Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 1
 Verslunin ísafiröi sími 3103 Rækjuveiði er nú hafin í Djúpinu. Frekar dræm veiði hefur veríð að undanförnu og töldu flestir aðilar sem blaðið hafði samband við að þetta væri með allra lélegasta móti. Flestir bátar hafa byrjað veiðar en fáir náð vikuskammt- inum sem er sex tonn. Er þetta frekar óvenjulegt þar sem oft hefur verið góð veiði fyrst eftir að Djúpið er opnað. Ekki voru menn á einu máli um orsakirnar en flestir voru bjartsýnir á að veiðin myndi glæðast á næstu vikum. Brotalöm í kerfínu — Níu íbúðir standa auðar, meðan Qölda fólks vantar húsnæði 9 íbúðir í verkamannabústöðum á Isafirði standa nú auðar. Þykir ef- laust mörgum þetta skjóta skökkú við á sama tíma og húsnæðisskortur virðist vera á svæðinu, a.m.k. á leigumarkaðnum. Ástæðan fyrir þessu er sú að hér er um að ræða íbúðir sem hafa losnað vegna brott- flutnings eða vegna þess að íbúamir hafa ríft kaupsamningi. Verð ibúð- anna er framreiknað eftir visitölu sem gerir það að verkum að þær eru á hærra verði en gengur og gerist á markaðnum. Seljast íbúðimar því alls ekki á almennum markaði. Samkvæmt lögum um verkamanna- bústaði er ekki leyfilegt að leigja íbúðir sem þessar út til almennings. f ráði mun að fá reglugerð breytt þannig að það sé leyfilegt að leigja þær út, en þeir sem blaðið ræddi þessi mál við töldu það ekki líklegt, að það værí hægt. Þessar tölur skjóta upp kollinum á sama tíma og verið er að byggja blokk í Fjarðar- stræti á ísafirði með verkamanna- bústöðum. Er þar um að ræða 9 í- búðir af ýmsum stærðum og munu þær allar gengnar út nema þær minnstu. Æðarvarp í hættu — Tuttugu fuglar hafa drepist vegna olíumengunar „Ég býst við hinu versta“ sagði Jón Guðmundsson á Sveinseyri í Tálknafirði í samtali við Vf þegar við ræddum við hann um olíulekann sem varð á Tálknafirði á dögunum og sagt er frá annars staðar í blað- inu. Jón stundar æðarrækt og hefur fengið undanfarin ár tæplega 30 kíló af hreinsuðum dún. Hann sagði að enn væri mikil olíumengun í fjörum í innanverð- um firðinum, og þegar hefði nokk- uð drepist af fugli. Þó kæmu áhrif mengunarinnar varla í ljós að fullu fyrr en í vor þegar varpið ætti að hefjast. Jón sagði að þegar svipað óhapp varð á Tálknafirði fyrir nokkrum árum þá fjölgaði ekki fugli i varpinu hjá honum í 5 ár á eftir. Þá var um mun minna magn að ræða, þannig að Jón sagðist hafa þungar áhyggjur af framtíðinni. Hann sagði að logn hefði verið síð- an óhappið varð og væri því tals- vert magn af olíu á floti í firðinum enn og ætti það eftir að skila sér upp á fjörur þegar veður breyttist. Hér eru 9 íbúðir í byggingu. Kann að vera að þær standi auðar í framtíðinni. 50 ár: Alþýðuhúsið á tímamótum Síðastliðinn mánudag voru liðin 50 ár frá því að fyrsta kvikmynda- sýningin var haldin i Alþýðuhúsinu á Isafirði. Það var 23. nóvember 1935 sem kvikmyndin„Syndafallið“ var sýnd. Af þessu tilefni var í gær- kvöldi frumsýnd i Alþýðuhúsinu á ísafirði kvikmyndin „Catholic Boys“ táningamynd með Donald Sutherland i aðalhlutverki. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi mynd er sýnd á íslandi. Að sögn Sigurðar Ólafssonar gætir vaxandi erfiðleika í rekstri kvikmyndahúss- ins vegna dræmrar aðsóknar. í undirbúningi er að frumsýning eins og sú sem var í gær verði algengari í kvikmyndahúsum úti álandi. Kvikmyndahús á landsbyggð- inni eru ekki mörg eftir en þeim hefur farið fækkandi á undanförn- um árum. Hafa þau orðið undir í samkeppninni við myndbönd á heimilum. Nú síðast hefur frést að til standi að hætta kvikmyndasýn- ingum í Borgarnesi. Væri óskandi að úr rættist, svo að Alþýðuhúsið á ísafirði þyrfti ekki að halda upp á afmælisárið með því að hætta rekstri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.