Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 5
 vestfirska TTASLASID 5 ingin um vont, verra, verst. Mér finnst Alþýðubandalagið að mörgu leyti vondur flokkur, en það eru margir verri. En það er engum til hróss að vera efstur í tossabekk, eins og Alþýðubandalagið er í mínum augum. Það hefur þó verið að finna eitt og eitt mál sem ég get fellt mig við og ég hef oft barist við hlið þeirra, sem er að finna í þess- um flokki. UM PÓLITISKA UMRÆÐU... En það er eins og við manninn mælt, um leið og fólk heyrir minnst á sósíalisma þá sér það fyrir sér þessa ferköntuðu leiðinlegu kalla í Sovétríkjunum og þar með er lokað fyrir alla frekari umræðu. Við ætt- um rétt eins og önnur lönd að geta byggt upp okkar útgáfu af sósíal- isma sem á engan hátt bæri neinn svip af skipulagi fyrir austan tjald. En á þessum ótta hefur íhaldið alið um áratuga skeið og um leið og einhver víkur örlítið í áttina til vinstri, þá góla þeir allir „rússinn kemur, rússinn kemur”. Og þar með er búið að loka fyrir öll skiln- ingarvit á þessu blessaða fólki og ekki hægt að ræða málin neitt frekar. Austur- og Vestur-Þjóðverjar tala báðir þýsku, en þeir skilja ekki hverjir aðra. Eins er þessu farið með íhaldsmann og kommúnista á Islandi. Og þó maður hafi reynt að viðhalda einhverju málamynda- hlutleysi með því að bindast ekki neinum flokki, þá er það alveg sama. Um leið og ég hef upp minn kjaft einhvers staðar, þá er ég orðin rússadindill. Þetta er alveg maka- laust, enginn foraktar meira en ég þá pólitík sem rekin er þama aust- urfrá. Ég held að ég sé svo friðelskandi að ég sé tilbúin til þess að fara í stríð fyrir friðinn, — óvopnað að sjálfsögðu. UM RATSJÁRSTÖÐVAR OG ANDSTÆÐINGA HENNAR... Það vita allir sem vilja vita það að ratsjárstöðvamar eru aðeins hlekkur í stærri keðju sem er að fara með mannkyn allt til helvítis. I baráttunni gegn þessum apparöt- um vomm við að berjast við fólk sem sér engan mun á vélbyssu og myndavél. Einn af framámönnum Bolungarvíkur lét hafa það eftir sér í viðtali í Vf að hann sæi engan mun á því að græða á amrískum hermanni eða amrískum túrista. Þetta hugarfar lýsir þeirri vonlausu baráttu sem við stóðum í, enda tókst hún ekki sem skyldi. UM 1.DES HÚPINN... Sem átti að berjast gegn ratsjár- stöðvunum á breiðum grundvelli. Það sem varð honum að falli var hræðsla. Það máttu ekki vera of margir vinstri menn, það varð að vera fágaður í tali, það varð að hafa slétta og fellda ímynd sem sneri að almenningi, og það átti að tefla fram prestum og fínu fólki. Svona róttækir skúrkar eins og ég máttum alls ekki sjást frekar en óhreinu bömin hennar Evu. Maður er svo sem tilbúinn til þess að leggja ýmislegt á sig fyrir góðan málstað, jafnvel að láta sig hverfa. Ef ég hefði haldið að það tefði byggingu stöðvarinnar að ég héldi kjafti, þá hefði ég gert það. En ratsjárstöð er náttúrulega ekkert einkamál Bolvíkinga og það er al- veg fáheyrt að bæjarstjóm Bolung- arvíkur í samráði við varaþing- mann Reykvíkinga í ráðherrastóli taki ákvarðanir á borð við þessa. UM OFSTÆKI... Það var haldinn frægur fundur úti í Bolungarvík um byggingu rat- sjárstöðvanna. Það átti að reyna að benda fólki á samhengið milli byggingu byggingar stöðvanna og þeirri hættu sem mannkyninu staf- ar af auknum vígbúnaði. Á fund- inum héldu erindi menn frá Sam- tökum lækna gegn kjamorkuvá og sömuleiðis frá Samtökum eðlis- fræðinga gegn kjamorkuvá. Þessi fundur sem átti að vera mjög alvarlegur og málefnalegur fór út í það að vera leiðinlegt póli- tískt skítkast og það frá fullorðnum mönnum. Þessu fólki verður að vera ljóst að Bolungarvík er ekki lengur nafli alheimsins. Og að heimurinn er ekki svartur og hvítur. UM JAFNRÉTTI... Það em sennilega liðin ein 17 ár síðan ég sté fyrst í pontu og talaði um jafnrétti kynjanna. Á þessum 17 árum hefur maður alltaf af og til verið að kroppa í þessi kaun sem vissulega svíða enn. Árangur hefur auðvitað náðst, þó hann sé illa mælanlegur og þaðan af síður hægt að setjast niður og segja að nú sé nóg komið; nú sé sigurinn unninn. Það sem að margra dómi hefur áunnist er, að við erum komin með konur í margar toppstöður í þjóð- félaginu. Ég get ekki séð að ég sé neitt bættari þó að ég sem láglaunakona fái jafnsmánarleg laun og lág- launakarlmaður. Mér líður ekkert betur þó að síðan sé til einhver kona á ráðherralaunum. Fyrir mér getur jafnréttisbarátta aldrei orðið annað en stéttabarátta. Konur em í dag upp til hópa láglaunastétt. Til þess að fá viðurkenningu í starfi þarf kona að leggja á sig helmingi meiri vinnu og vera helmingi klár- ari en karlmaður. UM KVENNAFRÍDAGINN Ég get ekki betur séð en að obb- inn af konum sé ennþá ólaunaðar hjákonur eða vinnukonur á sínum eigin heimilum, ásamt því að vera fótaþurrkur á vinnustað sínum oft á tíðum. Hvað varðar hátíðahöld hér á ísafirði á kvennafrídaginn þá vona ég, ísfirðinga vegna, að fréttir af því hafi ekki farið víða. 1 Reykjavík og reyndar víðast hvar um landið var slagorð dagsins „Konur hvað nú?“ en á ísafirði var það „hip hip húrra, við erum búnar að vinna,“ og svo duttu þær allar í það og hrópuðu ferfalt húrra fyrir ríkisstjórninni. I forsvari fyrir þessari samkomu voru að hluta til sömu konurnar og höfðu skömmu áður dæmt mig úr leik af því að ég er „VANfær“. UM FRAMTÍÐINA... Ég ætla aðallega að halda áfram að skrifa, ég er orðin dálítið leið á fundarsetum og nefndardvölum og þess háttar. Oftar en ekki er þetta hálfgert yfirklór og sýndar- mennska. Ég rekst illa í flokki, ég er svo frek og leiðinlegt. Svo held ég vilji helst vinna upp á eigin spýtur. Ég sé ekki í fljótu bragði þann hóp fólks hér á ísafirði sem ég vildi vinna með að framgangi einhverra þjóð- þrifamála, svo ég reikna með að berjast við ritvélina, bombarderi menn og málefni úr launsátri... UM HJÓNABANDIÐ... Það er geysilegt happ að vera svona vel gift á þessum síðustu og verstu tímum lausungar og siðleys- is, og vera laus undan þeim óþæg- indum sem fylgja því að vera á lausu. UM HAMINGJUNA... Flestar uppskriftir sem ég hef séð að hamingju eru ótrúlega væmnar. Þetta er allt undir manni sjálfum komið. En ég held að maður sem er bæði heimskur og húmorlaus sé það vonlausasta sem til er, og geti aldrei orðið hamingjusamur. UM MENNINGU... Sumir halda að allt sem maður- inn hugsar og aðhefst sé menning. Aðrir að menning sé eitthvað sem fámenn útvalin klíka matreiðir fyrir sauðsvartan almúgann sem ekkert veit í sinn haus. Eg held að sannleikurinn sé þama einhvers staðar mitt á milli. Ég get ekki séð að menningin á Isafirði sé neitt frábrugðin því sem gerist í svipuð- um krummaskuðum annars staðar. UM JAFNVÆGI f BYGGÐ LANDSINS... „Því miður“ er ekki hægt að flytja alla íbúa landsbyggðarinnar í blokkir í úthverfum Reykjavíkur. Þorskurinn veit ekki ennþá að það er betra að búa í Reykjavík. Það hlýtur að vera „þjóðhagslega hagkvæmt“ að búa nálægt fiski- miðunum. UM FRJÁLSHYGGJU... Það væri best ef þessir frjáls- hyggjupostular segðu hreint út það sem þeir meina, þ.e. við viljum ekki ala afætur þjóðfélagsins, svo sem eins og gamalt fólk, fatlaða, van- gefna, já, eða bömin. Hvað á að gera við bömin, þau eru fjárhags- lega óhagkvæm. UM MENNTUN... Besta fjárfesting sem völ er á, þó virðist misskipting gæðanna vera að aukast í þeim efnum. Ef rekin er einhver markviss menntastefna í þessu landi, þá hefur hún alveg farið fram hjá mér. UM EINKASKÚLA... Stórt skref aftur á bak. Ég hef enga trú á að þetta verði nemend- unum til góða. UM GARÐRÆKT... Voltaire sagði að maður ætti að vera heima og rækta garðinn sinn. Það væri gott og blessað ef garð- amir fengju að vera í friði. Meinið er að sumir virðast sjá þann tilgang einan í blómabeðum að þau séu eitthvað til þess að traðka á og skemma. UM EINKABÍLINN... Það á alfarið að banna hann. Taka upp strætóferðir um allan bæinn allan sólarhringinn. Fólk getur leigt sér bíl yfir sumarið ef það vill fara eitthvað. UM KLASSISKA TÚNLIST... Ómissandi, það verður að ala böm upp við hana, spila Wagner yfir þeim í vöggunni án miskunnar. UM UPPELDI... Verður að vera afar strangt. Hæfilegur agi og ást eru þeir þættir sem gott uppeldi byggir á. Hlut- föllin verður fólk að spila eftir eyr- anu. UM ÚLÉTTU... Ef frá eru taldar heimskulegar spumingar frá ágengum blaða- mönnum um fáranlegustu hluti, þá er yndislegt að vera ólétt. UM BRENNIVÍN... Rónamir komu óorði á það, þangað til það komst í móð að þurfa að fara í meðferð. AÐ LOKUM... Frá því að sögur hófust hefur á- standið alltaf verið að versna og allt að fara til fjandans. Meinið er, að við höfum i dag öflugri tól til að tortíma okkur en áður. Það er vandamál okkar og kom- andi kynslóða. Samlokur oa hamboraarar eru okkar sérgrein Þrátt fyrir vaxandi samkeppni eykst framleiðslan: ★ 7 tegundir af nýsmurðum samlokum -jr 4 tegundir af hamborgurum Heit samloka eða hamborgari tilbúinn á einni mínútu m HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI vestfirskE !J m m Það er engum til hróss að vera efstur í tossabekk. Það flokkast undir þjóðþrifaverk að gera einhverja skömm af sér svo virtir góðborgarar sjái að það er allt í lagi með þá.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.