Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 21.11.1985, Blaðsíða 8
Ódýru húsgögnin frá TVILUM komin aftur Einnig smekkleg furuhúsgögn frá DOMINO vestfirska rHETTABLASZD E3Qpp QE3IE3Q irom BQQ0G £> §|Q|Q|Q|Q| mn i i' r ni"t rr-w cpnp miaihíiiaim DDDDDDDO DDDDDDDD l III II I I Ifl I I un ppg qgþd þtíH JON F. EINARSSON BOLUNGAVIK SIMI7353 OG 7351 Guðbjörg f S tíl PatreksQ ar ðar Nýlega var keyptur til Patreks- f jarðar 70 tonna bátur frá Siglufirði sem ber nafnið Dagur SI. Aðaleig- andi og skipstjóri er Stefán Egiis- son frá Þingeyri. Þeir hafa verið að róa að undan- fömu og fiskað bærilega. Dagur var í eina tíð gerður út frá Isafirði og hét þá Guðbjörg IS og var í eigu Guðbjarts Ásgeirssonar. Þessar ungu stúlkur söfnuðu 880 krónum á tombólu. Peningana gáfu þær í byggingarsjóð Tónlistarskólans á ísafirði. Þær heita Þóranna JónBjörnsdóttir og Þórunn Auðunsdóttir. Umferðaróhöpp — Tölur fyrir október I vestfirska ~~l FRETTABLADID hefur heyrt Að lítið þurfi tit að upp spretti ýmsar gróusögur um athafnir lögreglunnar á Isafirði. Það var til dæmis á föstudags- kvöldið að lögreglubíll sást fyrir utan blokk eina við Stór- holt á ísafirði, og lýstu lög- reglumenn í honum upp blokkina með Ijóskösturum. Drógu sumir a.f því þá ályktun að lögreglan væri að leysa upp hasspartí þar i húsi. Ekki minnkuðu grunsemdirmanna þegar stigabill slökkvitiðsins kom á staðinn, nú skyldi koma að baki dópistunum. En það kom svo í Ijós þegar betur var að gáð að lögreglan var þarna að hjálpa til við að festa niður þakplötursem losnað höfðu á blokkinni. Að líklega veröi ekki af sam- eiginlegu prófkjöri flokkanna til bæjarstjórnarkosninga á Isafirði á vori komanda. Sjálf- stæðisflokkurinn sendi út bréf til hinna fiokkanna þar sem hugmynd um sameiginlegt prófkjör var sett fram. Undir- tektir munu hafa verið dræm- ar eða engar. Að báða kórana sem starfa á fsafirði um þessar mundir, vanti söngfólk. Eru það aðal- lega karlaraddir sem vantar. Þessi eftirspurn hefur leitt af sér hálfgert stríð milli kóranna um þá fáu karla sem enn eru á lausu. Þannig munu til dæmis meðlimir í Kvartett M.í. varla hafa frið fyrir gylliboðum stjórnarmeðlima beggja kór- anna. Umferðarráð hefur sent frá sér töiur um umferðarslys í október- mánuði. Þar kemur fram að á Isa- firði urðu 9 umferðaróhöpp í þess- um mánuði. Aðeins varð eignatjón en ekki slys á fólld. Samtals urðu á landinu öliu 564 slys og í 514 af þeim varð aðeins eignatjón, í 46 slysum urðu meiðsl á fólki. 4 dauðaslys urðu á landinu öUu í október. Þess má geta að alls hafa orðið 511 umferðarslys með meiðslum á landinu öllu það sem af er ársins, en á sama tíma í fyrra nam fjöldi þessara slysa aðeins 447. Alls hafa orðið 20 dauðaslys í umferðinni frá áramótum en 18 á sama tíma í fyrra. Af þessu má ráða að um nokkra aukningu er að ræða og minna þessar tölur okkur óneitanlega á að aldrei er of varlega farið í umferð- inni. Kvartett M.í. stillir sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir stíga á sviðið. Nóvembernætur — Nýbreytni í ísfírsku skemmtanalífí Veitingahúsið Uppsalir á ísafirði hefur að undanförnu fitjað upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á skemmtikvöld. Er fóiki þá gefinn kostur á að kaupa miða sem gildir á borðhaid með skemmtiatriðum. Eru þessar skemmtanir kallaðar Nóv- embemætur og verða haldnar þrjár heigar f nóvember. Boðið er upp á fjölbreytt skemmtiatriði, flest af tónlistarleg- um toga. Kennir þar ýmissa grasa allt frá hefðbundnum kvartettsöng yfir í næsta hreinan jass með við- komu í harmónikutónlist. Blaða- maður Vf mætti á eina slíka skemmtun á dögunum, fór þar allt mjög vel fram og virtust skemmti- atriðin falla í góðan jarðveg hjá gestunum sem voru fjölmargir. Kynnir á skemmtuninni var Magnús Reynir Guðmundsson og er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum, bæði í hlutverki kynnis- ins, og ekki síður þegar hann þandi bassann ásamt Ólafi Kristjánssyni frá Bolungarvík. Þeir félagar spil- uðu á píanó og bassa nokkra jass- slagara. Smásaga óskast Starfsmenn Vestfirska frétta- blaðsins eru nú sem óðast að huga að undirbúningi jóiablaðsins. Það verður veglegt að vanda. Þvi er það svo að við viljum leita á náðir les- enda blaðsins og hvetja þá sem eiga i fórum sinum frumsamið efni, smásögur, Ijóð eða pistla, tii þess að senda okkur tii birtingar. Það eru án efa listaverk sem faiia rykfalla í skúffum viðs vegar um f jórðunginn. Efni sem á að birtast í jólabiaði Vf þarf helst að vera komið til okk- ar eigi siðar en um mánaðamótin næstu. Að á sýningu Litla Leik- klúbbsins á þriöjudaginn hafi verið brotið blað í ísfirskri leiklistarsögu. Þar hafi í fyrsta sinn verið leikið eftir aðferð- inni "maður á mann„ .þetta skapaðist af því aö áhorfend- ur voru jafnmargir og leik- endur. Að á lausafjáruppboði því sem Bæjarfógetaembættið ættar að halda á laugardag- inn sé meðal skráðra muna mjótkurkýrin Búkoila. Nú er það ekki óalgengt að kýr séu teknar lögtaki, það sem flækir málið er það aö nú er Búkoila með kálfi. Verður því kýrin seld en ekki kálfurinn. Rækjuveiðar eru nú hafnar við Djúp, og mun seiöagengd vera orðin mun minni en f haust þegar rannsóknir voru gerðar á rækjustofninum. I Súðavík munu verða fimm bátar á rækju, og fóru þeir allir út í gær í fyrsta sinn. Þetta eru góö tíöindi fyrir íbúa við Djúp, og ástæða er til aö fagna þeim, ekki sfst þvf útiit var orðið fyrir atvinnuleysi á þeim stöðum sem að Djúpi liggja. Gæftir hafa verið slæmar að undanförnu, og má nefna að bátar á Flateyri komust aðeins til veiða tvo daga í síð- ustu viku. Loðnan heidur áfram að streyma til Bolungarvíkur, og eru komin þar að landi um 19.000 tonn. Nú er nýyfirstaðið fiskiþing, og var þar ákveðið að haldið yrði áfram að notast við kvótakerfið næstu tvö ár, þó með ýmsum breytingum. Einnig er nýlokið þingi verkamannasambandsins, en á því kom fram að nú sé það aðeins tímaspursmál að upp- sagnarfrestur fiskvinnslufólks verði lengdur úr einni viku í einn mánuð. Ætti þetta að tryggja betur öryggi þess fólks sem að fiskvinnslu vinn- ur, og er mikið til bóta. BESSI tandaöi 55 tonnum á mánudaginn, blönduðum af- la. GUÐBJARTUR kom inn á mánudag með 70 tonn. GUÐBJÖRG landaði á mánu- dag um 145 tonnum, og fór helmingur f gáma. JÚLtUS GEIRMUNDSSON er f slipp. PÁLL PÁLSSON kom inn á mánudag með 76 tonn, þar af fóru 30 tonn í gáma. DAGRÚN kom inn á laugar- dag með 125 tonn, mest þorsk. HEtÐRÚN landaði 65 - 70 tonnum á mánudegi vegna veðurs. SÓLRÚN kom inn á laugar- daginn með lítinn afla, lenti f afleitu veðri. ELlN ÞORBJARNARDÓTTIR kom úr slipp á helginni og fór þaðan beint á veiðar. GYLLIR landaði 28 tonnum í gáma á Isafiröi um helgina og svipuðu magni á Flateyri á mánudegi. TÁLKNFIRÐINGUR var væntanlegur í land f dag. FRAMNES var eins og fram kemur annarsstaðar í blað- inu, dregið vélarvana í slipp. Var búið að fá um 10 tonn þegar óhappið átti sér stað. SLÉTTANES landaði 135 tonnum f Hafnarfirði á föstu- daginn var. SIGUREY seldi í Þýskaiandi á mánudaginn. Hún seldi 160 tonn á 48 kr/kg., alls fyrir 7.6 80.000 kr. ÞRYMUR fékk alls 17 tonn í sfðustu viku, en hann komst aðeins þrjá róðra. BILALEIGA Nesvegi 5 - Súðavik s 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á ísatjarðarflugvelli s 94-4772 Sendum bílinn Opið alian sólartiringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.