Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 2
vestíirska I rRETTABLADID Vestfirska fréttablaöiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guörún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaöur: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Iþróttir Sund: Þrír Vestfírðingar í landslið Um síðustu helgi fór fram f Reykjavík unglingameistaramót ís- lands i sundi. Vestrí og UMFB frá Bolungarvík sendu á mót þetta 16 manna keppnislið hvorir, og var ár- angur Vestanmanna mjög góður. Á mótinu tryggðu tvær sund- stúlkur úr Vestra sér setu í landsliði Islands í sundi, og taka þær þátt í norðurlandameistaramóti sem fer fram um næstu helgi. Þessar stúlk- ur eru þær Helga Sigurðardóttir og Þuríður Pétursdóttir. Á mótinu setti kvennasveit Vest- ra tvö íslandsmet, en fyrri met áttu þær sjálfar. Þær bættu sig um rúm- ar þrjár sekúndur i 4 x 50 metra skriðsundi, úr 1.50.8 í 1.56.41 og í 4 x 50 metra fjórsundi bættu þær eigið met úr 2.14.6 í 2.12.79. Þær sem skipa sveitina eru Martha Jör- undsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Sigríður Emma Helgadóttir, Þur- íður Pétursdóttir og Pálína Bjöms- dóttir. Þess má geta að stúlkna sveitin á nú öll íslandsmet nema 4 x 100 metra skriðsund og 4 x 100 metra bringusund og jafnframt eiga þær öll stúlknamet. Isfirska sundfólkið vann á móti þessu þrjá titla, þá tvo sem stúlknasveitin vann og einnig sigr- aði Þuríður Pétursdóttir í 200 metra bringusundi. Stigahæsti einstak- lingur frá Sunddeild Vestra var Helga Sigurðardóttir. Þjálfari sunddeildar Vestra er Ólafur Þór Gunnlaugsson, og sagði hann að næsta stórverkefni þeirra hjá Vestra væri íslandsmeistaramót innanhúss. Sagðist hann búast þar við góðum árangri, og sagði hann að árangur mikilla æfinga hjá sundfólkinu væri nú farinn að skila sér. Bolvíkingar eiga einnig um þessar mundir mjög sterkt sundlið, og náði einn Bolvíkingur, Símon Þór Jónsson að tryggja sér sæti í landsliðinu sem keppir á næstu helgi. Bolvíkingar unnu sér inn tvo unglingameistaratitla á mótinu, og var það í 4 x 50 metra fjórsundi og 4 x 50 metra skriðsundi karla. Sveit þeirra Bolvíkinga skipa þeir Hann- es Már Sigurðsson, Símon Þór Jónsson, Magnús Már Jakobsson og Gunnar Kristjánsson. Á mótinu settu þeir piltamet í fjórsundinu, og á innanfélagsmóti sem fram fór eftir mótið settu þeir piltamet í skriðsundinu. Hannes Már setti á mótinu fjög- ur drengjamet, og á því alls fimm drengjamet núna. Vestfirðingar virðast vera í mik- illi uppsveiflu í sundíþróttinni um þessar mundir, og segir það sitt að af átta manna landsliði íslands í sundi eru þrír Vestfirðingar þar á meðal. Þjálfarar beggja Uðanna voru á því að árangur Vestfirðing- anna ætti enn eftir að batna, og sú gífurlega rækt sem lögð hefur verið við æfingar virðist óðfluga vera að skila sér. Einar Ólafsson skiðakappi frá ísafirði varð tólfti á sterku skíða- göngumóti nú fyrir stuttu. Mót þetta fór fram f bænum Bruksvall- ana í Svíþjóð. Einar tólfti Einar stundar nú nám við skíða- menntaskóla í Jarpen í Svíþjóð og er hann að ljúka þar síðasta náms- ári. Meðal þeirra sem þátt tóku í móti þessu voru landslið V-Þjóð- verja, Frakka og Svía, nema hvað Svíamir Gunde Swan og Tomas Wassberg tóku ekki þátt. Fyrstur varð Torgny Mogren frá Svíþjóð á 41.30 mín., en tími Einars var 44.29 mín. Vegalengdin sem gengin vasr var 15 km., og var Einar eini ís- lendingurinn sem þar keppti. Flugleiðir: Skákmenn í þriðja sæti Sundlið Vestra og UMFB. Myndin er tekin síðastliðið vor. Lokið er i Reykjavik skákmóti sem Flugleiðir gengust fyrir, boðið var ti) leiks öllum sterkustu skák- sveitum landsins og tók mótið tvo daga. Tefldar voru 24 umferðir á tveimur dögum. öll skipulagning mótsins var til fyrirmyndar. Sveit Taflfélags Isafjarðar tók þátt í mótinu og var hún skipuð fjórum mönnum. Sveitin hafnaði i 6. sæti sem hlýtur að teljast býsna góður árangur. Sveitin var í 3. sæti eftir 17 um- ferðir og voru menn farnir að eygja möguleika á vinningssæti en heldur hallaði undan færí í seinustu um- ferðunum og hafnaði sveitin eins og fyrr segir í 6. sæti. Sveitina skipuðu þeir Guðmund- ur Stefán Gfslason, Arinbjöm Gunnarsson, Ásgeir överby, og Smárí Haraldsson. Panasonic MATAR- HORNIÐ Umsjónarmaður Matardálks- ins að þessu sinni er Sigrún Stella Ingvarsdóttir. Hún lét okkur f té mjög girnilega upp- skríft að lambalærí sem hér fer á eftir. 1 lambalæri, meðalstórt 'h dós sveppir 2 — 3 dl. vatn 2 — 3 tesk. kjötkraftur 1 'h dl. rauðvín I tesk. paprika 1 tesk salt 1 — 2 msk. tómatkraftur 1 — 2 rif hvítlaukur 8 ólívur (má sleppa) Lambalærið er sett í ofnpott. Laukar og sveppir brúnaðir á pönnu og síðan settir í ofnpott- inn. Vatni, kjötkrafti, rauðvíni, papriku, salti, tómatkrafti og olívum blandað saman í skál og hellt yfir kjötið sem er síðan steikt við 200 gráður hita í 2 til 3 tíma. Þegar lærið er steikt er það tekið úr pottinum, vökvanum og öllu sem honum fylgir heilt í minni pott og sósan jöfnuð með sósujafnara eða hveiti. Að lok- um er sósan bragðbætt með einum pela af rjóma og salti ef þurfa þykir. Meðlæti: soðnar kartöflur og hrásalat. Þar sem þetta er mjög sað- samur réttur mæli ég með létt- um eftirrétti, t.d. niðursoðnum perum með „After eight“ sem sett er á perumar og þær hitaðar i ofni, bomar fram með ís og þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu. Jólaföndur Glanspappír Silkipappír Málmfólía Kreppappír Mislitur karton Lím og skæri Glansmyndir og límmyndir allskonar fyrir jólakortaframleiðslu ^ og annað jólaföndur. 1L Ojl Bókav. Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.