Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 14
OPIÐ í DESEMBER: Laugardagur 7. des. Laugardagur 14. des. Laugardagur 21. des. Mánudagur 23. des. . . Aðfangadagur 24. des. kl. 13.00— 16.00 kl. 13.00— 18.00 kl. 10.00 — 22.00 kl. 9.00 — 23.00 kl. 9.00 — 12.00 vestfirska FRETTABLASIS l|S|S|Q|Q|@|S|H|S|Q| DDDDDDDD |Q|QQQgdQ|Q|Q|Q| QOOODOOO |m m -m m m n' Bn m I II I ITT JON F. EINARSSON BQLUNGAVIK SIMI7353 OG 7351 Laugardaginn 29. nóvember síðastliðinn fór fram uppboð á lausafé á lögreglustöðinni á ísafirði. Buðu þar fulltrúar bæj- arfógetaembættisins upp hina ólíklegustu muni sem teknir hafa verið upp í skuldir. Virtust það helst vera myndbandstæki notuð og ný sem freistuðu uppboðsgesta en þeir voru fjöl- margir. Einnig voru seldar nokkrar bifreiðir í misjöfnu á- sigkomulagi. * Isafjörður: Kaupfélagið stækkar við sig vestfirska I hefur heyrt Að þeir sem óku framhjá heimavist menntaskólans á laugardaginn hafi séð á tröppum skólans, bíl sem var lagt yfir þær þverar. Eigandi bílsins er kennari við skólann, og munu það hafa verið nem- endur sem báru bílinn upp í tröppuna þegar þeir héldu 1. des. hátíðlegan. Að þingmenn Vestfjarða hafi verið á ferð á ísafirði, og meðal annars setið á bæjar- stjórnarfundi. Þar voru til um- ræðu m.a. snjóflóðavarnir í kaupstaðnum. Kom þá Ólafur Þ. Þórðarson þingmaður Framsóknarflokksins með þá hugmynd að barrtrjám yrði plantað í landi kaupstaðarins til snjóflóðavarna. Geta má þess að barrtré yrðu orðin nægilega stór til að gera eitt- hvað gagn eftir um það bil fimmtíu ár, og hætt er við að ýmsir yrðu orðnir óþolinmóðir að bíða til þess tíma. Að þegar smfði stjórnsýslu- hússins hófst hafi Útvegs- bankinn samkvæmt samningi tekið að sér að greiða reikn- inga fyrir bygginguna og að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að sameignaraðiiar greiddu strax inn til bankans það sem þeim bæri. Á þessu mun hafa orðið verulegur misbrestur og mun skuld sameignaraðil- anna við bankann hafa numið tæpum 5 milljónum um síð- ustu mánaðamót. Að heilbrigðis og trygginga- ráðherra hyggist fara fram á það við dómsmálaráðherra að lögleidd verði notkun ör- yggishjálma við hjólreiðar. Mun flestum hugsandi mönn- um þykja umhyggja ríkisins fyrir þegnum sínum vera orð- in full mikil. ( framhaldi af þessu má væntanlega búast við löggjöf um öryggisbelti á klósettsetum. Að Póllinn á ísafirði hyggist senda starfsmenn sína til starfa erlendis. Þannig mun maður frá Pólnum vera á leið til að minnsta kosti tveggja ára dvalar í Noregi. Mun hann að hluta til starfa fyrir Pólinn og að hluta til fyrir umboðs- aðilann ytra. Starfið mun vera fólgiö í viðhaidi og uppsetn- ingu vogakerfa. Á mánudaginn opnaði Kaupfélag Isfirðinga aðalbúð sína i breyttri mynd. Búið er að stækka búðina sem nemur því húsnæði sem áður hýsti búsáhöld og vefnaðarvörur. Við þetta eykst sölurými verslunar- innar um meira en helming, og er nú verslað á um það bii 350 fermetrum. Fyrirhugaðar eru fleiri breytingar í tengslum við þetta og eru þær aðal- lega fólgnar f því að kjötborðið verður stækkað og boðið verður upp á meira úrval. Fyrirhugað er að breyta því hús- næði sem nú hýsir kjötborðið í pökkun, vörumóttöku og skrifstofu verslunarstjóra. Allar þessar breyt- ingar miða að því að veita betri þjónustu og að Kaupfélagið verði betur í stakk búið til þess að stand- ast samkeppnina. Jens Ólafsson kaupfélagsstjóri sagði í stuttu spjalli við Vf að samkeppni milli matvöruverslana á Isafirði hefði ekki verið mikil en mætti vera meiri. Hann sagði að þessar breyt- ingar væru aðeins byrjunin, stefnan væri sú að gera allar þær breytingar sem nauðsynlegar væru til þess að veita mætti góða þjónustu í versl- unum Kaupfélagsins. Verslunarhúsnæði matvörubúðar K.í. stækkar um helming. Öldungadeild M.Í.: Fyrstu stúdentamir Sunnudaginn 15. desember n.k. verða fyrstu stúdentar af öldungadeild Menntaskóians á Isafirði útskrifaðir. Það verða sjö nemendur sem ljúka námi núna, en tveir munu útskrifast í vor. Af þessum níu er aðeins einn karlmaður sem lýkur námi, nú í vor. Þegar þessir nemendur verða útskrifaðir eru eftir á öidunga- deild tíu nemendur sem eru nú á öðru ári. Þingeyri: Vélln í Framnesi ÍS ónýt — Gæti svartolíubrennsla átt stóran þátt í því? Fyrirhugað er að Framnesið ís frá Þingeyri fari f 12 ára klössun á næstunni. f viðtali við blaðið Fiski- fréttir, segir Bjarni Grimsson kaupfélagsstjóri að hann telji víst að notkun svartoliu hafi eyðilagt vél skipsins. Komið hefur í ljós að vél Fram- nessins er það illa farin að ekki þykir taka því að gera við hana. Bjarni segir ennfremur að þetta sé kannski ekki eingöngu svartolíunni að kenna, en þann tíma sem hún hafi verið notuð hafi verið mun meira um bilanir og erfiðleika í vélarrúmi en eðlilegt megi telja. Til samanburðar má geta þess að syst- Loðnuvinnsla er enn í fuil- um gangi í Bolungarvík, og hafa þar verið unnin 23000 tonn af loðnu frá 10 sept- ember að fyrsti aflinn barst aö landi. BESSI landaði 40 tonnum á mánudag, þar af 14 tonn f gáma. GUÐBJARTUR kom inn á mánudag með 90 tonn, setti í tvo gáma. PÁLL PÁLSSON landaði á mánudaginn 100 tonnum, af því fóru rúm 50 tonn í gáma. TÁLKNFIRÐINGUR kom inn á síðasta föstudag með 116 tonn, þar af voru um 80 tonn af þorski. SIGUREY kom inn á mánu- daginn vegna brælu með smá slatta, er á veiðum. GUÐBJÖRG landaði á mánu- daginn 118 tonnum til fshús- urskip Framness og jafngamalt, Guðbjartur fs fór í samskonar skoðun og fékk þann dóm að að- eins þyrfti að framkvæma viðgerðir á vél hans, enda hafði hann aldrei brennt svartolíu. Bjarni vildi einnig taka fram að vélin í Framnesinu væri af Wich- mann gerð sem væru mjög traustar vélar en hefðu ekki verið gerðar fyrir svartolíubrennslu, heldur hefði henni verið breytt til svart- olíubrennslu. Sem kunnugt er hættu flestir togarar að nota svartolíu í fyrra- vetur þegar verðmunurinn á svart- olíu og gasolíu var orðinn lítill eða enginn. félagsins og 70 — 80 tonnum í gáma. GYLLIR landaði 50 tonnum á Bíldudal, 36 tonnum í gáma og 16 tonnum á Flateyri alls 102 tonn. ELfN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði 150 tonnum í Vest- mannaeyjum áföstudaginn. SLÉTTANES er á veiðum. DAGRUN kom inn á föstudag vegna Iftillegrar bilunar, land- aði þá 20 tonnum. Kom aftur inn á þriðjudaginn með 30 tonn. HEIÐRUN kom inn á laugar- dag vegna veðurs. Var með 36 — 38 tonn, af því fóru 15 tonn í gáma. ÞRYMUR landaði 34 tonnum í síðustu viku. JÓNfNA fékk 16 tonn í síðustu viku. BYR komst aðeins einn róður í síðustu viku og fékk þá 3,5 tonn. FLOSI fékk þetta upp í 9,5 tonn í róðri í síðustu viku. ORRI, afli Orra hefur farið batnandi, og er farinn að fara upp í 10 tonn á dag, en veður hefur hamlað veiðum nokkuð. SÓLRÚN landaði á þriðju- daginn 20 tonnum. HUGRÚN kom inn á síðasta föstudag með 11 tonn (Hugr- ún er á úthafsrækju). BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á Isafjarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.