Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 6
6 ísafjarðarkanpstaður Akstur strætisvagna Þar sem nú er komin reynsla á akstur strætisvagna í kaupstaðnum, óskar bæjarráð eftir athugasemdum og ábend- ingum frá bæjarbúum um það, sem talið er að betur mætti fara. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skilisttilundirritaðs fyrir 12. desember n.k. Bifreiðar í vörslu bæjarsjóðs Síðastliðið sumar tók lögregla ísafjarðar ónúmeraðar bifreiðar, sem staðsettar voru á opnum svæðum í bænum og setti í vörslu bæjarsjóðs ísafjarðar. Vilji eigendur fá bifreiðamar í sína vörslu aftur er þeim bent á að hafa samband við tæknideild bæjarins fyrir 19. desember. n.k., að öðrum kosti verða þær urðaðar. Viðtalstími bæjarfulltrúa Föstudaginn 6. desember n.k. verða bæjar- fulltrúamir Björn Hermannsson og Geir- þrúður Charlesdóttir til viðtals við bæjarbúa í skrifstofu bæjarráðs, Austur- vegi 2, frá kl. 17.00 til 19.00. Bæjarstjórínn Lausar stöður við dagvistarheimili Dagheimili við Eyrargötu: 65% starf eftir hádegi á leikskóladeild frá 18. des. 100% starf á leikskóladeild frá 20. des. 100% starf á dagheimilisdeild laust nú þegar. 65% starf aðstoðarmanns í eldhúsi laust nú þegar. Einnig óskast starfsmaður í af- leysingar á öllum deildum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3685 eða undirritaður í síma 3722. Leikskóli við Hlíðarveg: 65% starf eftir hádegi laust frá 1. des. Starfsmaður óskast til afleysinga nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3185. Leikskólar laus pláss: Laus eru nokkur pláss fyrir hádegi á leiksk. v/Hlíðarveg. Einnig fyrir og eftir hádegi í Hnífsdal fyrir böm eldri en þriggja ára. Upplýsingar veitir forstöðumenn eða undirritaður í síma 3722. Dagmæður Dagmæður óskast eftir hádegia á Eyrinni. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3711. Félagsmálastjórí Lögregluþjónn Lögregluþjón vantar til starfa í lögreglu ísafjarðar. Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar eigi síðar en 15. desember 1985. 29. NÓVEMBER 1985 BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSL UMAÐ URINN í ÍSAFJARÐARSÝSL U PÉTUR KR. HAFSTEIN. Síminn okkar er 4011 vestíirska FRETTABLADID vsstlirska FRETTABLADID Blómin hafa sérstakt aðdráttarafl Maður getur alltaf á sig blómum bætt. Þetta er setning sem heyrist oft og er trúlega fólginn í nokkur sannleikur. Flestum þykja blóm lífga upp á tilveruna og vilja gjarnan hafa þau í kringum sig. Við segjum líka hlutina með blómum, við tjáum með þeim tilfínningar okkar í gleði og sorg. A öllum merkum tímamótum í lífí einnar mannveru þykja blóm ómissandi. Þaii eru notuð til hamingjuóska og til þess að tjá ást okkar. Við fögnum nýjum borgurum með blómurn og við kveðjum þá með blómum þegar þeir deyja. A Isafirði hefur verið rekin blómabúð um átta ára skeið, sér hún ísfírðingum og nágrönnum þeirra fyrir lifandi blómum við öll tækifæri. Eigandi Blómabúð- arinnar er innfæddur Isfírðingur, Sigurður Sigurðsson. Jólaösin er að hefjast hjá blómabændum en við gátum stoppað Sigurð á sprettinum og rabbað aðeins við hann um blóm og blómasölu. Talið barst líka að ýmsum öðrum áhugamálum Sigurðar og er hann ómyrkur í máli um þau málefni sem hann hefur látið til sín taka. Það versta sem fyrir getnr komið er að eiga ekki það sem kúnninn biður um. ANNAÐHVORT HAFA MENN ÞETTA I SÉR EÐA EKKI „Ég er fæddur og uppalinn á ísafirði, ég lærði blómaskreytingar í Blómavali í Reykjavík. Ég kom hingað vestur 1977 og hóf rekstur búðarinnar og síðan hef ég ekki litið upp. Það er í rauninni hvergi hægt að fá neina kennslu í blóma- skreytingum hér heima á Islandi. Það er hægt að fara í sémám úti, en ég kýs að trúa frekar á það sem sagt er að annað hvort hafi maður þetta í sér eða ekki, og ef ekki, þá þýðir ekkert fyrir menn að vera að fara út í lengra nám. Nú, þetta hefur gengið ágætlega. Menn segja enn- þá hlutina með blómum ef því er að skipta. MAÐUR VERÐUR ALLTAF AÐ FYLGJAST MEÐ VEÐRINU Það er auðvitað ákveðnir ann-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.