Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 3
3 i vestíirska FRETTABLADID Vetrarstarf Sunnukórsins Þegar haustar að og fer að dimma á kvöldin lifnar yfir menn- ingarlífinu. Einn af föstu þáttunum i þvi hérna á Isafirði er starfsemi Sunnukórsins. Vetrarstarf hans er nú i þann veginn að hefjast og ræddum við af þvi tilefni stuttlega við Revni ingason sem sæti á f stjórn kórsins ásamt þeim Pétri Jónassyni sem er formaður og Ingibjörgu Valdimarsdóttur. Reynir sagði að það sem helst væri nýtt á döfinni hjá Sunnukóm- um væri ráðning nýs kórstjóra. Er það Margrét Bóasdóttir söngkona, sem hefur verið ráðin til starfans. Margrét hefur nýlokið námi í Þýskalandi og þykir kórfélögum mikill fengur að því að fá hana til samstarfs við kórinn. Það er margvíslegur kostnaður því samfara að starfrækja kór á borð við þennan. Það þarf að greiða söngstjóra laun, greiða leigu fyrir æfingahúsnæði, kosta fjölrit- un á nótum og útsetningum og þannig mætti lengi telja. Þessum kostnaði er mætt með ýmiskonar fjáröflun auk þess sem kórinn hef- ur fengið styrk frá Menningarráði ísafjarðar. Kórinn hefur haft það á stefnuskrá að halda opinbera tón- leika að minnsta kosti einu sinni á ári. Það var að vísu ekki gert á síð- asta starfsári, þótt kórinn syngi nokkrum sinnum við torgsölur, af- hendingu jólatrés og á elliheimilinu og þess háttar. í stað þess var æft tónverkið Mold og Dagar eftir Jónas Tómasson og það flutt í út- varpinu, þekktir listamenn voru til aðstoðar við upptökuna, má þar nefna Szymon Kurán og Einar Jó- hannesson. Að sögn Reynis er ætl- unin að halda uppi öflugu kórstarfi í vetur og vonandi á Sunnukórinn eftir að skemmta ísfirðingum í vet- ur. Slæmt atvinnuástand „Það stefnir allt í það að hér verði atvinnuleysi i einhverjum mæli fljótlega eftir mánaðamótin,“ sagði Úlfar Thoroddsen sveitar- stjóri á Patreksfirði f stuttu spjalli við Vf. Hann sagði nokkrar fram- kvæmdir hefðu verið á vegum sveit- arfélagsins í sumar. Mikið hefði verið unnið í gatnagerð og hefðu verið steyptir tæplega 6500 ferm. Um mitt árið voru teknir i notkun verkamannabústaðir, 8 íbúðir, en ekkert hefur verið byggt á vegum einstaklinga á Patreksfirði undan- farin 3 ár. Atvinna hefur verið góð en nú er einhver samdráttur framundan því fiskur er að verða af skornum skammti vegna kvótaleysis. Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar í samgöngum í næsta nágrenni við Patreksfjörð, búið er að leggja bundið slitlag á veginn um Mikladal allt að gatnamótum við veginn til Bíldudals. Einnig hafa verið lagðir 8 km af bundnu slitlagi á veginn um Barðaströnd og er það mikil bót. Það er verið að vinna við viðbyggingu við skólann á Patreksfirði, verið er að reisa aðra hæð hússins og eru vonir bundnar við að húsið verði fokhelt fyrir áramót. Það er samtals 1800 fer- metrar að flatarmáli. FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Stórholt 7, 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Skipti á ódýrari íbúð koma til greina. Fitjateigur 2, 140 ferm. einbýlis- hús ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er laust. Sundmót UMFB ÚRSLIT: 100 mtr. bringusund kvenna. 1. Þuríður Pétursd., Vestra 1.17.9 2. Björg A. Jónsd., Vestra 1.21.0 3. Helga Sigurðard., Vestra 1.21.2 Þuríður sigraði örugglega og bætti sinn tíma úr 1.19.5. Bára og Pálína frá Vestra voru dæmdar ó- gildar, en Helga kom á óvart í 3ja sæti. Hún átti best 1.23.8 áður. 100 mtr. bringusund karla 1. Símon Þ. Jónss., UMFB 1.11.4 2. Víðir Ingason, Vestra 1.15.4 3. Steinþór Bragas., Vestra 1.16.1 Símon hafði nokkra yfirburði, en var þó frá sínu besta, sem er 1.20.3, það var einnig Víðir, en Steinþór bætti sig um 4 brot úr sek. 50 mtr. bringusund tátur, 10 ára og yngri. 1. Anna Gunnarsd., Gretti 49.5 2. Anna S. Gíslad., UMFB 49.9 3. Lilja Pálsd., Vestra 51.0 Anna Kristín, frá Gretti á Flat- eyri sigraði og bætti sinn tíma úr 51,5. Anna S. stórbætti sinn tíma, átti 57.9 og kom óvænt í annað sæfi, og Lilja Pálsdóttir frá Vestra átti 53.7 áður. 50 mtr. bringusund hnokka, 10 ára og yngri. 1. Þór Pétursson, Vestra 46.4 2. Hilmir Auðunsson, UMFB 50.3 6 keppendur voru skráðir til keppni, en aðeins 2 luku. Þór Pét- ursson frá Vestra átti best 47.6 áður og sigraði. 100 mtr. skriðs .id telpna 1. Hildur Aðalsteinsd., UMFB 1.04.1 2. Pálína Bjömsd., Vestra 1.04.1 3. Halldóra Sigurgeirsd., UMFB 1.10.6 Þessi grein var sú mest spenn- andi á mótinu. Nýtt Vestfjarðamet lá í loftinu, þegar þær Hildur K. og Pálína syntu í fyrsta sinn saman í 100 skr. Þær komu hnífjafnt í mark, þó varð Hildur K. sjónarmun á undan, en þær fengu báðar sama tíma og settu því báðar nýtt Vest- fjarðamet telpna. Metið átti Hildur K. 1.01.1 100 mtr. skriðsund drengja 1. Hannes Sigurðss., UMFB 58.5 2. Kristján Ámas., Vestra 1.05.7 3. Guðmundur Reyniss., UMFB 1.08.4 Hannes Már sigraði örugglega, á best 57.9. Kristján B. Ámason bætti sig úr 1.06.4. Guðmundur R. á best 1.08.1 50 mtr. skriðsund rnevja, 12 ára og yngri 1. Heiðrún Guðmundsd., UMFB 32.4 2. Konný Viðarsd., UMFB 33.2 3. Björg H. Daðad., UMFB 34.0 5. Anna K. Gunnarsd., Gretti 37.7 Vestfjarðamet tátu Heiðrún bætti sinn tíma úr 33.0, og þær Konný og Björg H. bættu sinn tíma um 3 — 4 brot. 50 mtr. skriðsund sveina, 12 ára og yngri 1. Guðmundur Amgrímss., UM- FB 32.3 2. Hlynur T. Magnúss., Vestra 33.6 3. Magnús Erlingss., Vestra 34.2 Guðmundur Amgrímsson bætti sig úr 32.5. Hann synti í 4. riðli, en í 3ja syntu þeir Hlynur T. og Magnús og þar var hörku keppni. Hlynur bætti sig úr 36.1 og Magnús úr 35.7. Þeir komu því á óvart, því yfirleitt hefur UMFB sigrað tvöfalt í þessari grein. 400 mtr. skriðsund kvenna 1. Helga Sigurðard. Vestra 4.47.5 2. Hildur Aðalsteinsd., UMFB 4.57.4 Vestfjarðamet telpna 3. Sigurrós Helgad., Vestra 4.58.1 Helga S. sigraði, hún á best 4.43.5, hinsvegar varð hörkukeppni milli Hildar og Sigurrósar. Sigurrós var á undan fyrstu 350 mtr. en þá fór Hildur fram úr. Hildur setti Vestfjarðamet telpna, og bætti sig úr 5.01.5 400 mtr. skriðsund karla 1. Ingólfur Amars., Vestra 4.20.6 2. Hannes Sigurðss., UMFB 4.24.9 3. Egill Bjömsson, Vestra 4.32.7 Ingólfur setti nýtt Vestfjarðamet karla og pilta, hann átti sjálfur eldri metin, 4.22.2, og Hannes M. setti einnig nýtt Vestfjarðamet, hann átti best 4.27.9 áður. Þess má einnig geta að Hannes synti undir Is- landsmeti. Það fæst hinsvegar ekki staðfest hér í 16 metra laug. Mikil keppni var milli Egils og Birgis Amar um 3ja sætið og hafði Egill nú betur. 4 x 50 mtr. skriðsund meyja 1. Meyjasveit UMFB 2.20.3 2. B-meyjasveit UMFB 2.43.1 3. Meyjasveit Vestra 2.58.8 I Aðalstræti 12, norðurendi. Húsið J " er nýstandsett að innan. g Aðalstræti 20, nú er einungis ein ■ I íbúð óseld í húsinu um er að ■ ■ ræða glæsilega 2ja herb. íbúð á ■ ■ 4 hæð og verður íbúðin tilbúin ■ J undir tréverk og málningu á næst- . J unni. | Urðarvegur 80, 2ja herb. íbúð á | I 1. hæð íbúðin er tilbúin undir tré- ■ I verk og málningu. Hagstætt verð ■ ■ og greiðslukjör. | Hlíðarvegur 5, 3ja — 4ra herb. j | íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. | I Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð á I I 2. hæð. Selst ódýrt með góðum I I kjörum. íbúðin er laus. I J Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. J Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á . J 1. hæð. | Krókur 1, lítið einbýlishús úr | | timbri. I Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð j I á neðri hæð í tvíbýlishúsi. I I Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð I I í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- I I ara. Laus fljótlega. J Lyngholt 11, rúmlegafokheltein- J J býlishúsásamttvöföldumbílskúr. J I Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. | ! BOLUNGARVÍK: | Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- j | gert einbýlishús. Laust fljótlega. | I Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. I I hæð. J Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á J I tveimur hæðum í parhúsi. J Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- ■ J hús. ■ Hóll II, einbýlishús ásamt stórri ■ | lóð. I Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert I | einbýlishús. Skipti möguleg á I | eldra húsnæði í Bolungarvík. | | SÚÐAVÍK: ■ Njarðargata 8, einbýlishús úr | J timbri, kjallari, hæð og ris. i ARNAR GEIR ! j HINRIKSSON.hdl. j I Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 J ................................J Sveitir UMFB voru í 1. og 2. sæti, sveit Vestra er skipuð tátum að mestu leyti, eða stúlkum 10 ára og yngri. 4 x 50 mtr. skriðsund sveina 1. veinasveit UMFB 2.17.8 2. Sveinasveit Vestra 2.19.5 3. B- 1. Sveinasveit UMFB 2.17.8 2. Sveinasveit Vestra 2.19.5 3. B-Sveinasveit Vestra 2.51.5 4 x 100 mtr. fjórsund kvenna 1. Stúlknasveit Vestra 4.51.2 2. B-stúlknasveit Vestra 5.15.5 3. A-sveit UMFB 5.22.0 Hér sigraði Vestri tvöfalt eins og á Vestfjarðamótinu og stúlkna- sveitin synti að venju undir sínu Is- landsmeti. 4 x 100 mtr. f jórsund karia 1. A-sveit Vestra 4.27.2 2. B-sveit Vestra 5.23.3 Hörkukeppni varð milli sveita Vestra og UMFB. Hugi skilaði for- skoti og Símon bætti enn forskotið fyrir UMFB. Ingólfur dró talsvert á forskotið og Birgir öm sýndi eitt- hvert skemmtilegasta sundið í síð- asta spretti Vestrasveitarinnar. Tími Birgis var 56.2 í 100 mtr. skriðsundi, en hann á best löglegan tíma 58.4. Hinsvegar varð sveit UMFB dæmt ógilt. UMFB vill koma á framfæri þakklæti til Vélsmiðju Bolungar- víkur sem gaf öll verðlaunin á mótinu. Til sölu á ísafirði: Rúmgóð tveggja herbergja íbúð að Sólgötu 7, suðurenda. Upplýsingar í síma 4061 eftirkl. 18.00 alla daga. Margrét Geirsdóttir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.