Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 3
£ vestíirska TTAELADIS Iþróttir Kiwanlsmótið á ísafirði Úrslit Kiwanismót í sundi fór fram í Sundhöll ísafjarðar og Sundhöll Flateyrar, sunnudaginn 17. nóv. s.l. Vegna óveðurs varð að halda mótið á tveim stöðum og voru úr- slit hringd á milli staða. Ekki er vitað til þess að slík símamót hafi áður verið haldið hér á landi. Þó voru að morgni sunnudags tal- sverðar líkur á að mótið yrði að halda íka í Bolungarvík. Þetta er í þriðja sinn er Kiwan- isklúbburinn Básar á ísafirði stendur fyrir sundmóti fyrir ung- linga, og hafa þeir gefið öll verð- laun tíl mótsins. Við setningu mótsins á Isafirði færði Kiwanisklúbburinn Sund- deild Vestra vandaðan verð- launapaU, sem viðurkenningu fyr- ir gott starf að sundmálum og frá- bæran árangur. Tátur, 8 ára og yngri stig Hrefna Sigurgeirsd. UMFB 355 Hnokkar 8 ára og yngri Jón S. Guðmundss., UMFB 231 Tátur 9 — 10 ára Anna K. Gunnarsd. Gretti 602 Hnokkar 9 — 10 ára Þór Pétursson, Vestra 508 Meyjar, 11 — 12 ára Björg H. Daðad., UMFB 963 Sveinar, 11 — 12 ára Guðm. Arngríms., UMFB 657 Svo sem oft vill verða á fyrstu mótum keppnistímabilsins koma fram nokkrir góðir og efnilegir sundmenn sem æft hafa vel og reglulega frá hausti. Oft eru þetta sundmenn sem eru að koma fram í fyrsta sinn, eða fá verðlaun í fyrsta sinn en hafa keppt áður. Á Kiwanismótinu sem er næstum barnamót er því oft spenna milli barnanna, og lítið má útaf bregða milli verðlaunasæta. Á Flateyri hefur verið unnið gott starf að uppbyggingu sund- íþróttar og margt gott sundfólk að koma í ljós, og má vænta þess að þetta „þriðja hjól“ héðan af Vestfjörðum eigi eftir að vekja at- hygli. Þaðan má nefna nöfn eins og Önnu Kristínu Gunnarsdóttir eftir að sýna sína hlið og Bryn- hildur Gunnarsdóttir líka. Frá UMFB hafa komið góðir einstaklingar í barnaflokki en eitthvað varð til þess að fjölmarga vantaði á sundmótið, eða þeir jafnvel bara hættir að æfa sund. Ekki er ljóst hversvegna þátttaka frá UMFB á Kiwanismótið var jafnslæm og raun var á. Sé það rígurinn milli félaganna, þá verða Sigríður Júlíusdóttir, og Linda Pálsdóttir örugglega til með að sýna klærnar á komandi árum. Eins og áður segir er mótið ung- lingamót, en þó eru keppnisgrein- ar fyrir eldra sundfólkið, en verð- launagripirnir eru fyrir yngri flokka. Á mótinu er keppt í aldursflokkum, 8 ára og yngri, 10 ára og yngri, 12 ára og yngri, 14 sem er aðeins 10 ára og Svana Ei- ríksdóttir sem er aðeins 9 ára. Kjartan Kristjánsson og Jón Svanberg Hjartarson eiga einnig Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga, segir máltækið Það á ágætlega við nú, er jólin nálgast og af því tilefni bjóðum við Svínalæri heil 369,00 Svínalæri úrbeinað 616,00 Svínakambur úrbeinaður 489,00 Svínabógur hringskorinn 405,00 Svínakambur úrbeinaður reyktur 478,00 Svínahamborgarhryggur 498,00 Lambalæri úrbeinað með eða án fyllingar 387,00 Hraunbergssteikur 437,00 Hangikjötslæri heilt 327,00 Hangikjötsframpartur heill 199,00 Hangikjötslæri úrbeinað 457,00 Hangikjötsframpartur úrbeinaður 338,00 Kjúklingar............................225,00 Rjúpur ^ 150,00 Lítið inn, það borgar sig ATHUGIÐ — ATHUGIÐ Við tökum við greiðslukortum Eurocard og Visa SUIMDSTR/ETI 34*-40l3 forystumenn sundsins á þessum stöðum að taka saman höndum. Þátttaka í mótum hvors annars styrkir félögin og sundfólkið. Frá Vestra eru að koma upp nokkrir yngri sundmenn, af drengjum er Vestri nokkuð vel settur, þar eru þeir Hlynur T. Magnússon, Halldór Sigurðsson, Magnús Erlingsson og Þór Péturs- son, ásamt þeim eldri Kristjáni B. Árnasyni og Bjarka Sigþórssyni, auk þess fjölmargir aðrir Jens Andri, Róbert, Halldór Sveins, Gunnar Ingi og Sæþór, auk Tryggva og Inga Þórs. Allt eru þetta sveinar á uppleið og stað- ráðnir í að gera betur. Af telpum eru það, Helena Sig- urðardóttir, Margrét J. Magnús- dóttir, Ragnheiður G. Baldurs- dóttir, Dagný Harðardóttir og Þórdís Jónsdóttir sem örugglega mun bera á á næstu mótum. Auk þeirra koma þær Lilja Pálsdóttir, ára og yngri og karla og kvenna- flokki. 100. MTR.BAKSUND KVENNA 1. Martha Jörundsd., V. 1.14.5 2. Sigurrós Helgad. V. 1.16.0 3. Pálína Björnsd. V. 1.20.4 50. MTR. BRINGUSUND HNOKKA, 8 ÁRA OG YNGRI 1. Jón S. Guðm., UMFB 54.9 2. Þorsteinn Sigurðs. Gretti 1.06.6 50 MTR. BRINGUSUND TÁTUR 9 — 10 ÁRA 1. Erna Jónsd. UMFB 48.5 2. Anna K. Gunnarsd. Gretti 48.8 3. Svana Eiríksd. Gretti 49.2 4. Sigríður Júlíusd. V. 50.2 5. Lilja Pálsd. V. 50.4 50 MTR. SKRIÐSUND HNOKKA 9 — 10 ÁRA 1. Þór Pétursson, V. 35.1 Framhald á bls. 11. FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á neðstu hæð í þríbýlishúsi. Laus í jan. feb. n.k. Urðarvegur 50, 2x95 ferm. raðhús. Stórholt 7, 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Skipti á ódýrari íbúð koma til greina. Aðalstræti 12, norðurendi. Húsið er nýstandsett að innan. Aðalstræti 20, nú er einungis ein íbúð óseld í húsinu um er að ræða glæsilega 2ja herb. íbúð á 4 hæð og verður íbúðin tilbúin undir tréverk og málningu á næst- unni. Urðarvegur 80, 2ja herb. íbúð á 1. hæð íbúðin er tilbúin undir tré- verk og málningu. Hagstætt verð og greiðslukjör. Hlíðarvegur 5, 3ja — 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Laus um áramót. Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. Krókur 1, lítið einbýlishús úr timbri. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. BOLUNGARVÍK: Skólastígur 13, 5 herb. íbúð í parhúsi. Laus eftir samkomulagi. Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- gert einbýlishús. Laust fljótlega. Stigahlfð 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- hús. Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert einbýlishús. Skipti möguleg á eldra húsnæði í Bolungarvík. SÚÐAVÍK: Njarðargata 8, einbýlishús úr timbri, kjallari, hæð og ris. ARNARGEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 TOIVIMA HAMBORGARAR Ég vel Stóra- T°mma! Já, nú er Stóri-Tommi loksins kominn til ísafjarðar!!! Hentugur fyrir þá, sem vilja meira en einfaldan, en minna en tvöfaldan. í jólaamstrinu er gott að þurfa ekki að vesenast 1 matar- gerð og fara bara með alla fjölskylduna á Frábæ! Ekkert uppvask, ekkert vesen! Höfum einnig á boðstólum fiskbita (Fish ’n’ Chips), samlokur, snakk, pylsur, ís, sælgæti og gos! SJÁUMST! FRABÆR MÁNAGÖTU 1, SÍMI 4306

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.