Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 3
vestfirska TRETTABLASIS Slegið á þráöinn Steinþór Friðriksson: Voru tölumar réttar? Eitt af því sem vakið hefur upp umræðu manna á meðal að undan- fömu er könnun sem Vf gerði ný- lega á myndbandanotkun ísfirð- inga. Siðan hafa fleirí landshluta- blöð fetað í fótspor okkar og fengið svipaðar niðurstöður. Okkur lang- aði til þess að vita hvernig þessi mál litu út frá sjónarhóli þess sem stendur hinum megin við búðar- borðið. Steinþór Fríðriksson rekur Videóhöllina á Isafirði og hefur talsverð umsvif í þessari grein. Við slógum á þráðinn til hans og spurð- um hvað honum fyndist um téða könnun. „Mér fannst tölumar fáránlegar og langt frá raunveruleikanum. Þama er verið að taka tölur um út- leigu á fimmtudegi og framreikna þær í 365 daga á ári, það gengur auðvitað ekki. Það eru dauðir dag- ar á milli. Mér finnst sennilegt að vídeómarkaðurinn héma velti svona um það bil 5 til 6 milljónum á ári, þannig að þessar tölur ykkar eru stórlega ofreiknaðar.“ — En nú hafa svipaðar kannanir annars staðar gefið svipaða út- komu? „Það em sennilega svipuð mis- tök á ferðinni, leiga á fimmtudegi er færð yfir á árið.“ — Hvað viltu segja um kostnaðar- hliðina? „Innkaupsverð á spólum er í kringum 5000 krónur stk. þótt auðvitað sé hægt að ná því niður með magninnkaupum. Þetta þýðir það að hverja spólu þarf að leigja út 25 til 30 sinnum bara til þess að ná inn fyrir innkaupsverði. Síðan er auðvitað heilmikill rekstrarkostn- aður í kringum leiguna sjálfa. Þar ofan á bætist svo að það eru alls ekki allar myndir sem standa undir sér, það em sveiflur í þessu, sumar myndir bæta upp tapið á öðrum.“ — Nú kvarta myndbandaleigur í Reykjavík undan vaxandi sam- keppni og minnkandi eftirspum, hvemig er þessu háttað hér? „Að undanfömu hefur sam- keppnin verið að aukast sérstaklega í VHS en það er það sem orðið hefur ofan á hér á Isafirði. Ég var miklu meira með Beta spólur, en er sem óðast að ná fótfestu á VHS markaðnum. Ég gæti trúað að það væru ca 250 VHS myndbandstæki hér á mark- aðnum og um 60 Beta, þannig að það er alveg ljóst að það svarar ekki kostnaði að kaupa hvaða spólur í Beta sem er. Það verður að reyna að byggja þetta upp á skiptum við aðrar leigur.“ Steinþór Friðriksson. — Fara útlánin eftir því hvað er í sjónvarpinu? „Það fer mest eftir sjónvarpinu, já, en það er fleira sem hefur áhrif, veðrið til dæmis, þó ekki eins og fólk skyldi halda. Það hefur til að Ritstjóm blaðsins barst þetta bréf frá Ghana. Þar skrífa nokkur ungmenni sem langar til þess að eignast pennavini á íslandi. Þeir sem hafa áhuga á að skiptast á bréfum við þau geta skrifað til: Rosemary Marshall P.O. box 514 Tema Ghana. Á morgun föstudag gefst Isfirð- ingum jafnt stórum sem smáum kostur á að njóta sýningar og hljómleika hljómsveitarinnar Kukls ásamt félögum úr Medúsu. Margir hafa kannski heyrt á þessi nöfn minnst, en fleiri vita ekki hvað hér er á ferðinni. Hljómsveitin hef- ur vakið mikla athygli erlendis, nú síðast á rokkhátíðinni í Roskilde (vinabæ Isafjarðar) nú í sumar. Þar vakti sveitin geysimikla athygh og fékk frábæra dóma helstu blaða í Evrópu. Má einnig geta þess að mynda verið slæmt veður undan- farið, en það hefur ekki verið neitt meiri traffík en í leigunni. Mér hefuir líka sýnst að fólk eigi enn minni peninga en áður. — Hvað vill fólk helst horfa á? „Fólk vill fyrst og fremst sjá góðar spennu- og hasarmyndir, og svo gamanmyndir. Svo eru hroll- vekjumar alltaf vinsælar, það eykst oft ásókn í þær þegar fer að dimma. Annars fylgjast margir grannt með vinsældalistum yfir spólur sem birtast í dagblöðunum og fer fara eftir þeim. Fólk veit að það lenda ekki inn á listann nema vandaðar myndir. Ég er alveg steinhættur með framhaldsmyndaflokkana, það var stórtap á þeim. Það vin- sælasta núna, það eru miniseríum- ar, þættir á tveim spólum. — Er þetta stöðugur markaður, er enn að fjölga notendum? „Já, þeim fjölgar enn, en það jafnast hinsvegar út því að flestir nota þetta langmest fyrst, svo dett- ur neyslan niður. Það má segja að þetta sé svona æði sem gengur yfir. Það breytist sjálfsagt allt þegar út- varpslögin koma með aukið frjáls- ræði. Það er ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. Grace Arku P.O. Box 1124 Oguaa Ghana Joyce Jackson P.O. Box 514 Tema Ghana. Þetta fólk á það sameiginlegt að vera á tvítugsaldri, og hefur áhuga á ferðalögum, íþróttum og kvik- myndum. Kukl var með uppákomu við opn- un göngugötu á Laugarvegi nú fyrir skömmu. Nú á morgun munu þau svo skemmta ísfirðingum með tónlist, rokk, jazz, suðuramerískri músik, ljóðalestri og fleiri athyghs- verðum atriðum. Við viljum hvetja Isfirðinga og nágranna til að sjá aumur á fjárhag skólafélagsins og- mæta sér og öðrum til skemmtunar (það má vel gefa videóinu fri eitt kvöld, ekki satt?). Tónlistarklúbbur M.í. FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Fjarðarstrætl 59, falleg og rúm- góð 3ja herb. íbúð með góðu geymsluherbergi í kjallara, svo og góðri sameign þar. Getur losnað fyrir næstu áramót. Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á neðstu hæð ( þríbýlishúsi. Laus í jan. feb. n.k. Urðarvegur 50, 2x95 ferm. raðhús. Stórholt 7, 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Skiþti á ódýrari íbúð koma til greina. Aðalstræti 12, norðurendi. Húsið er nýstandsetf að innan. Aðalstræti 20, nú er einungis ein íbúð óseld í húsinu um er að ræða glæsilega 2ja herb. íbúð á 4 hæð og verður íbúðin tilbúin undir tréverk og málningu á næst- unni. Urðarvegur 80, 2ja herb. íbúð á 1. hæð íbúðin er tilbúin undir tré- verk og málningu. Hagstætt verð og greiðslukjör. Hlíðarvegur 5, 3ja — 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. BOLUNGARVÍK: Skólastígur 13, 5 herb. íbúð í þarhúsi. Laus eftir samkomulagi. Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguleg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðargata 8, einbýlishús úr timbri, kjallari, hæð og ris. ARNARGEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 Askorun tp stjóm- valda á íslandi I kynningarbæklingi sem Samtök herstöðvarandstæðinga sendu nýveríð frá sér kemur fram að kostnaður Bandaríkja- hers og Nato vegna vígbúnaðar- umsvifa á íslandi nemursamtals 43.215,00 milljónum króna. Heildartekjur íslenska ríkisins 1985 nema 25335,00 milljónum króna. Er þetta það sem íslensk stjórnvöld kalla „að styðja sér- hverja viðleitni til afvopnunar á alþjóðavettvangi” svo vitnað sé í þingsályktunartillögu Alþingis um afvopnunarmál. SHA hafa sent frá sér áskor- un til íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir því að þetta fé yrði heldur notað í baráttunni gegn hungri og sjúkdómum i heiminum. Þetta er fróm ósk en sennilega jafn þýðingarlaus og að biðja djöfulinn sjálfan um góðverk. Pennavlnlr Hljómleikar: Kukl á ísafirdi

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.