Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Side 1
49. tbl. 11. árg. vestfirska 12. des. 1985 FRETTABLASIS Flugfrakt Sækjum — Sendum Sími 3000 — 3400 — 3410 FLUGLEIDIR ---------------1 Tískusýning verður í kvöld kl. 22.00 að Uppsölum Verslunin titeuo ísafirði sími 3103 Isafjörðiir: Léleg umgengni — Ruslid fer ekki á réttan stað Mjög vaxandi sóðaskapar gætir nú á uppfyllingunni við Sundahöfn á ísafirði. Þama er eingöngu ætlast til að fólk losi sig við óbrennanlegt sorp, en raunin hefur því miður orðið önnur. Mikil brögð era að því að fólk farí og losi þaraa allskyns sorp, bæði venjulegt heimilissorp og annað f þeim dúr. Einar Otti Guðmundsson sagði í samtali við Vf að þetta væri ekki bara til stórkostlegs óþrifnaðar heldur laðaði þetta líka að allskyns meindýr, svo sem rottur, vargfugl og villiketti. Áður hefur verið minnst á það hér í blaðinu hvílíkt vandamál vargfuglinn er í tengsl- um við flugið og þá slysahættu sem af því skapast. Skyldi maður ætla að sá vandi væri nógur, þó ekki væri bætt á að óþörfu. Flestir ættu að vita að sorpeyðingarstöðin á Skarfaskeri er opin á virkum dög- um auk þess sem hægt er að komast þangað inn til þess að losa rusl um helgar. Er því full ástæða til þess að hvetja menn til þess að láta af þessum ljóta ósið að losa sig við venjulegt sorp inni í miðjum bæn- um. Umgengni almennings í bæn- um er nógu slæm og mætti að ó- sekju batna verulega. Það var mikið um að vera á Silfurtorgi á laugardaginn. Þar mátti kaupa allt sem hugurinn gimtist, til styrktar byggingu tónlistarskólahúss á ísafirði. Allar verslanir á eyrinni höfðu opið, tískusýningar og skemmtiatriði, lúðrasveit og kórsöngur var í boði. ísfirðingar fjölmenntu í góðviðrínu og skemmtu sér hið besta. ísafjörður: Eins og myndin ber með sér, er umgengni verulega áfátt. Búðahnupl: Fremur fátítt Versnandi ástand — segir Ragnhildur Sigmundsdóttir, forstöðumaður dagheimilis við Eyrargötu Nú þegar jólaösin stendur sem hæst er háannatfmi í öllum verslun- um. Okkur datt í hug að kanna hvort mikið værí um þjófnaði úr verslunum á f safirði, og hríngdum í þvf skyni f nokkrar verslanir af ýmsu tagi. Yfirleitt voru menn sammála um að fremur lítil brögð væru að þjófnaði úr verslunum á fsafirði. Flestir sögðu að erfitt væri að fylgjast með fólki, sérstaklega ef margir kæmu inn í verslunina í einu. Þó hefur komið fyrir að fólk hefur stolið smærri hlutum úr raf- tækjaverslunum, segulbandstækj- um, rakvélum og þvíumlíku. Slíkir hlutir kosta oft á tíðum stórfé. Erfitt er fyrir afgreiðslufólk að koma í veg fyrir slíkt þótt það reyni að sjálfsögðu að hafa vakandi auga með öllu sem skeður. Ekki eru mikil brögð að þjófnaði úr fata- verslunum en nokkuð er um þetta í matvörubúðum og bókaverslun- um. Þetta eru annarsvegar ung- lingar sem eru að þessu af fikti og kjánaskap. Slík tilfelli eru oftast leyst með föðurlegum áminningum eða lögreglurannsókn ef ekki vill betur. Hins vegar er um að ræða full- orðið fólk sem stelur þá að yfir- lögðu ráði. Viðmælendur blaðsins sögðu að slík mál væru alltaf mun erfiðari viðureignar. Búðahnupl er velþekkt fyrirbæri í öllum verslunum og verður sjálf- sagt aldrei hægt að útiloka það al- gjörlega þótt afgreiðslufólk reyni eftir bestu getu að vaka yfir því nú í jólavertíðinni sem endranær. Eins og flestir muna var opnað nýtt dagheimili á ísafirði með pomp og pragt í haust. Við höfðum sam- band við Ragnhildi Sigmundsdóttur forstöðumann og spurðum hvernig reksturinn gengi. „Það er hálfgert ófremdarástand,“ sagði Ragnhild- ur. „Það er fólk að segja upp héma í stórhópum, það lítur út fyrir að um áramót komi til með að vanta 4 heilar stöðar af 11. Það er eins og bæjaryfirvöld haldi að það sé nóg að hafa hús, annar aðbúnaður komi af sjálfu sér. Það voru keypt leikföng hér á dögunum. Þegar sendingin kom svo vestur kom í ljós að engir peningar eru til í sjóðum bæjarins til þess að leysa þetta út fyrr en eftir áramót. Hluti þess var þó leystur út núna, en ekki nóg til þess að bæta úr brýnni þörf. Það er alls ekki nóg til af leikföngum fyrir öll þau böm sem hér eru. Deild- irnar hafa verið troðfylltar af bömum án til tillits til þess hvort fyrir hendi sér starfsfólk eða að- staða til þess að sinna almennilega um þau. Ég held að það verði að skoða þessi mál rækilega, ef þetta á að vera áfram þjónustustofnun fyrir bæjarbúa, þá getur þetta ekki gengið svona. Þá er alveg eins gott að loka þessu strax og breyta því í verksmiðju eða eitthvað þvíumlíkt. Vf hafði samband við Harald Haraldsson bæjarstjóra, hann sagðist ekki halda að ástæða væri til þess að hafa áhyggjur af ástandi mála á dagvistunarstofnunum. Talsvert vandamál hefði verið með starfsfólk fyrr á árinu, en þau mál hefðu leystst farsællega og væri ekki ástæða til þess að ætla að annað yrði uppi á teningnum að þessu sinni. Hvað varðaði innkaup fyrir dagheimilið sagði Haraldur að bæjarsjóður þyrfti eins og önnur fyrirtæki að gera sínar fjárhagsá- ætlanir, og fyrir dagheimilið hefði verið keypt inn allt sem á annað borð hefði verið samþykkt. Dagheimilið við Eyrargötu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.