Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 2
vestíirska [ rRETTABLAÐID vestlirska Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Biaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guörún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaöur: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. 509 dagar í október — Atvinnuleysi á Bfldudal Frá því i byrjun október hefur veríð nokkurt atvinnuleysi á Bfldu- dal og núna um mánaðamótin voru 35 manns á atvinnuleysisskrá. Alls voru 509 atvinnuleysisdagar i októ- ber. Þetta eru aðallega konur sem unnu i frystihúsi Fiskvinnslunnar hf. á Bildudal, en sem kunnugt er var togarí Bflddælinga, Sölvi Bjarnason settur á nauðungarupp- boð i haust. Sfðan hefur veríð strjai eða engin atvinna á Bfldudal. Hóp- ur þeirra sem skráðir eru atvinnu- lausir skiptist þannig að um er að ræða 13 karla og 22 konur. Að sögn Jakobs Kristinssonar er stöðugt unnið að því að einhver úrlausn finnist í atvinnumálum Bílddælinga. Jakob sagði að menn hefðu fullan hug á því að kaupa Sölva Bjamason aftur, en það eru Fiskveiðasjóður og Byggðasjóður sem eru stærstu kröfuhafar í skip- inu. Sagði Jakob að seint gengi að semja við þá, kerfið væri þungt í vöfum. Hann sagðist þó vonast til að eitthvað rofaði til á næstunni þegar línubátur sem Fiskvinnslan er að festa kaup á, getur hafið veiðar. Málfreyjur a Patreksfirði Ný efiialaug Efnalaugin Albert heitir nýtt fyr- irtæki sem nú tekur til starfa á ísa- firði. Eigendur hennar eru hjónin Sigurborg Þorkelsdóttir og Gunnar Amórsson. Efnalaugin mun eins og nafnið bendir til, hreinsa föt, og eru til þess notuð tæki frá þýska fyrirtækinu Böve. Að sögn Sigurborgar Þor- kelsdóítur mun þar einnig verða hægt að fá föt vatnsvarin, og margt fleira yrði þar nýtt á ferðinni. Mynd sú sem með fylgir var tekin nú fyrr í vikunni, þegar verið var að koma tækjum fyrir í Alberti. Málfreyjur nefnist félagsskapur sem mikið hefur starfað vitt og breitt um landið. Tilgangur félags- ins er að efla sjálfstraust félaga sinna og þjálfa þá i ræðumennsku. Lengst af hafa eingöngu veríð kon- ur innan vébanda hreyfingarínnar en nú hefur reglum verið breytt þannig að karlmenn geta fengið inngöngu í málfreyjuklúbbana ef samstaða næst um það. Starfsemi af þessu tagi hefur verið með mjög miklum blóma á Patreksfirði. Ekki er nóg með að haldið hafi verið uppi öflugu mál- freyjustarfi þar heldur hafa mál- freyjur á Patreksfirði gengist fyrir stofnun samskonar klúbba á Tálknafirði og Bíldudal. Sagði heimildarmaður blaðsins, Anna Einarsdóttir á Patreksfirði að talið væri að í þessum þremur félögum væri 60 til 70 félagar sem er góð þátttaka. MATAR- HORNIÐ Umsjónarmaður Matardálks- ins að þessu sinni er Dagmar Gunnarsdóttir. Dagmar er mikil áhugamanneskja um matargerð og ýmislegt góðgæti. Hún lét okkur í té uppáhaldskjúklinga- uppskríftina sína. Sá sem þessar línur rítar getur boríð vitni um það að þessi uppskríft er hrein- asta lostæti. Kjúklingaréttur fyrir 6 — 8 2 kjúklingar karrý 2 súputeningar 6 bollar hrísgrjón Vi dós kjúklingasúpa Vi dós sveppir 'A dós aspargus Vi dós maísbaunir 6 matskeiðar majones. Kjúklingurinn er grillaður og kryddaður eftir smekk með salti, pipar, kjúklingakryddi og paprikudufti Síðan er soðinu af aspargusnum hrært út í majonesið og búið til þykkni. Ot í það er síðan sett karrý, súpu- teningar sem hafa verið leystir upp, sveppimir, maísbaunimar og aspargusinn. Síðan er hrís- grjónunum sem er búið að sjóða, hrært saman við. Kjúkl- ingurinn er losaður frá beinun- um, kjötið saxað og þessu öllu blandað saman í ofnskúffu, ostur rifinn yfir og bakað í ofni við 200 gráður í ca. 20 mínútur eða þar til osturinn er gulbrúnn. Borið fram með heitu hvít- lauksbrauði. Verði ykkur að góðu Krístni- boðsdagur Um þessar mundir er kristni- boðsdags Þjóðkirkjunnar minnst með ýmsum hætti í kirkjum lands- ins. Dagsins verður minnst í Isa- fjarðarkirkju á laugardaginn næst- komandi, 16. nóvember. Benedikt Amkelsson kristniboði mun þar flytja erindi og sýna myndir og hefst samkoman kl. 8.30. Benedikt mun síðan messa í kirkjunni klukkan 14.00 á sunnudag. Ástæða er til þess að hvetja safnaðarmeð- limi til þess að mæta og fræðast um kristniboðsstörf sem unnin eru víða um heim. doncano • • • * Stærðif.XS til Verð'frá 2.770,#0 SRORTHLAÐAN kf .SILFURTÖRÖI 1 . 400 ÍSAFIRÐI SÍMI 4123 . . “doncano StærðiY XS til XL Verð.fsá 4.550,00 'Anótakker . Stærðir S til L Verð frá 4.375,00' Bárna Stærðir-6 til 14 Ver-ðfrá 3*150.0 -- —------—— —” — —' —— '"T’ — T-— * « *'k « * •** Stærðir.6 til 14 * . . Verð írá 1.750,00 ; Glansgallar * J5ta§rðir 10 til'L ^ - oofío. .* ‘Verð frá 3.770,00- * C°lo.r

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.