Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 2
vestfirska rRETTABlAEID Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páil Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guörún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Inga Daníelsdóttir: Athugasemd 1 forystugrein í Vestfirska frétta- blaðinu þann 17. oktober s.l., í minningu Matthíasar Jochumsson- ar, er sagt að jörðin Skógar í Þorskafirði sé í eigu erlends sértrú- arsöfnuðar. Vegna þessara ummæla er rétt að taka fram, að eigandi jarðarinnar er Andlegt þjóðráð Bahá'ía á ís- landi, en Jochum heitinn Eggerts- son, sem sjálfur var Bahá'íi, arf- leiddi íslenska Bahá‘í samfélagið að eigninni. Bahá‘í trúin er sjálf- stæð trúarbrögð, sem byggja á trú á opinberandann Bahá‘u‘lláh, en er ekki til komin fyrir klofning innan trúarbragða og getur því ekki kall- ast sértrúarsöfnuður. Hún er vissu- lega erlend að uppruna, enda munu engin trúarbrögð eiga upp- haf sitt hér á landi. Fyrsti Islend- ingurinn gerðist Bahá'íi á fjórða áratugnum og fyrsta andlega svæðisráðið var stofnað í Reykjavík fyrir tuttugu árum. f forystugreininni er sagt að lát- inn hafi verið af hendi blettur sem svari til lítillar húslóðar. Líkast til eru þessi ummæli til komin vegna misritunar í frétt um þetta mál í Morgunblaðinu, en þar var stærð landsins sögð vera 320 ferm. Hið rétta er að gefið var 3200 fermetra land, sem er sú stærð, og á þeim stað sem Reykhólahreppur óskaði eftir. Að lokum má geta þess, að það er okkur Bahá'íum sérstök ánægja að taka þátt í að varðveita minn- ingu Matthíasar Jochumssonar, en hann er reyndar fyrsti fslendingur- inn sem heyrði um trúna, þegar hann var staddur á alþjóðlegu trú- arbragðaþingi í Chicago í Banda- ríkjunum árið 1893, en þar var Bahá'ulláh getið og tilvitnun í orð hans notuð sem lokaorð þingsins. Það var í fyrsta sinn sem Bahá‘í trúin var nefnd opinberlega á vest- urlöndum. Ingibjörg Daníelsdóttir ritari Andlegs svæðisráðs Bahá‘ía á fsafirði Vetraráætlun Vetraráætlun millilandaflugs Flugleiða tekur giidi að fullu, sunnudaginn 27. október. Daglegar ferðir verða til Kaupmannahafnar, sex ferðir i viku til Luxemborgar, fjórar til London og New York og þrjár til Giasgow. Tvisvar í viku er flogið til Chic- ago, Gautaborgar, Osló, Stokk- hólms og Færeyja. Vikulega er flogið til Detroit og fastar áætlun- arferðir hefjast til Salzburg þann 21. des. Vetraráætlun Flugleiða innan- lands hefur tekið gildi og eru nú fleiri ferðir á viku en áður að vetri til. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru 24 ferðir á viku, 14 til Vest- mannaeyja og 12 til Isafjarðar. Til Húsavíkur og Sauðárkróks er flog- ið sex sinnum í viku, fjórum sinn- um til Homafjarðar og þrisvar í viku til Norðfjarðar og Patreks- fjarðar. Til Þingeyrar er flogið tvisvar í viku. MATAR- HORNIÐ Umsjónar maður dálksins að þessu sinni er lesendum blaðsins að góðu kunnur. Hér er á ferð Óiafur Guðmundsson fyrrum ritstjóri blaðsins og mikill á- hugamaður um matargerð. Hann birtir hér uppskrift að eftirrétti sem hlaut önnur verð- iaun í samkeppni sem Osta og Smjörsalan efndi til i sumar. Suðrænir ávextir með rifnum gráðosti og sérríbættri rjóma- ostasósu. 200 gr. vínber græn 200 gr. vínber blá Vi stk. melóna 4 stk kiwiávextir 60 gr. gráðostur 100 gr. rjómaostur 5 matsk. sérrí, sætt 1 — 2 dl. rjómi. 1) Skerið vínberin í tvennt og hreinsið steinana úr kúlið ald- inkjötið úr melónunni t.d. með skammtaskeið, flysjið kviwiá- vextina og skerið í sneiðar. Lát- ið alla ávextina í skál og blandið saman. Ráðlegt er að láta kiwi- ávextina síðast út í svo þeir merjist ekki. 2) Blandið saman rjómaosti og sérrí þannig að úr verði jöfn þykk sósa. Best er að stappa þessu saman með gaffli og bæta aðeins einni msk. af sérri saman við í einu. 3) Þeytið rjómann og blandið honum saman við sérrírjóma- ostasósuna. Smakkið sósuna, meiri rjómi gefur mildara bragð. Þessi litla hnáta hélt tombólu með vini sínum, Hilmari Þorbjörnssyni. Hún heitir Arna Rut Kristinsdóttir og er 4 ára. Þau söfnuðu 88 krónum og gáfu sjúkrahúsinu. Verðköimun neytendafélagslns Neytendafélag ísafjarðar gerði verðkönnun fimmtudaginn 17. okt- óber s.l. Náði könnunin til 8 versl- ana á Isafirði. Kannað var verð á 20 vörutegundum og var tilgangur verðkönnunarinnar að athuga hvort verðmunur væri í verslunum og hvort borgaði sig fyrir neytendur að fara i fleiri en eina versiuin. Erfitt reyndist að fá marktækan saman- burð þar eð margar vörutegundir voru ekki til í öllum verslununum. Þess vegna þótti ekki ástæða til þess að reikna út heildarverð. Þó sýnir þessi verðkönnun at- hyglisverðan mun á verði á græn- meti. Tómatar sem kosta 162 kr. kg. í Kf á Hlíðarvegi kosta aðeins 103 krónur í HN búðinni. Þessar upp- lýsingar er að finna í 4. tölublaði Bamings sem er nýkomið út, en það er málgagn neytendasamtak- anna á Isafirði. Til stendur að setja nýja reglugerð um opnunar- tíma verslana á lsafirði. og var leit- að til félagsins um álit neytenda. Stefna Neytendafélagsins er sú að opnunartími eigi að vera ftjáls en hinsvegar varað við að kvöld- og helgarverslun leiði til hækkaðs vömverðs. Þarf þetta að vera svona flókið? — Lesendabréf Fyrr á þessu ári gaf Sverrir þá- verandi iðnaðarráðherra út þá til- skipun að nú skyldi útrýma öllum olíukyndingum. Bauð hann upp á hagkvæm lán til þeirra sem hygðu á slíkar breytingar. Ég er einn þeirra sem notfærðu sér þetta og mig langar til þess að segja frá því hvemig það gekk fyrir sig. Ég hringdi í Húsnæðisstofnun ríkisins og fékk þær upplýsingar að ég þyrfti aðeins að senda inn um- sókn á þar til gerðu eyðublaði sem fengist í Landsbankanum, þessu þyrfti að fylgja vottorð frá pípu- lagningamanni um að það væri búið að skipta um kyndingu. Tæki afgreiðslan þá um það bil viku. Það passaði, eftir ca viku fékk ég bréf, þá kom í ljós að hlutverk Húsnæð- isstofnunar er aðeins að meta hvort ég fæ lán eða ekki. Nú skyldi ég snúa mér til Veðdeildar Lands- banka íslands. Þeir vildu fá bréfið frá húsnæðismálastofnun, veðbók- arvottorð, brunabótamat, sam- þykki maka. Þetta varð allt að senda til Reykjavíkur, því þó að Landsbankinn sé með útibú á ísa- firði virðist það ekki ná yfir alla þjónustu sem bankinn veitir. Þessu næst kom skuldabréf að sunnan til þess að ég gæti undirritað það og sent það aftur. Þá loks var lánið tilbúið. Þá voru bréf varðandi þetta smáræði búin að fara samtals 6 ferðir milli ísafjarðar og Reykja- víkur og samtals hafði allt þetta stapp tekið rúmlega þrjár vikur. Þarf þetta virkilega að vera svona flókið? Jón Sigurðsson Vefiiaðarvörudeild K.í. í nýju húsnæði Vefnaðarvörudeild Kaupfélags ísfirðinga á ísafirði hefur nú verið flutt úr stað. Verslunin er nú komin í húsnæði það sem áður hýsti verslunina Silfurtorgið. Verslunar- stjóri er Agnes Aspelund, sagði hún aðspurð að við flutninginn hefði verslunin minnkað nokkuð, en á móti kæmi að búsáhöld flyttu yfir í matvörudeild. Nú fást í vefnaðar- vörubúðinni bæði vefnaðarvörur og gjafavörur. Það pláss sem áður var versiað með vefnaðarvöru, verður nú nýtt sem viðbót við mat- vörudeild. Þess má geta að Agnes hélt að hús þetta hefði fyrst verið notað undir vefnaðarvöruverslun fyrir um fjörutíu árum, þá af Karli Ol- geirssyni. Póllinn selur Græn- lendingum Nýlega kom til hafnar á ísafirði grænlenski rækjutogarinn ILIMM- AASAQ. Hann kom hingað beint frá Danmörku þar sem skipið var lengt um 11 metra og sett um borð mjög fullkomin rækjuverksmiðja. Hingað kom skipið til þess að ná i skipavog sem eigendur skipsins keyptu af Pólnum hf á sýningu á Spáni ekki alis fyrir löngu. Að sögn Jónasar Ágústssonar í Pólnum var þessi fyrsta vog sett um borð í skipið til reynslu en verði reynslan af henni góð er reiknað með að skipið þurfi 6 til 7 vogir. Þetta var hin margumtalaða út- hafsvog sem er hönnuð í Pólnum á Isafirði og vakið hefur heimsat- hygli. Jónas sagði að nýlega hefði verið gengið frá sölu á fyrsta vogakerfinu sem fyrirtækið selur til Grænlands. Það var frystihús á vesturströnd Grænlands sem keypti borðavogir ásamt eftirlitskerfi. Salan fór fram í gegnum umboðsmann Pólsins í Danmörku. Að sögn Jónasar vilja þeir hjá Pólnum hf gjaman hafa sem mest viðskipti við Grænlend- inga. Astín sigrar Vestfirska fréttablaðinu var á dögunum boðið á leiksýningu i Bolungarvik. Þar sýndi leikfélag staðarins leikritið „Ástin sigr- ar” eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Leikstjóri var Oktavía Stef- ánsdóttir. Blaðamaður skemmti sér á- gætlega á sýningunni. Sviðs- mynd og búningar voru hvort- tveggja mjög vel unnið og í samræmi við gang leiksins sem er gamanleikur um ástina og hina margvíslegu sigra sem hún vinnur á mannfólkinu. Leikarar stóðu sig flestallir þokkalega en þó skorti nokkuð á að þeim tækist að gefa persónunum nægilega dýpt. Staðsetningar orkuðu á köflum tvímæhs en það er hlutur sem verður að skrifast á reikning leikstjóra. I heild gekk þó sýningin létt og snurðulaust fyrir sig og virtust áhorfendur skemmta sér hið besta en húsfyllir var á um- ræddri sýningu. Var leikurum klappað lof i lófa að sýningu lokinni. Engúin forstöðu- maður Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir hefur ekki enn tekist að ráða for- stöðumann fyrir Kvöidskólann á Isafirði og hefur nú verið ákveðið að hann verði ekki starfræktur fyrir áramót. Að sögn formanns skóla- nefndar verður reynt að augiýsa aftur í því skyni að reka megi skól- ann eftir áramót. Engar umsóknir bárust við fyrri auglýsingu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.