Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Qupperneq 1
Kveimafndagur Kvennafrfdagurinn á Isafirði var haldinn hátíðlegur á ýmsan hátt. Nokkuð var um að konur tækju sér frí úr vinnu en þó virtist það vera eingöngu bundið við skrifstofufólk eða fólk f hliðstæðum störfum, það mættu allar konur í frystihúsin og flestar verslanir voru opnar. En á mörgum skrifstofum og stofnunum var starfsemin hálflömuð. Lítið var um fundahöld eða skipulagðar samkomur, þó söfnuð- ust konur saman á hótelinu seinni- part dags til skrafs og ráðagerða. Um kvöldið var svo kvennakvöld í veitingahúsinu Þinghól. Var boðið upp á mat og skemmtidagskrá í til- efni dagsins. Voru það eingöngu karlmenn sem gengu um beina og konur sem sáu um kynningu og skemmtiatriði. Blaðamaður Vf var að sjálfsögðu á staðnum. Getur hann borið vitni um það að dagskráin fór vel fram fyrir fullu húsi. Konur á Flateyri höfðu á kvennafrídaginn „opið hús“ í mötuneyti Hjálms hf. Margt var þar rætt og var ákveðið að koma eftirfarandi ályktunum á framfæri: „Með núverandi byggðastefnu er vegið svo hart að landsbyggðinni að útilokað er að breyta nokkru, konum eða öðrum í hag nema stærri hluti af þeim auðæfum sem fara í gegnum sjávarþorp eins og Flateyri verði eftir í byggðarlaginu sjálfu og nýtist borgurum þar til mannvænlegra lifs.“ Efst á blað setja konumar aukna og betri þjónustu á hinum ýmsu sviðum. Hærri laun til fiskvinnslufólks. Bættar samgöngur. Að öll böm geti lokið skyldu- námi í sinni heimabyggð. Aukna möguleika á endur- menntun fullorðinna. Stuðning og vemd við fjölskyld- una sem gmnneiningu þjóðfélags- ins. Það er oft talað um að bærinn okkar sé fremur sóðalegur, sumir segja sá sóðalegasti á landinu. Það er þvf til siðs að hafa af og til sér- staka hreinsunarviku. Þá er bæjar- búum meðal annars boðin sú þjón- usta frá bænum að hreinsa frá þeim ónýta bfla. Eitthvað virðist bærinn þó eiga erfitt með að losa sig við sfn eigin hræ plús þau sem við bætast, og hefur nú safnast fyrir hjá á- haldahúsi bæjaríns frá hreinsunar- vikum undanfarinna ára. Væri ósk- andi að Bæjarsjóður tæki sig til og léti fjariægja þennan ósóma. 43. tbl. 11. árg. vestflrska 31. okt. 1985 rRETTABLASID FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFL UG VELLI SÍMAR 3000 — 3400 — 3410 FLUGLEIDIR 1 VORl JMAfi ITAI <A UPPN ÝJAR VÖR UR Verslunin ( Lfiiiá ísafirói sími 3103 Sunddeild Vestra: ", ■Irrff'. læsílegur sigur Sunddeild Vestra keppti um helgina í Reykjavfk í bikarkeppni Sundsambands fslands f 2. deild. Úrslit urðu þau að Vestri sigraði í 9 greinum af 24 og varð hæstur að stigum. Sigraði á 188 stigum í, í öðru sæti varð KR með 167 stig og íþrótta- bandalag Akraness í þriðja sæti með 106 stig. Þessi árangur þýðir það að Vestri hefur unnið sér rétt til keppni í fyrstu deild. Eins og sjá má af stigatöíunum hafði Vestri nokk- uð örugga yfirburði. Fylkir Agústsson sagði í stuttu spjalli við Vf að hann væri mjög stoltur af krökkunum, þetta hefði verið mjög glæsilegur árangur. Hann sagði að bikarinn sem Vestri vann fyrir þetta afrek væri enn úti í Bolungarvík, en Bolvíkingar sigr- uðu í 2. deild í fyrra. Áætlað væri að formaður Sundsambands ís- lands kæmi vestur sérstaklega til þess að afhenda gripinn á næst- unni. Af einstökum afrekum á mótinu sjálfu má nefna að Marta Jörunds- dóttir setti Vestfjarðamet í 200 m. baksundi kvenna, sveit Vestra setti nýtt stúlknamet í 4 x 100 m skrið- sundi. Helga Sigurðardóttir setti Vestfjarðamet í 200 metra flug- sundi kvenna. Síðast en ekki síst þá setti sveit Vestra nýtt íslandsmet í 4 x 100 metra fjórsundi kvenna. Fylkir sagði líka að gerður hefði verið samningur á milli sunddeild- arinnar, fyrirtækisins Golden Cup og Sporthlöðunnar um að sund- deildin myndi í framtíðinni ein- göngu notast við búninga frá Golden Cup. Af þessu tilefni færði fyrirtækið sunddeildinni að gjöf vandaða búninga til æfinga og keppni. Jóna Hólmbergsdóttir hefur nú fengið réttindi og löggildingu sem sunddómari, lauk hún dómara- prófi. Að lokum má geta þess að stúlk- umar í Vestra eiga nú öll Islands- met í boðsundsgreinum utan eitt. Fylkir sagði að það væri aðeins tímaspursmál hvenær þetta eina met félli þeim í hendur. Næsta sundmót hér heima í hér- aði er Kiwanis mót unglinga sem haldið verður 17. nóv. n.k. hér á ísafirði. Vestri sigraði í bikarkeppninni í sundi, 2. deild,nú um helgina. Liðið fékk 188 stig en KR-ingar voru í öðru sæti með 157 stig. Bæði liðin flytjast upp í 1. deild þar sem fjölgað verður úr fímm félögum í sex á næsta ári. Lið UMFB ■ Bolung- arvík vann sig upp í 1. deild í fyrra og eru því tvö Vestfjarðalið í henni nú. Að ofan má sjá sigurvegarana ánægða eftir erfiða keppni. Nóvem- ber- nætur Nú í nóvember mun veitinga- staðurinn Uppsalir standa fyrir skemmtikvöldum, sem fram munu fara í Uppsölum. Þar munu koma fram hinir ýmsu skemmtikraftar, sem allir eru innanhéraðsmenn. Að sögn Karls Geirmundssonar munu þessi skemmtikvöld verða með einskonar kabarettsniði. Þeir sem munu skemmta eru María Gunther, Benedikt Torfason, M.I.- kvartettinn, Ólafur Kristjánsson, Baldur Geirmundsson og Vilberg Vilbergsson. Þá sagði Karl að einnig muni koma fram flokkurinn „La fiesta de blas“, en hverjir skipa hann mun enn vera á huldu. Að- göngumiðaverð er ellefu hundruð krónur. Skemmtanimar verða laugardagana 9., 16., og 23. nóv- ember, og hefjast klukkan 19 þau kvöld. Að lokum lét Karl þess getið að jafnvel gæti orðið um einhvem leynigest að ræða. Mikil ölvun Óvenjumikil ölvun var á Isafirði um sfðustu helgi og talsvert annriki hjá lögreglunni. Einn var handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Þá var brotist inn í vefnaðarvörudeild kaupfélagsins, en engu stolið, voru þar á ferð ungir menn f leit að ein- hverju matarkyns. Höfðu þeir ekki erindi sem erfiði. Kvennafrídagur var haldinn hátíðlegur á margvíslegan hátt. Að Hrannargötu 4 var flaggað með merki dagsins. Á innfeldu myndinni má sjá Asthildi Þórðardóttur syngja fyrir stallsystur sínar á skemmtun í Þinghóli í tilefni dagsins.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.