Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 5
vestfirska fRETTABLADIÐ nokkuð ólíkt því sem við höfum áður gert. Dálítið svona harðari músík. Þó liggja mjög sterkir straumar í síðustu plötu. — Hvað er það annars sem þið hafið verið að gera annað en að vinna að þessari plötu? Við erum nýlega komnir heim frá því að spila á Norrokk tónleik- unum úti í Kaupmannahöfn. Það var geysilega skemmtilegt og lær- dómsríkt að fá tækifæri til þess að troða upp á tónleikum af þessari stærðargráðu. Að koma í annað land og spila á ókunnum stað, heyra hvað aðrir eru að gera. Þessir tónleikar eru samnorrænt fyrir- bæri. Hér heima eru þeir skipu- lagðir af SATT og það eru hliðstæð samtök úti sem sjá um alla skipu- lagningu. — Hvernig stóð svo Grafík saman- borið við aðrar hljómsveitir á Norðurlöndum? Eins og listamönnum sæmir færist Rúnar undan því að svara þessu, svo það kemur í hlut Tryggva upptökumeistara, en hann var meðreiðarsveinn Grafíkur á þessu ferðalagi til Danmerkur. „Það var auðheyrt að þeir skáru sig talsvert úr. Það var eins og margar þessar hljómsveitir sem þama komu fram væm svolítið á eftir tímanum. Það var eins og þær skorti heilstæðan svip. Mér fannst Grafík bera af hvað varðar per- sónulegan sterkan stíl og heil- steypta músík.” GRAFÍK HEFUR SÉRSTÖÐU — Gaf þessi konsert einhverja mynd af því sem er að gerast í þessari tónlist annars staðar á Norðurlöndum? Ég er ekki viss um að þessi tónlist sé að ske annars staðar en hér, segir Tryggvi takkameistari. Þessi teg- und af rokktónlist er lítið í gangi á hinum Norðurlöndunum. — Hvaða hljómsveit er helst hægt að líkja Grafík við? Hér setur Tryggvi upp spekings- svip og lýsir því yfir að Grafík minni hann alltaf á bresku hljóm- sveitina Simple Minds, samt sé þeirra tónlist í rauninni gjörólík því sem Grafík er að gera. „Það er svolítið erfitt að segja hvað það er sem gerir tónlist Graf- íkur svo sérstaka. Ég hef hlustað mikið á hljómsveitir sem eru að gera svipaða hluti, hljómsveitir sem em frægar um alla Evrópu og selja mikið af plötum. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að fara að flytja Grafík út og selja tónlistina þeirra á er- lendum markaði alveg eins og ... fisk!” SELJUM POPPTONLIST EINS OG FROSINN FISK — Nú slá menn á léttari strengi um hríð og tala um það hvemig mætti flytja út popptónlist í neyt- endapakkningum rétt eins og fros- inn fisk. Gengur samtalið svo um hríð og er komið á dreif út um víð- an völl þegar ég man allt í einu eftir því til hvers ég er þama, set upp blaðamannsandlitið og spyr Rúnar út í mannaskipan í hljómsveitinni. „Undanfarin ár hefur hljóm- sveitin verið skipuð þremur mönn- um, Rúnar Þórisson á gítar, Rafn Jónsson á trommur og Helgi Bjömsson sem syngur. Síðan öm Jónsson fyrrum bassaleikari hljómsveitarinnar hætti höfum við notast við lausamenn. Jakob Magnússon hefur unnið með okkur sem bassaleikari og einnig Harald- ur Þorsteinsson. Vilberg Viggósson sem spilaði með okkur á hljómborð er við nám úti í Hollandi. Hjörtur Howser hefur aðallega séð um hljómborðin. Það hefur dálítið mikið að segja að menn þekkist vel og Rafn og öm voru, þegar öm hætti, búnir að spila saman í ellefu ár. Ég kom síðan inní þetta sam- starf í kringum 1977 og hef spilað með þeim meira og minna síðan. Það er sterkt tónlistarlegt samband á milli okkar, við vitum mjög vel hvað hinn viil og hvert stefnir. Helgi kemur svo seinna inn í þetta samstarf, en hann féll frá upp hafi mjög vel inní það. FERNIR STÚRIR HUÚMLEIKAR Hljómsveitin hefur lítið komið fram opinberlega undanfarið en eftir að platan kemur út er ætlunin að halda stóra tónleika. Einn á hverju landshomi, við ætlum að spila dagana 16. til 18. desember á Egilsstöðum, Akureyri, Isafirði og í Laugardalshöllinni. Þetta á að ger- ast á fjórum dögum svo það er eins gott að veðrið setji ekki strik í reikninginn. Þetta er kannski dálít- ið glæfralega skipulagt miðað við árstíma, en maður verður að vera hóflega bjartsýnn. Með okkur á þessu ferðalagi er ráðgert að verði hljómsveitin Skriðjöklar frá Akur- eyri, en þeir sigruðu sem kunnugt er í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Atlavík. ÞÚ FÆRO ALDREI SIGRAÐ ÞINN FÆÐINGARHREPP.... — Nú eigið þið aðdáendur um allt land. Eru aðdáendur fyrir vestan tryggari en annars staðar? Kannski það og kannski ekki. Það virðist vera einhver blanda af stolti og einhvers konar kergju eða öfund. Auðvitað eigum við mjög marga trygga aðdáendur á Vest- fjörðum en það er eins og það megi ekki ganga of vel þá er það ekkert of vel séð. Um hríð snúast umræður um viðhorf Isfirðinga gagnvart sínum listamönnum bæði heima og heiman. Er komið víða við og vitn- að jöfnum höndum í Garðar Hólm og Jón úr Vör „Þú færð aldrei sigr- að þinn fæðingarhrepp..." Tryggvi upptökumaður blandar sér lítt eða ekki í þessa umræðu. Hann glottir stórkostlega yfir sumu sem sagt er, hann er sjálfur frá Norðfirði sem hefur, eins og Isafjörður, alið af sér marga góða tónlistarmenn. Tryggvi hefur aukinheldur ýmsar óprent- hæfar skoðanir á muninum á landsbyggðarbúum og þeim sem fylla höfuðborgina. En talið berst um síðir að framtíðinni. Sjálfsagt líður Grafík undir lok eins og fleiri góðar hljómsveitir, segir Rúnar. Ég veit ekki hvað tek- ur við. Þetta er það sem á hug manns allan í augnablikinu. Auk þess hef ég verið að læra á gítar og er að búa mig undir sjöunda stig af átta í gítarleik. — Hvemig samræmist klassískur gítarleikur því sem Grafík er að spila? Það samræmist náttúrulega bæði vel og illa, maður er kannski í sæmilegri þjálfun, ég er jú með gít- arinn í höndunum allan daginn, það sem ég læri í klassíkinni kemur mér víst til góða í poppinu. Það er þó alltaf viss togstreita. Klassíkin er svo öguð, þetta er allt miklu villt- ara, meiri geðsveiflur. En tónlistin er mitt lif, ér er í skólanum að vinna við tónlist, utan hans, ég er með nemendur í gítar- leik, þannig að það má segja að það komist lítið annað að. Það þarf að hafa talsvert fyrir því að ná ein- hverjum árangri í tónhst. GRAFÍK Á ERLENDUM MARKAÐ — Berst nú talið að frekari fram- tíðaráformum hljómsveitarinnar og nú loks læðist það upp úr þeim félögum að fyrirhugað er að gefa út tveggja laga plötu með Grafík eftir áramótin. Þessi plata verður sett á markað í Bretlandi. Tryggvi heldur um það langa og skorinorða tölu hvemig hljómsveit eins og Grafík eigi fullt erindi á erlendan markað. Það er sko ekkert mál að setja svona lagað á markað í útlöndum ef það er eitthvert vit í því, bætir hann við eins og honum einum er lagið. Þessari plötu verður fylgt eftir með myndbandi einu ógnar- vönduðu sem ætlunin er að gera við eitt laganna á plötunni og er reyndar byrjað að hanna. Ætlunin er að hafa samvinnu við erlend fyrirtæki um markaðssetningu og fleira í þeim dúr. — Ég spyr Rúnar hvernig það leggist í hann í hann að fara að selja útlendingum tónlist? „Maður veit náttúrulega ekkert hvemig þetta á eftir að ganga, en mér finnst spennandi að víkka að- eins sjóndeildarhringinn. Þegar á allt er litið þá er þessi markaður héma heima fremur lítill og hefur það eflaust átt sinn þátt í því hvað margar íslenskar hljómsveitir hafa orðið skammlífar. — Myndbandið sem er verið að hanna fyrir hljómsveitina verður gert af Karli Óskarssyni kvik- myndatökumanni og fleirum, en Karl er þekktur fagmaður á sínu sviði. Rúnar segir að þetta sé farið að gegna æ stærra hlutverki jafnvel héma heima, þeir sem séu með gott myndband við sína tónlist virðist eiga betra með að ná til fólksins. Það er alveg ljóst að þetta vídeó- ævintýri verður feykidýrt, en þeir félagar em sammála um að hér skuli hvergi sparað til þess að gera þetta sem best úr garði. MYNDBÖND VIÐ TÚNLIST, NÆSTUM NAUÐSYNLEG Dýr myndbönd sem gerð em eingöngu fyrir íslenskan markað em frekar hæpin fjárfesting, en þar sem hér er stefnt á erlendan mark- að er áríðandi að vanda verkið. Þessu myndbandi yrði komið á framfæri á skemmtistöðum hér á landi og svo auðvitað í hinu sívin- sæla Skonrokki, þaðan sem það lendir inn á spólur hjá þorra lands- manna sem láta það nægja en kau- pa ekki plötuna. Sama fyrirbærið kemur upp hjá rás tvö. Nú er farið að senda út í FM stereó, þannig að hægt er að ná mjög góðum upp- tökum úr útvarpinu. Þetta þýðir það að þær plötur sem fá mikla spilun á rásinni seljast síður en hinar því að það eru allir búnir að taka þær upp. Vinsældir á rás tvö em ákvarðaðar með tilliti til plötu- sölu að hluta til þannig að þar með erum við komnir í hring.... — Það er farið að líða á nóttina, komið fram yfir miðnætti. Við höfum setið yfir lútsterku kaffi og spjallað um allt milli himins og jarðar undir tónlist þeirri sem á að fara að vinna, það er að vísu bara gmnnur með söng, sem ekki verður notaður en gefur samt góða mynd af því hvað hér er á ferðinni. Hér kveður við hreinan tón og þéttan. Þeir félagar sökkva sér brátt nið- ur í vinnuna og láta sem ekkert sé þótt blaðasnápur skríði þar um borð og bekki mundandi ljós- myndatæki. Rúnar er sestur með gítarinn inní upptökuherbergið og spilar eins og sá sem valdið hefur. Hann og Tryggvi skiptast á orðum gegnum kerfið, það em flest lítt skiljanlegir frasar, því tónlistin á sitt slangur eins og aðrar iðngrein- ar. Það hallar óðum á nóttina og fyrir utan gluggann er borgin að setja sig í næturstellingar, það má heyra hlátra í fólki sem er á leið út að skemmta sér, fótatak, hróp og köll og umferðin drynur undir eins og fossniður. Skyndilega vindur sér inn úr dyrunum ungur maður, hár og grannur, öruggur með sig. Þar er kominn Helgi Bjömsson nýstiginn af sviðinu niðri í Iðnó þar sem hann leikur Ársæl glímukappa í söng- leiknum um Land míns föður. Það breytist andrúmsloftið þegar Helgi kemur, hann hendir af sér frakk- anum út í hom og er óðar farinn að tala við Tryggva á einhverju óskilj- anlegu tónlistarslangri. Hann talar hratt og ákaft með öllum líkaman- um, dansar um gólfið til þess að sýna hvað hann á við, keðjureykj- andi filterlausar sígarettur. Við tölum aðeins saman um tónlistina sem hann á svo stóran þátt í, um Isafjörð og fleira. En það er orðið framorðið og ég vil helst ekki þvælast meira en orðið er fyrir vinnandi fólki, svo að ég smelli nokkmm myndum af Helga. Tek síðan saman föggur mínar, þakka fyrir kaffið og hverf út í rigninguna og nóttina á vit borgarinnar.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.