Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 2
2 rRETTABLAPID vestfirsks J ■tlilHfiriVifiVll’H spyr: Nú, þegar V.f. á 10 ára afmæli, ertu sátt(ur) við það eins og það er, og hvað fyndist þér að betur mætti fara? Oddur Arnason Ég er þokkalega ánægöur með það, en mér finnst að það ætti að koma út oftar. Ætti að vera ennþá meira vestfirskt. Magnús Reynlr Guðmunds- son Mér finnst blaðið vissulega mjög gott, en það er kannski stundum full massívt, þyrfti að vera meira myndskreytt, smærri greinar, stærri fyrir- sagnir. Flnnbogi Svelnbjðmsson Gott að hafa alltaf fréttir úr byggðarlaginu. Uppáhalds- dálkurinn minn er Hefur Heyrt... Guðný Anna Vllhelmsdóttir Mér hefur stundum þótt vera full mikið af auglýsingum í því, en það hefur heldur skánað upp á síökastið. Jóhann Eiríksson Ég er ágætlega ánægður með það eins og það er. Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Kynnlng á skólastarfi: Mjög góð aðsókn Kynning sem fram fór á starfi grunnskóla i landinu og fór fram á laugardaginn 2. nóv. tókst með miklum ágætum hér á ísafirði. Að sögn Jóns Baldvins Hannessonar skólastjóra er taiið að um það bil 300 manns hafi komið og fylgst að einhverju leyti með starfi skólans þennan dag. Jón sagði að það hefði verið mjög mismunandi hvemig menn notuðu þessa kynningu, sumir fylgdust með kennslu hjá einum bekk, aðrir reyndu að fá einhverja yfirsýn yfir starfið í heild. Allar kennslustofur voru opnar og reynt var að láta kennslu fara fram með eðlilegum hætti eftir því sem það var unnt. Jón sagði að það væri full ástæða til þess að vera ánægður með nið- urstöðumar. Hann sagði að rétt væri að íhuga hvort þetta ætti ekki rétt á sér sem fastur liður í skóla- starfinu, kannski ekki á hverju ári en það væri ljóst að svona átak á landsgrundvelli gæfi greinilega mun betri þátttöku heldur en kom- ið hefði út úrsvipuðum kynningum sem reynt hefði verið að hafa heima í héraði. Jón sagði að á heildina litið væri þátttakan betri en menn hefðu þorað að vona og foreldrar virtust hafa verið nokkuð ánægð með það sem þau sáu. Kennarar væm líka ánægðir með þetta og það hefði allt hjálpast að til þess að þetta heppnaðist sem best. Jón Baldvin Hannesson. Látíð stilla ljósln Nú fer f hönd dimmasti tfmi árs- ins og þvf er brýnt að ökumenn og aðrir vegfarendur komi til leiks vel upplýstir. Gangandi fólk hafi á sér endur- skinsmerki og þeir sem aka hafi öll Ijós f lagi. Ástæða er til þess að minna ökumenn á að Ijósaskoðun átti að vera lokið 31. október síð- astliðinn. Allir vita hve hættuleg bifreið getur verið sé ekki allur ljósabúnaður f fullkomnu lagi. í árlegri skoðun ökuljósa eru öll ljós yfirfarin, en algengt er að still- ing þeirra fari úr skorðum af ýms- um orsökum og þau verði þar af leiðandi hættuleg öðrum vegfar- endum. En það er eins með ljósa- skoðun og almenna skoðun öku- tækja, það er ekki nóg að hafa ör- yggisbúnað í lagi þá daga sem skoðun fer fram. Stöðugt þarf að huga að því að bifreiðir séu við- búnar óvæntum atvikum í umferð- inni — sama á reyndar við um ökumenn þeirra. Það er því full á- stæða til þess að hvetja þá öku- menn sem ekki hafa látið stilla ljósin að gera það nú þegar. Frá umferðarráði. NORMAN VINŒNT PEALE Liftu lífinu lifandi Llfðu lífinu lifandi Bókaútgáfan öm og örlygur hafa endurútgefið bækurnar Vörð- uð leið til Iffshamingju og Lifðu Iffinu lifandi, eftir Norman Vincent Peale í þýðingu Baldvins Þ. Krist- jánssonar. Höfundur bókanna Norman Vincent Peale er einn vinsælasti kennimaður Bandaríkjanna fyrr og síðar. Þessar bækur komu áður út á árunum 1965 til 67 en hafa báðar verið ófáanlegar í nokkur ár. Það hefur frá öndverðu verið stefna blaðsins að kynna nýja blaðamenn fyrir Iesendum þess. Hér birtast myndir af þeim sem sjá um að skrifa í Vestfírska fréttablaðið. Til vinstri er Páll Ásgeir Ásgeirsson sem verið hefur í fullu starfí hjá blaðinu síðan um miðjan september síðastliðinn. Kaupið penna! Um helgina er ætlunin að böm úr Grunnskólanum gangi í hús á Isafirði og selji hvíta penna. Þessi sala á pennum er liður í herferð sem nokkur félagasamtök gangast fyrir í samvinnu við Hjálparstofn- un kirkjunnar. Mun ágóði af þess- ari pennasölu renna til uppbygg- ingar öldrunarmála. Það sem er sérstakt við þessa söfnun er það að þótt hér sé um landssöfnun að ræða þá er það svo að ágóðinn skiptist eftir kjördæmum. Þannig rennur það fé sem safnast í Vestfjarða- kjördæmi til uppbyggingar í hér- aðinu. Að sögn Péturs Sigurðssonar •formanns ASV, en Alþýðusam- bandið er eitt af þeim félagasam- tökum sem á þátt í þessari söfnun, er fyrirhugað að svona söfnun fari fram á hverju ári hér eftir. Auk ASl em þáttakendur í þessu átaki, Sjó- mannasamtökin, Lífeyrisþegadeild BSRB og Stéttarsamband bænda. Það er full ástæða til þess að hvetja ísfirðinga til þess að taka vel á móti sölubömunum þegar þau birtast um helgina. Kaupið hvítan penna og leggið góðu málefni lið. Viðgerð á skíðavegi Varanleg viðgerð er nú hafin á veginum upp á Seljalandsdai á fsa- firði. Fyrst i stað verður miðhluti vegarins hækkaður upp, en ætlunin er að hann haldi sér. Áætlað er að gera nokkrar breytingar á veginum og erþað nú í hönnun hjá Vegagerð rikisins. Þar sem ekki fengust næg- ar fjárveitingar til þessa verks mun ekkert frekar verða gert í þessu máli fyrr en næsta sumar. Standa vonir til að þá verði hægt að halda áfram framkvæmdum, og verður vegurinn þá unninn upp í áföng- um. Að sögn Bjöms Helgasonar munu vera uppi hugmyndir um að lengja veginn í átt til bæjarins, og yrðu gatnamót hans þá um hundr- að metrum innan við Grænagarð. Efri hluti myndi halda áfram þar sem „beygjan" er nú allt inn að „Siggakofa“. En sem fyrr segir er þetta allt ennþá á teikniborðinu hjá vegagerðinni. 4 Til hægri er Arnar Þór Árnason. Arnar stundar nám við Menntaskólann á ísafirði og er blaðamaður í hálfu starfi. Þeir félagar annast í sameiningu fréttaöflun, viðtöl og Ijósmyndun fyrir blaðið. Ef lesendum Iiggur eitthvað á hjarta, þá er síminn 4011.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.