið hefur reynst illa haft margvfsleg ó- æskileg áhrif og skapað óviðunandi öryggisleysi hjá sjómönnum og fiskvinnslufólki. Vestfirska frétta- blaðið hafði samband við Jón Pál Halldórsson og bað hann að skýra út fyrir lesendum Maðsins þýðingu þessara tillagna, fara svör hans hér á eftir. ‘Megintilgangurinn með sam- þykkt þessara tillagna er náttúru- lega sá að reyna að skapa þær vinnuaðstæður í þessum atvinnu- greinum, að menn geti haft ein- hverja yfirsýn yfir sína nánustu framtíð. Þannig að þeir sem til dæmis ætla út í útgerð geti séð nokkur ár fram í tímann hversu mikið þeir mega búast við að fá að Jón Páll Halldórsson. veiða. Það sama gildir væntanlega um þann sem er að fara að vinna í fiski, hann verður að geta vitað hvort þama er einhver framtíðar- von eða ekki. Árið 1981 voru veidd hér við land 500 þús. tonn af þorski og ein milljón lesta af loðnu. Þetta skap- aði vissulega góðar tekjur hjá fyr- irtækjunum rétt á meðan, og það sama gilti um sjómennina, land- verkafólkið og yfirleitt alla sem komu nálægt veiðum og vinnslu. Þetta ár voru útflutningsverðmæti sjávarútvegsins 700 milljónir doll- ara, árið eftir voru þær komnar niður í 500 milljónir dollara og hafa verið þar síðan, en þá þurfti að bera skattana af árinu á undan. Það er fólkið sem vinnur í greininni, sjó- mennimir og fyrirtækin sem taka á sig slakann ef svo má segja, það hefur ekki orðið vart samdráttar 1 öðmm greinum. Þeir em til sem hafa notið góðs af þessu án þess að þurfa að axla auknar byrðar. Meg- inmarkmiðið með okkar tillögum er að koma á meiri stöðugleika í þessari atvinnugrein, þannig að hún verði stabílli og skapi traustari tekjur. Þessar sveiflur frá ári til árs skaða alla sem í hlut eiga hvort sem það em atvinnurekendur eða verkafólk sem vinnur upp á afla- hlut. Það bera allir skarðan hlut frá borði. Þetta snertir sveitarfélögin lika, þau geta ekki skipulagt sig ef þau búa við svona sveiflukenndar tekjur, fólkið á erfiðara með að standa í skilum með gjöldin, þann- ig að þetta skilar sér 1 gegnum allt þjóðfélagið. Það er í raun sama hvort verður ofan á, skrapdagakerfi eða kvóti, meginmálið er að fá ákvörðun til lengri tíma. Þetta er eflaust þýð- ingarmeira mál en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Svo er það náttúmlega grundvallaratriði að skrapdagakerfið sem við leggjum til að verði tekið upp, stefnir að þvl að skapa meira öryggi og stöðug- leika, Kvótakerfið býður þeirri hættu heim sem við sjáum hér allt kring- um okkur að togaramir taka út all- an kvótann á fyrsta og öðm tíma- bili og standa svo uppi kvótalausir það sem eftir er ársins. Það hefur verið lögð mikil vinna í þessar til- lögur og við teljum að með sam- þykkt þeirra séum við að horfa bæði til framtíðarinnar og hugsa um vandamál líðandi stundar. tölur eflaust háar jafnvel ótrúlegar þá er rétt að það komi fram að 1 þessu dæmi er ekki reiknað með því sem greitt er fyrir afnot af myndbandstækjum. Hér er ein- göngu um að ræða gjöld fyrir afnot af spólunum. Þannig að eflaust em þessar tölur mun hærri en hér er reiknað með. Þessar tölur verða enn athyglisverðari þegar i ljós kemur að sá aðili sem talinn er ráða yfir 50 prósentum af markaðnum hér á ísafirði, greiðir aðeins 22 þús. krónur í útsvar og 3200 krónur 1 tekjuskatt auk þess greiðir hann rúmlega 22 þús. krónur í aðstöðu- gjöld. Þetta þýðir það að viðkom- andi greiðir sjálfum sér í laun 230 — 250 þús. krónur á ári. Það má eflaust lengi deila um tiað hvort þessum milljónum sem sfirðingar greiða fyrir að fá að horfa á videó sé vel eða illa varið, hér verður ekki lagður neinn dóm- ur á það. En hitt hlýtur að vera sjálfsögð krafa að þeir sem hafa gott lifibrauð af þessari þjónustu greiði það sem þeim ber í sameig- inlegan sjóð. pá lenti á sætinu við hlið ökumanns, svo það brotnaði við, gæsin hafnaði að lokum á gólfi bílsins aftur í. Það sem ef til vill er merkilegast í sam- bandi við þetta er það að eftir að hafa brotið framrúðu bílsins og sæti, var gæsin samt enn á lífi, þó mjög virtist af henni dregið. Sig- urður sagði að honum hefði brugðið það mikið við að langur tími hefði liðið þar til hann upp- götvaði að gæsin var enn í bílnum. Eins og fram kom í Vf. á dögun- um horfa ísfirðingar á 90.000 myndbönd á hverju ári. Þetta þýðir það að hver einstakur íbúi eyðir að meðaltali 40 klst. á ári fyrir framan skjáinn. Þetta videógláp kostar um það bil 90 krónur á timann. Það jafngildir þvi að 4 manna fjölskylda borgar 15.000 krónur á ári fyrir af- not af myndböndum. Samtals greiða ísfirðingar fyrir afnot af myndböndum 10 til 13 milljónir króna á ári. Þetta er sama upphæð og ísa- fjarðarkaupstaður ætlar til afborg- ana á lánum á fjárhagsáætlun árs- ins 1985. Þetta er helmingurinn af þeirri upphæð sem bærinn hefur alls til ráðstöfunar til framkvæmda á öllu árinu. Fyrir þessa upphæð mætti ljúka við hönnun og steypa upp botnplötu íþróttahússins sem Isfirðingar hafa svo lengi beðið eftir. Þetta er sama upphæð og bæjarfélagið greiðir samanlagt til menningar- æskulýðs- og íþrótta- mála. Þótt einhverjum þykir þessar Gæsin lifði af áreksturinn. Það má með sanni segja að mildi var að ekki fór verr þegar gæs tók sér það bessaleyfi að fljúga í gegn- nm framrúðu sendibíls sem ók eftir stofnbrautinni nú um daginn. ökumaður á bílnum, sem er i eigu Rörverks var Sigurður Ingi- bergsson. Sagði hann að hann hefði verið á um sextíu kílómetra hraða, í slæmu skyggni þegar hann sá fimm gæsir fljúga að sér. Sem fyrr sagði fór ein gæsin í gegn um rúðuna. Jólagæsín hjá Rörverk

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.