Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 4
vestíirska FRETTABLADID Isafjarðarkanpstaður Umönnun barna! Starfsmaður óskast í tímbundið verkefni vikuna 18. — 23. nóv. n.k. frá kl. 08:00—17:00. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. Félagsmálastjórí. Islendlngar eru þverhausar Alla sunnudaga til jóla opið frá 13:00—18:00 Mánudaga — föstudaga 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00 Laugardaga 10:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00 Sunnudaga 13:00 - 18:00 Blómabúðín ísafirði sími 4134 Litli leikklúbburinn sýnir TOBACCO ROAD eftir Erskine Caldvell í leikstjóm Sigríðar HagaJín FRUMSÝNING sunnudaginn 17. nóv. kl. 21:00 ÖNNUR SÝNING þriðjudaginn 19. nóv. kl. 21:00 Sýnt verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Miðapantanir í síma 4201 frá kl. 17:00 til 19:00 Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 Hér verður á nokkrum tugum dálksentimetra rætt við einn vel þekktan íbúa bæjarins. Þetta er hann Torfí Einarsson sem til margra ára var starfandi lögregluþjónn á Isafirði. Hann hefur nu látið af því starfi fyrir allnokkru og gegnir nú starfi afgreiðslustjóra hjá Flugfélaginu Erni. Sjálfur segir hann að starfsheiti sitt sé „vikapiltur“. Torfa féll vel að vinna í lögreglunni enda á það vel við hann að vinna með fólki, þótt starfsaðferðir hans þættu á tíðum óvenju- legar. Hann segir sjálfur að hann sé svo latur að hann hafí aldrei nennt að slást við menn. Það hafi gefist mun betur að segja „snautiði nu í burtu strákar mínir svo ég þurfi ekki að setja ykkur inn“. Mín tilgáta er hins vegar sú að Torfa sé fremur illa við að leggja hendur á fólk, enda er hann maður með stórt hjarta sem ekkert aumt má sjá. Börn laðast nijög að honum og hann hefur alla tíð haldið á heimili sínu í Hnífsdal, h jörð af ýmsum dýrum, hunda, ketti, hesta, lömb, mýs og seli. Torfí er maður vel lesinn með ótal skoðanir á lífinu og tilverunni þó svo að skólaganga hans sé ekki vörðuð langdvölum á menntasetrum eða glæstum prófskírteinum. Hann á létt með að s já það spaugilega í tilverunni og er fl jótur tiL svars fínnist honum á sig hallað. Þessi drög að viðtali fóru fram í afgreiðslu Ernis og það var svosem ekkert óskaplegt næði, alltaf menn að koma og fara og allir áttu erindi við Torfa. En í Ijósi þess sem að framan er sagt var ekki óviðeigandi að talið bærist fyrst að lögreglunni. LÚGREGLAN ÞVERSNIÐ AF ÞJÓÐFÉLAGINU — Ég byrjaði á því að spyrja Torfa hvort lögreglan væri eins og af væri látið? „Lögreglan er náttúrulega bara þversnið af þjóðfélaginu, hvorki verri né betri. Þó þarf sennilega meiri gætni í þetta starf en mörg önnur því þama er verið að vinna með fólk, ekki verið að flaka fisk. Góður lögreglumaður gerir miklu meira en að gæta laga og réttar, hann þarf helst að vera líka sál- fræðingur, félagsfræðingur og lög- fræðingur. Ég held að það hafi ekki mikið breyst á þessum áram sem ég var í löggunni. Það hefur fjölgað úr 6 í 10 lögregluþjóna en aðferðimar og aðstaðan hefur ekkert breyst. Ég held að það sé nú kannski ekki endilega þörf á öllum þessum lög- regluþjónum. Þetta er spuming um það hvað á að hafa mikið eftirlit með almenningi, hvað á að hafa hann mikið undir hælnum.“ — Nú heyrist lögreglan oft harka- lega gagnrýnd, heyrir lögreglu- maður í litlum bæ mikið af slíku? „Þetta er þannig starf að allt sem gert er orkar tvímælis. Yfirleitt skiptir lögreglan sér ekki af fólki nema eitthvað fari úrskeiðis og þá er það yfirleitt neikvæða hliðin á fólki sem snýr að lögreglunni." — Hvað varð þess valdandi að þú hættir í lögreglunni eftir svo langan tíma? „Við skulum ekkert vera að fjöl- yrða um það. Þetta var orðið nógu langt, ég ætlaði aldrei að vera í lögreglunni nema í tvo mánuði við afleysingar. Ég hætti til sjós eftir mörg ár og ætlaði að prófa þetta, það fór svo að ég var í lögreglunni í 12 ár. Ég hafði farið 13 ára til sjós og stundað sjómennsku í mörg ár á allskyns fleytum. Hefðbundin skólaganga mín hefur því verið af svona frekar skomum skammti. Ég var að gutla þetta í bamaskóla, þótti ágætlega rækur svona fram- anaf en var farinn að verða hálf- gerður lassi. Mér leiddist þetta hel- víti. SKIPTIR EKKI MÁLI ÞÖTT ÞÚ VÆRIR EILÍFÐARSTÚDENT Víst hefur það orðið manni fjöt- ur um fót að hafa enga menntun. Maður hefur orðið að læra þetta allt af sjálfum sér sem hinir hafa náttúralega þurft að gera líka, þeir hafa bara betri undirstöðu. Annars skiptir það ekki máli þó þú værir eilifðarstúdent, búinn að fara í gegnum háskóla og allt það, það er ekki þar með sagt að þú sért í stakk búinn til þess að takast á við það ævistarf sem þú að endingu hafnar í. Þú ferð kannski og lærir til prests og endar svo sem skipstjóri. I lögreglunni, eins og ég sagði áðan, þurfa menn að takast á við ólík verkefni. Það er nú kannski hægt að segja frá ýmsu sem henti, en það er erfitt hér þekkja allir alla og vita við hverja er átt. Það var þekktur borgari hér í bæ sem við björguðum eitt sinn frá drakknun, hann hafði farið í bað en gætti ekki að því að baðið var í heitara lagi og hann var drakknari en góðu hófi gegndi. Það sveif hressilega á hann svo að hann komst ekki uppúr aftur. Þegar við komum á svæðið var hann búinn að liggja lengi í baðinu og orðinn gegnkaldur og máttum við hífa hann upp úr og drauja kalli uppá sjúkrahús. Það henti ungan mann hér í bæ að hann var rekinn að heiman. Þetta var góðkunningi lögreglunn- ar svo að við neyddumst til þess að hýsa hann. Piltur hafði með sér að heiman ýmsa hluti svo sem segul- band með góðri tónlist, teppi og myndir til þess að hengja á veggi. Nú, ég leyfði honum að koma sér fyrir og gera svolítið heimilislegt í klefanum. Seinna um kvöldið tók- um við svo annan ungan mann úr umferð sem alls ekki vildi láta loka sig inni. Ég fór inn til hins sem

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.