Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 2
vestíirska I FRETTABLADID V estíirski l 1 1 Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar ÞórÁrnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. spyr: Attu videótæki? Lesendur hafa orðið:_________________ Hvad er snyrtílegur klædnaður? Bjaml Magnúsaon Jú, ég á vídeó, en horfi ekki mikió á þaó. Strákarnir mínir nota þaö meira. Ólafur Halldóraaon Nei, og hef ekki hugsaö mér að fá mér svoleióis. Kriatján Þorlolfaaon Já, og horfi mikiö á þaó. Unnur BrynjóNadótUr Já, ég á tæki. Horfi mest á þaó á fimmtudögum og á sunnudögum. Guómundur B. Þórarlnaaon Nei, en þaó er vídeó þar sem ég bý. Ég horfi á allt mögulegt. Mig langar til þess að beina þessum línum til eigenda veitinga- hússins Uppsala. Hvað eiga þeir við þegar þeir auglýsa í bæjarblöð- unum að gestir eigi að koma í snyrtilegum klæðnaði? Hvaða aug- um lita þeir á gesti sem koma í hálfsnjáðum fötum, skyrtu og bux- um án þess að hafa bindi. Ég hefði haldið að snyrtilegur klæðnaður væri að koma í t.d. jakka, góðum buxum og góðri skyrtu með bindi. I sparifötum getur maður komið, en það er alltaf hætta á að skemma þau vegna bletta sem í þau koma þegar hellt er yfir hvem matm vegna þrengsla í húsinu. Þegar húsið er pakkfullt, þá er alls staðar troðið, öU sæti, allir gangar og alltaf er hleypt fleirum inn. Og líka þetta; afhverju er miðaverð hærra þama en i Þinghóli? Nú hafa Uppsalamenn auglýst að þeir ætli að hafa einhveijar uppákomur í líkingu við Broadway í Reykjavík og hleypa inn 90 manns, það er ég hræddur um að það verði meira nema þeir ætli að stækka dansgólfið. Ég tek það fram að Uppsalir er mjög skemmtilegur veitingastaður, en það er bara alltaf svo þröngt, fólk á að geta gengið um, en fólk vill alltaf stoppa á verstu stöðum og þá verður stopp, eins og til dæmis við barinn, þar er alltaf þröng á þingi og þegar fólk er að sækja þangað 2 eða fleiri glös, þá endar alltaf með því að það er hellt yfir einhvem. Súðavík: V antar fólk Það er alveg Ijóst að það vantar fyrst og fremst fólk, sagði Steinn Kjartansson sveitarstjóri i Súðavfk þegar við spurðum hann um at- vinnuástand í plássinu. Hann sagði að það hefði verið full atvinna i fiskinum allt árið en það hefði farið niður i 5 til 6 manns i salnum í frystihúsinu. Það hefur verið frekar lítið um framkvæmdir í Súðavík í sumar, þó hefur verið lagt bundið slitlag á tvær götur. Það hefur verið unnið við að skipta um gler í skólahúsinu, því verki er ekki að fullu lokið. Fyrirhugað er einnig að ljúka byggingu anddyris við skólann fyr- ir áramót. Tveir einstaklingar hafa verið að byggja í Súðavík en fyrir- hugað er að á næsta ári fari í gang framkvæmdir við byggingu verka- mannabústaða. Ibúar í Súðavík eru nú 263 og hafa verið litlar breyt- ingar á því undanfarin ár. Steinn sagði að fólk virtist taka aðra vinnu fram yfir fiskvinnu sem eflaust væri að kenna lágum launum í fisk- vinnu. Hann sagði að það hefði hinsvegar ekki vantað fólk í rækju- vinnsluna, það hefði gengið mjög vel. Tvö leiguskip lögðu upp úthafs- rækju í Súðavík í sumar og öfluðu vel, það voru Amrey og Hrafn Sveinbjamarson. Verið er að leggja síðustu hönd á hafnarframkvæmd- ir sem hófust árið 1980 en aldrei var lokið. Gert verður við skemmdir sem urðu á hafnargarðinum í febr- úar í vetur og er það um leið loka- frágangur á áðumefndu verki. Síð- ar á næsta ári er áætlað að byggja löndunaraðstöðu fyrir báta, verður það talsvert mannvirki, 40 til 50 metra löng bryggja með uppfyll- ingum. Atvinnusj úkdómar Atvinnusjúkdómar meðal fisk- vinnslufólks hafa verið nokkuð tíl umræðu undanfarin misseri. Kann- anir sem gerðar hafa verið hafa leitt i Ijós að allt að 80 prósent þeirra sem starfa að fiskvinnslu og vinna eftir bónus hafa þurft að leita til læknis vegna sjúkdóma sem rekja má til vinnunnar. Mikið hefur verið rætt um úrbætur en þeirra séð lítinn stað. Nú hefur fyrsta skrefið verið stigið við íshúsfélagið í Bolungar- vík. Þar hefur verið ráðinn sjúkra- þjálfari í 40 prósent starf sem á að TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 39 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan. vinna fyrst og fremst fyrirbyggjandi starf, sem á að vera fólgið í því að kenna fólki réttar vinnustellingar og ýmsar æfingar sem eiga að stuðla að því að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma á borð við vöðvabólgu. Guðlaug Pálsdóttir sjúkraþjálfari sem ráðin hefur verið til þess að gegna þessu starfi sagðist hafa unnið nokkuð við fyrirbyggj- andi þjálfun bæði við Borgarspít- alann í Reykjavík og eins hjá fyrir- tækjum úti í bæ. Hún sagði að enn væri of snemmt að segja til um hvaða árangur starf hennar kæmi til með að bera. Hún sagði að hún hefði áhuga á að koma upp aðstöðu með breyttum tækjum og fá nokkrar konur til þess að vinna þar í tilraunaskyni. Auk þess myndi hún vinna með fólkið í hópum til þess að fræða það um gildi réttra vinnustellinga og ýmsar fyrir- byggjandi aðgerðir. Þennan glæsi- lega búning bar fjallkonan við hátíðahöldin 17. júní s.l. Skautbúningur Á fund bæjarráðs ísafjarðar 14. október s.l. mættu fulltrúar frá Kvenfélaginu Hlíf og skátafélög- unum á fsafirði. Afhentu þeir kaup- staðnum að gjöf, skautbúning á- samt fylgibúnaði. Skrautritað gjafabréf fylgdi gjöfinni með eftir- farandi áletrun: „Kvenfélagið Hlíf og skátafé- lögin á ísafirði færa hér með fsa- fjarðarkaupstað að gjöf, skautbún- ing, bláan kyrtil ásamt blúndu- saumuðu millipilsi, faldi og gull- koffur, er smíðaður var í Gullhöll- inni í Reykjavík. Munstur er málað af Erlu Sigurðardóttur, Kópavogi, saumaskap önnuðust Hlífarkon- umar Helga Sigurðardóttir og Margrét Jónasdóttir. Um árabil hafa fyrrgreind félög staðið fyrir þrettándabrennu og álfadansi, sem bæjarbúar hafa stutt með frjálsum fjárframlögum. Tekjuafgangur hefur stundum orðið í gegnum árin og hefur þá verið lagður í sameiginlegan sjóð og var ákveðið að verja honum til að fjármagna að hluta kaup á skautbúningi. Skautbúninginn skal nota 17. júní og við önnur hátíðleg tækifæri á vegum kaupstaðarins. Farið er fram á að skautbún- ingnum verði valinn geymslustaður við hæfi, í samráði við félögin. Isafirði, 17. júni 1985 Kvenfélagið Hlíf, Skátafélagið Einherjar, Kvenskátafélagið Valkyrjan." Á fundi bæjarstjómar 17. októ- ber s.l. samþykkti bæjarstjóm, að búningnum ásamt gjafabréfi félag- anna verði valinn staður í væntan- legu stjóm sýsluhúsi á Isafirði, al- menningi til sýnis og ánægju. Bæjarstjóm þakkar gefendum þessa höfðinglegu gjöf og færir þeim sínar bestu kveðjur og þakkir. Þess má geta að fjallkonan á sautjánda júní klæddist þessum búningi fyrst opinberlega.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.