Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 5
tvsstfirska i 5 Hmmörgu andlit V.f. Allt frá því ad Yestfírska fréttablaðið hóf göngu sína fyrir réttum tíu árum, hafa átt sér stað margar breytingar á útliti blaðsins. Hér á síðunni getur að líta þrjár þær stærstu, og til hliðsjónar er birt mynd af forsíðu fyrsta tölu- blaðsins. Fyrsta stóra breytingin átti sér stað á öðru aldursári blaðsins. Það var nánar tiltekið þann átjánda október 1976. Breyting þessi var tilkomin vegna breyttrar prenttækni hjá Prentstofunni ísrúnu. Svokölluð off- setprentun var tekin upp og við það leystu setningatölvur gömlu blýsetningarvélarn- ar af. I fyrstu var ef til vill ekki mikill sjáanlegur munur á útliti blaðsins, en vinnsla þess gekk mun hraðar og fréttir urðu þar af leiðandi nýrri, þegar þær birt- ust á síðum blaðsins. f jólablaði Vestfirska fréttablaðsins árið 1978 var svo fyrst farið að nota nýjan blað- haus, hannaðan af Herði Kristjánssyni. Þetta var mikil breyting, því eins og margir vita, ræðst útlit blaðsins að miklu leyti af 1. tbl. 1975 Eins og sjá má á myndinni var Holta- hverfið að rísa úr jörðu um svipað leyti og fyrsta eintak V.f. leit dagsins Ijós. Þetta leiðir óneitanlega hugann að þeim stórstígu framförum sem orðið hafa á þessum 10 árum sem liðin eru. 17. tbl. 1976 Þessi síða markar þau tímamót þegar offsetprentun hófst á blaðinu. Vestfirska fréttablaðið hefur ávallt reynt að vera í takt við tímann og að halda í við þá öru tækniþróun sem svo mjög setur mark sitt á okkar samtíð. 1. tbl. 1979 Hér stækkar brotið á blaðinu í þá mynd sem það birtist lesendum sín- um í dag. Þetta blað er gefið út í janúar þannig að þama má sjá tíund- aðar tölur um aflaverðmæti togar- anna á Vestfjörðum árið á undan. V.f. hefur alltaf reynt að hafa sterk tengsl við atvinnulífið og fylgjast grant með þeim greinum sem við byggjum h'fsafkomu okkar á. 25. tbl. 1978 Þessi fallega mynd eftir Leó Jó- hannsson prýddi forsíðu jólablaðsins 1978. Það leiðir hugann að hinum fjöl- mörgu listamönnum sem lagt hafa hönd á plóginn við að skreyta síður blaðsins á undanförnum árum, bæði með Ijósmyndum, teikningum og öðrum skreytingum. Blaðið vill þakka þeim veittan stuðning. blaðhausnum. Lesendur sjálfir ættu reyndar að geta dæmt um það útfrá þeim myndum sem með fylgja, hvort breytingin er ekki mikil. í næsta tölublaði á eftir, í janúar 1979 var svo blaðið stækkað í núverandi stærð, allar myndimar á síðunni eru í réttum hlut- föllum, þannig að stærðarbreytingin ætti að sjást vel. á Vestfirska frétíablaðinu. Tuttugasta og níunda maí 1980 var farið að gefa blaðið út vikulega, en fram að því hafði blaðið aðeins komið út á hálfsmánaðar fresti. Samfara þessu urðu svo önnur þáttaskil í sögu blaðsins, því að þá var í fyrsta skipti ráðinn blaðamaður í fullt starf við blaðið, en það var Eðvarð T. Jónsson. Blaðið hefur æ síðan komið út vikulega, og jafn- vel var gerð tilraun til að gefa blaðið út tvisvar í viku, en hætt var við þá útgáfu. Vestfirska fréttablaðið vill nú á þessum tímamótum þakka öllum þeim, sem lagt hafa hönd á plóginn í útgáfusögu þess, fyrir velvild og veitta aðstoð. Við þökkum lesendum jafnt sem þeim sem hafa skrifað í blaðið, við þökkum kaupendum og sölu- bömum. Vestfirska fréttablaðið væntir áframhaldandi samfylgdar ykkar og vel- vildar. Styðjum við bakið á sjálfstæðri blaðaútgáfu á Vestfjörðum, gerum veg Vestfirska fréttablaðsins sem mestan.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.