Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 2
2 vestlirska FRSTTA3LASIC Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Frá Umferðarráði: Notíð endurskinsmerki íþróttir: Körl'nbolta- vertíðln hafin Að undanförnu hafa verið miklar umræður um endurskinsmerki og gildi þeirra. Almennt eru allir sam- mála um að notkun endurskins- merkja eykur að mun öryggi gang- andi vegfarenda I skammdeginu. Talið er að rétt staðsett endur- skinsmerki fjór- eða fimmfaldi sjónlengd ökumanns. Sá munur gefur ökumanninum verulega auk- inn möguleika á að greina þá sem eru á gangi. Árum saman hefur verið kapps- mál Umferðarráðs að notkun end- urskinsmerkja yrði almenn. Á þessu hausti hefur notkun merkj- anna hins vegar dregist saman meðal annars vegna umfjöllunar um notagildi þeirra og gagnsemi sem varð á síðastliðnu sumri. Öll merki sem Umferðarráð býður nú, hvort sem þau eru framleidd hér á landi eða innflutt hafa fyrir milli- göngu Neytendasamtakanna verið prófuð í Svíþjóð og mælst yfir þeim mörkum sem Svíar og Danir hafa sett. Á markaðnum í dag eru lin og hörð hangandi merki, lím eða saummerki, skokkbelti og endur- skinsmerki á hross. Einnig má benda á að margir fataframleiðendur eru farnir að setja endurskinsmerki á utanyfir- fatnað og á stígvél, og er fólki bent á að kynna sér þann möguleika. Umferðarráð mælist mjög ein- dregið til þess að nú þegar skamm- degið færist yfir sýni fólk þá sjálf- sögðu skynsemi að nota endur- skinsmerki. Sérstaklega er bent á ábyrgð foreldra hvað þetta varðar, og að öldruðum sé veitt aðstoð við útvegun endurskinsmerkja og á- setningu þeirra á fatnað. Endurskinsmerki fást nú í vel- flestum apótekum um land allt og einnig í nokkrum matvörubúðum og ritfangaverslunum. Körfuknattleiksfélag ísafjarðar, skammstafað KFl leikur nú f annari deild. Keppnistimabilið er hafið og er tveimur leikjum þegar lokið. Fyrsta viðureignin átti sér stað í íþróttahúsinu í Bolungarvík eins og reyndar allir körfuboltaleikir, þar sem íþróttasalurinn á ísafirði er ekki nógu stór. Þar áttu ísfirðingar í höggi við Tindastól frá Sauðár- króki og töpuðu þeim leik með eins stigs mun. Næsta leik gegn Akranesi unnu Isfirðingar með þriggja stiga mun eða 68 stig gegn 71. Má því segja að vertíðin fari þokkalega af stað fyrir körfuboltamenn. Þessi mynd var tek- in þegar verslunin Selið var opnuð formlega fyrir skömmu, en það er ný teppa- og tísku- verslun í miðbæ Isafjarðar. AFSUTnJR AFLAMBAKJÚTI Enn er 20% áfsláttur af heildsöluverði lambakjöts, þó fer að síga á seinnihluta afsláttartímabilsins. Allflestir landsbyggðarkaupmenn virðast hafa látið afsláttinn ganga til neytenda samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar í nokkrum verslunum fyrir og eftir verðlækkun. Hér sjáið þið dæmið svart á hvítu ásamt útreikningum okkar (miðdálkur) á því hvað verðið á nýju dilkakjöti ætti að vera í viðkomandi verslunum miðað við verðið fyrir verðlækkunina: Isafjörður, Bolungarvik Læri 01/1)6101 fyrir læiikun Læri m/beini - 20% Læri m/beini utsölu- verö Hryggur fyrir lækkun Hryggur - 20% Hryggur útsölu- verð Súpu- kjöt fyrir lækkun Súpu- kjöt -p 20% Súpu- kjöt útsölu- verð Kóti- lettur fyrir lækkun Kóti- lettur -f 20% Kóti- lettur útsölu- verð Bjarni Eiriksson. Bolungarvik 341 273 298 238 238 243 194 194 295 236 270 EinarGuöfinnsson. Bolungarvik 288 230 230 296 237 237 217 174 174 326 261 261 Björn Guðmundsson. Isafiröi 378 302 301 298 238 238 243 194 194 295 236 270 H.N. Búöin. ísafiröi 378 302 301 298 238 238 243 194 194 338 270 270 Kaupfélag ísfiröinga, Austurv. 340 272 272 296 237 237 274 219 219 336 269 269 Kaupfélag ísfiröinga, Hlíöarv. 340 272 272 296 237 237 274 219 219 336 269 269 Kaupfélag Ísfirðínga. Hnifsdal 340 272 272 296 237 237 273 218 219 336 269 269 Vöruval. Skeiöi. isafiröi 340 272 272 296 237 249 240 192 192 336 269 269 Meðalverö 343 274 274 297 237 239 251 201 201 325 260 208 Lægsta verð 288 230 230 296 237 237 217 174 174 295 236 189 Hæsta verð 378 302 301 298 238 249 274 219 219 338 270 216 Mismunur á lægsta og hæsta verði % 31.1 31.1 30.9 0.6 0.6 5.1 25.9 25.9 25.9 14.5 14.5 11.6 GRÍPIÐ LAIVIBAKJÖTIÐ MEÐAN ÞAÐ GEFST A 20% LÆGRA VERÐI. FRAMKVÆMDANEFND BÚVÖRUSAMNINGA

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.