Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Page 1
PURVEYOR TO HER MAJESTY THE QUEEN OF DENMARK BING & GR0NDAHL VÖRURNAR ERU KOMNAR: + Jólaplattinn * Jólabjallan * Jólahjörtun ásamt mávastellinu og fleiru og fleiru íiÉi 1 Sincirffudfc/insson k gbo^ Í>,mí 1200 - tflS Solumju’iOík Þessa mynd tók Vf. á sunnudag þegar veðrið var hvað verst. Glöggt má sjá að veðurhæðin var afskapleg. Slapp naumlega — Bíll lenti útaf á Óshlíð og eyðilagðist Ungur maður barg Iffi sínu með ótrúlegu snarræði síðastliðið föstu- dagskvöld, þegar bifreið hans lenti út af veginum á Óshlíð. Maðurinn var á leið út í Bolung- arvík frá Isafirði þegar hann missti stjóm á bifreið sinni og lenti hún út af veginum. Á síðustu stundu tókst ökumanninum að varpa sér út úr bílnum og komast þar með ó- meiddur úr þessum hildarleik. Bif- reiðin fór niður i fjöra og er gjöró- nýt. Eins og myndin ber með sér hefði ökumaður varla sloppið heill á húfi ef hann hefði orðið bifreið- inni samferða niður í fjöru. Skemmdir á mamrvirkjum — en engin slys á fólki í aftakaveðri sem gekk yfir Vestfirði um helgina Rysjótt veður hefur verið á Vest- f jörðum að undanförnu og verst var það um helgina þegar aftakaveður af suðvestri gekk yfir fjórðunginn. Olli veðrið talsverðum skemmdum á mannvirkjum. en ekki er kunnugt um að slys hafi orðið á mönnum. Telja elztu menn að hér sé um að ræða eitt versta veður sem gengið hefur yfir Vestfirði sfðan haustið 1936. I Hnífsdal urðu skemmdir á hesthúsum og vélageymsla sem stóð rétt við húsin fauk í heilu lagi á haf út. Skemmdir urðu bæði á húsum og bílum vegna fjúkandi fiskikassa og einnig losnuðu plötur af nokkrum húsum og stafaði af þeim nokkur hætta. 16 feta plast- bátur sem stóð í garði eiganda síns við Miðtún á Isafirði hvarf út í veður og vind og hefur ekki fundist af honum tangur né tötur. Skúr við Grænagarð fauk um koll og skemmdist. Ríllinn er illa útleikinn eftir ferðina niður hh'ðina. Þingeyri: Tveír bátar sukku í óveðrinu sem var nú í síðustu viku og um helgina, losnuðu tveir bátar frá bryggju á Þingeyri, og eru þeir taldir ónýtir. Það voru bátarnir Stígandi 1,5 tonn og Dýrfirðingur 6 tonn sem losnuðu frá bryggju með þessum afleiðingum. Bátarair voru báðir bundnir utan í aðra báta, og mun festin hafa losnað í hamagangin- um. Bátana rak báða upp í fjöru og brotnuðu þar mélinu smærra. Að sögn Bjama Einarssonar á Þingeyri eru báðir bátamir það illa famir að þeir verða að teljast geró- nýtir. Mlssti tvö skrúfublöð — Framnes IS í hrakningum Framnes ís frá Þingeyri varð fyrir áfalli á sunnudagsmorgun. Talið er að annað af svokölluð- um slingubrettum hafi losnað undan skipinu og farið í skrúf- una. Brotnaði skrúfuhringurinn af og sömuleiðis 2 skrúfublöð. Þetta skeði um kl. 9 á sunnu- dagsmorgun í aftakaveðri, var vindurinn 10 til 13 vindstig eftir lýsingum að dæma og heldur hvassari í hryðjunum. Rak skipið stjómlaust undan veð- rinu uns hjálp barst um kl. 15. Var það Sléttanesið frá Þingeyri sem kom Framnesinu til að- stoðar og dró það til hafnar. Komu skipin til hafnar á Þing- eyri kl. 20.00 á mánudagskvöld eftir langt og strangt ferðalag í vonskuveðri. „Svona er sjó- mannslífið", sagði Bjami Ein- arsson útgerðarstjóri á Þingeyri í viðtali við blaðið, „það er stundum meira en að labba upp á skrifstofu og sækja kaupið sitt.“ Þrátt fyrir þessa hrakninga taldi Bjami að þeir hefðu ekki verið i neinum lifsháska, þetta væm traustbyggð skip sem þyldu vel fangbrögð Ægis. Sléttanesið hélt rakleiðis til veiða á ný en að sögn Bjama hefur ekkert verið ákveðið hvar eða hvenær Framnesið fer í slipp. Bjami sagði að þrátt fyrir þetta áfall myndu skip Kaupfé- lags Dýrfirðinga klára sinn kvóta á árinu. Hann sagði að kvótinn dygði tæplega. Þannig hefði Sléttanesið verið að koma af veiðum fyrir Hafnfirðinga. Skipstjóri á Framnesi í þessari veiðiferð var Skúli Elíasson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.