Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 3
1 Kng Alþýðu- sambands VestQarða — Fjallar um versnandi lífs- kjör almennings Um síðustu helgi var haldið á ísafirði 26. þing Alþýðusambands Vestf jarða. Þingið sóttu 50 fulltrú- ar frá 16 félögum af 18 sem eru i sambandinu. Þama var flutt skýrsla forseta ASV um störf sambandsins á liðnu ári ásamt skýrslu um skipulagsmál og framtíð Alþýðu- sambandsins. Gestir þingsins vom formaður ASl, Ásmundur Stefáns- son, og varaformaður Verka- mannasambands Islands Karl Steinar Guðnason. Miklar umræð- ur urðu um stöðu mála og framtíð- ina. Á þingið mættu tveir fulltrúar frá Brunabótafélagi íslands til þess að kynna mönnum tryggingavið- auka sem félagið hefur á boðstól- um, sem sjúkrasjóðimir geta keypt fyrir félagsmenn sína. Á þingið mætti einnig fulltrúi Alþýðubank- ans, sem skýrði stöðu bankans fyrir þingheimi, sérstaklega með tilliti til nýrrar reglugerðar um starfsemi banka sem er væntanleg. Þingið samþykkti nokkrar álykt- anir og fer hér á eftir úrdráttur úr ályktun Verkalýðs- og Kjaramála- nefndar sem þingið samþykkti samhljóða. Þar segir: „Verkafólk á íslandi hefur á undanfömum árum verið í vamar- stöðu. Allar aðgerðir í launakröf- um og samningagerð hafa miðast við að halda kaupmætti launa sem er miklu lægri en þekkist í nálæg- um löndum. Tiltrú verkafólks á mátt samtaka sinna er undir því komin að verka- lýðshreyfingunni sé ekki síður beitt til vamar en sóknar. Vegna hrika- legs misgengis launa og verðlags er óhjákvæmilegt að gera kröfu um verulegar launahækkanir í kom- andi samningum. Þar verður fyrst og fremst að hafa í huga umfram- hækkanir til þess fólks sem vinnur eftir lægstu töxtum verkalýðsfélag- anna. Þingið ítrekar fyrri samþykktir sínar, að krónutöluhækkun launa ein og sér er ekki einhlít til þess að ná auknum kaupmætti. Leiðrétta verður í næstu samn- ingum þann gífurlega mismun sem er á ýmsum kjaraþáttum í samn- ingum verkafólks og annarra laun- þega í landinu. Hingað til hefur verkalýðshreyfingin ekki getað treyst því að kjarasamningar sem gerðir eru við atvinnurekendur haldi. Afskipti ríkisstjómar og meirihluta Alþingis með lagaboð- um og efnahagsaðgerðum hafa á- vallt gert þá að engu. Launasamn- ingar halda ekki nema stjómvöld séu dregin til ábyrgðar. Kröfu verður að gera til þess að þau tryggi með ótvíræðum hætti þann kaup- mátt sem samið er um. Verkalýðshreyfingin verður á næstu ámm að ná launakjörum í landinu að því marki að 40 stunda vinnuvika dugi til framfærslu. Gámaflutningur hefur stóraukist á þessu ári, eins og tölumar í fréttinni hér að neðan bera með sér. Gámaflutningur: Mikil aukning Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru fluttar út um 50 þúsund lestir af ferskum fiski til Englands og Þýskalands í fiskiskipum og gámum að verðmæti 1,8 milljarðar króna. Þar af voru fluttar út 27 þúsund lestir í fiskiskipum og 23 þúsund lestir í gámum, en til samanburðar má geta þess að allt árið f fyrra námu ísfisksölur fiskiskipa 34 þús- und tonnum en gámafiskurinn nam 13 þúsund tonnum. Af þessu sést að söluaukningin hefur aðallega verið í ferskum fiski úr gámum. Verð- hækkun hefur orðið á ferskum fiski umfram breytingu á gengi sem nemur 14% f gámum en 16% i fiski- skipum. Þetta kom fram f ræðu formanns LÍÚ á aðalfundi samtakanna f sfð- ustu. S.V.F.Í., kvennadeild: Jólahappdrættí SIMINN OKKAR ER4011 vestíirska ■REiTABLABID iiii iiii Íiii .j l iii iii | íii iiil Nýr lax og silungur Fáum aðra sendlngu af kjúklíngum á lága verðinu í næstu viku Tökum við pöntunum í síma 4013 Nú eigum við aftur sviðasultuna vinsælu — ■ — Svínakambur úrbeinaður reyktur 478 kr/kg Svínahamborgarhryggur 498 kr/kg ATH.! ATH.! Við tökum við greiðslukortum Eurocard og Visa SUNDSTRÆTI3a»aOI3 I fjórtánda sinn fara slysavam- arkonur af stað með jólahapp- drættið „Línuna" og eins og áður eru vinningar mjög fjölbreyttir og að mestu leyti unnir af konunum sjálfum. Á næstu dögum munu sölukonur okkar ganga í hús og leita til þín borgari góður, það er von okkar að þú takir þeim vel. Einnig verður hægt að kaupa linu í versluninni Einar og Kristján, Olíufélagi út- vegsmanna í Hafnarúsinu og Seríu í Ljóninu. Allur ágóði af happ- drættinu mun renna til eflingar slysavamarstarfsins hér á staðnum. Okkar styrkur er ykkar hagur. Dregið verður í happdrættinu á jólafundinum þriðjudaginn 10. desember n.k. Þeir heppnu fá vinningana senda heim til sín. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 40 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan. ífasteTgna’ i VIÐSKIPTI fSAFJÖRÐUR: Fjarðarstrætl 59, falleg og rúm- góð 3ja herb. íbúð með góðu geymsluherbergi í kjallara, svo og góðri sameign þar. Getur losnað fyrir næstu áramót. Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á neðstu hæð í þríbýlishúsi. Laus í jan. feb. n.k. Urðarvegur 50, 2X95 ferm. raðhús. Stórholt 7, 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Skipti á ódýrari íbúð koma til greina. Aðalstræti 12, norðurendi. Húsið er nýstandsett að innan. Aðalstrætl 20, nú er einungis ein íbúð óseld í húsinu um er að ræða glæsilega 2ja herb. íbúð á 4 hæð og verður íbúðin tilbúin undir tréverk og málningu á næst- unni. Urðarvegur 80, 2ja herb. íbúð á 1. hæð íbúðin er tilbúin undir tré- verk og málningu. Hagstætt verð og greiðslukjör. Hlíðarvegur 5, 3ja — 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishúsásamttvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. BOLUNGARVÍK: Skólastígur 13, 5 herb. íbúð í parhúsi. Laus eftir samkomulagi. Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguieg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðargata 8, einbýlishús úr timbri, kjallari, hæð og ris. ARNARGEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 MIKIÐ ÚRVAL AF BETA JR VIDEÓ Sundstræti 36 simi 4299 OPIÐ DAGLEGA kl.l7:00 - 22:00 SUNNUDAGA kl. 16:00 - 22:00 SÉRTILBOÐ út nóvember: 100 kr. hver mynd 80 kr. bamamynd

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.