Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 1
FRETTABLASIÐ FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFL UG VELLI SÍMAR 3000 — 3400 — 3410 FLUGLEIDIR Verslunin ísafiröi sími 3103 Svipuð útkoma — Blöð á Norðurlandi gera úttekt á vídeóneyslu að hætti V.f. Svo virðist sem úttekt Vf. á rnvndbandanotkun hafi vakið önnur landsmálablöð til umhugsunar um þessi mál. Nýlega var gerð sams- konar könnun í fréttablaðinu Feyki sem gefið er út á Sauðárkróki. Blaðið kemst að þeirri niður- stöðu að Sauðkræklingar leigi sér myndbönd fyrir rúmlega 200 þús. krónur á viku. Á Sauðárkróki eru 4 myndbandaleigur. Samkvæmt út- reikningum blaðsins er hér um að ræða rúmlega 10 milljónir á ári, en það nemur jafnmiklu og öll fjár- veiting hins opinbera til byggingar hjúkrunar- og dvalarheimilis aldr- aðra á Sauðárkróki árið 1985. Það kemur fram í frétt Feykis að al- gengt innkaupsverð á spólum sé um það bil 4.500 krónur og þurfti því að leigja hana út 30 sinnum til þess að fá inn fyrir kostnaði. Að sögn mun góð spóla geta leigst út 60 til 70 sinnum. I könnun sem fram fór á vegum Dags á Akureyri nýlega kom í ljós að á einni viku voru leigðar út á Akureyri samtals 2867 videospólur. Forstöðumenn þessarar könnunar komust að þeirri niðurstöðu að hver 4 manna fjölskylda á Akureyri horfi á videó í samtals 65 klukku- stundir á ári. Á ársgrundvelli verða þetta rúmlega 22 milljónir króna sem Akureyringar greiða fyrir myndbandanotkun á ári hverju. Það vekur athygli að við þessa út- reikninga á myndbandanotkun Akureyringa er ekki tekið með í reikninginn að talsvert um sam- tengd kerfi og er þar stærsta kerfið með 400 samtengdar íbúðir. Þetta gefur því ekki alveg rétta mynd af heildameyslunni. Fram kom í könnuninni að neysla er mjög breytileg. Þannig er algengt að menn taki þetta frá 1 og uppí 6 spólur á viku, en þó heyrðist af einum sem átti það til að taka 20 spólur á viku. 8 myndbandaleigur em á Akureyri sem þjóna 13700 í- búum. Á ísafirði eru 4 leigur fyrir 3400 íbúa. Af þessu má ljóst vera að það eru fleiri en ísfirðingar sem eyða lung- anum úr sínum frítíma fyrir framan imbann. Bikarkeppni íyrstu deildar í sundi: U.M.F.B. í 3ja sætl — Hannes setti drengjamet Um síðustu helgi fór fram í Hafnarfirði, bikarkeppni fyrstu deildar I sundi. Lið UMFB sem tók þátt í keppninni lenti i þriðja sæti með 100 stig. Sigurvegari mótsins var sundfélagið Ægir, Reykjavík, með 206 stig og í öðm sæti varð HSK með 150 stig. Bolvíkingar mega vel við una, og er árangur þeirra á þessu móti mjög góður. Það var í fyrra sem lið UMFB vann sig upp í fyrstu deild svo greinilegt er að framtíðin er þeirra. Eitt Islandsmet var sett á mótinu, en þar var að verki Hannes Már Sigurðsson. Hannes setti nýtt drengjamet í 200 metra flugsundi, synti hann vegalengdina á 2.30.20 mínút- um og bætti með því eldra met um 5 sekúndur. Þá vann Ragna Lilja Garðarsdóttir bæði 100 m og 200 metra bringusund, og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir setti Vestfjarðamet í 200 metra flugsundi, telpnaflokki. Vestfirska fréttablaðið hafði samband við Huga S. Harðar- son, þjálfara bolvíska sundhðs- ins, og spurði hann hvort hann væri ánægðut með árangurinn. Hugi sagði að þessi árangur á fyrsta árinu í fyrstu deild væri mjög góður, ekki síst með tilliti til þess hve ungt sundlið Bol- víkinga væri. Sagði hann að flestir krakkamir væru á aldr- inum þrettán til fjórtán ára, og væri þar mjög efnilegt lið á ferðinni. Bolvfldngar stóðu sig sannarlega vel. Við vorum að vísu ekki á staðnum en þessa mynd tókum við á sundmóti í Bolungarvík fyrir skömmu. Dýrast á ísafírði — Hækkun á dagvistargjöldum Félagsmálaráð lagði til á fundi sinum 15. október siðastliðinn, að dagvistargjöld á leikskólum á Isa- firði hækki til samræmis við þá hækkun sem orðið hefur á launa- töxtum sfðan i febrúar en þá hækk- uðu þessi gjöld seinast og urðu þá með því hæsta sem þekkist á land- inu. Að sögn Lárusar Bjömssonar hefur þessi hækkun ekki enn verið samþykkt en gert er ráð fyrir því að svo verði á næstunni. Það bendir því allt til þess að með þessari hækkun taki ísfirðingar á ný for- ystu í þessum málum. Eftir hækk- unina verður dýrast á landinu að hafa böm á leikskóla á Isafirði. Þá kosta 4 tímar 2000 krónur og 5 tímar 2500 krónur. Til samanburð- ar má geta þess að 4 tímar á leik- skóla I Reykjavík kosta 1750 og 1800 krónur á Akureyri. 1 Reykja- vík kosta 5 tímar 2150 en 2200 á Akureyri. Þessi gjöld hækkuðu seinast í Reykjavík í september og um svipað leyti á Akureyri. Fiskur í ham- borgara Nú er hafin á ný vinnsla á fisk- hamborgurum í Hraðfrystihúsinu i Hnffsdal. Fiskhamborgarar voru fyrst unnir þar árið 1983, en vinnsla lagðist af vegna þess hve lágt verð fékkst fyrir afurðimar. Að sögn Einars Garðars Hjalta- sonar verkstjóra hjá Hraðfrystihús- inu, er þessi vinnsla nú aðeins til- raunavinnsla. Sagði hann að verð væri enn sem komið er of lágt og það væri á mörkunum að þetta borgaði sig. Einar sagði að lítið væri nú af fiski í Frystihúsinu, en reynt er að treina fiskinn með því að vinna hann í tímafrekari pakkningar, en Einar sagði það ekki endilega merkja að betra verð fengist fyrir fiskinn. Minna pappírs- flóð Flestir munu kannast við það flóð af happdrættismiðum og auglýs- ingaritum og allskyns sneplum sem flæða reglulega inn um bréfarifuna. Margir hafa sjálfsagt oft bölvað þessum ófögnuði og talið að best væri að vera laus við þetta. Nú gefst mönnum einmitt tæki- færi á því. Á bæjarskrifstofum liggja nú frammi eyðublöð sem menn geta fyllt út og sent til Hag- stofu tslands. Þetta er beiðni um að nafn sé afmáð úr nafnaskrám sem beitt er til útsendingar dreifibréfa, tilkynninga, auglýsinga eða áróð- Blaðið er fyllt út í viðurvist æggja votta, sent Hagstofunni og á er nafn viðkomandi strikað út af essum listum og hann um alla ramtíð laus við pappírsflóðið. n ... v»

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.