Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 7
ts vestfirska TTABLADID Frábær: Nýtt á markaðnum — Stelktur fiskur í kryddi 28. september sfðastliðinn hóf starfsemi sína hér á ísafirði mat- sölustaður sem einkum leggur á- herslu á sölu hinna víðfrægu Tomma hamborgara. Hefur starfsemi þessi gengið al- veg þokkalega vel að sögn Jakobs Ólasonar eins af eigendum. Nú hyggjast þeir hinsvegar færa út kvíarnar og hefja sölu á djúpsteikt- um fiski sem snæddur er með steiktum kartöflum og skyldu meðlæti. Þetta er nýr og ferskur fiskur sem velt er upp úr sérstakri kryddblöndu sem myndar hjúp ut- an um fiskinn. Þessi hjúpur ásamt því að hér er um ófrosinn nýjan fisk að ræða gerir þetta að afar ljúf- fengri fæðu. Kryddblandan er ætt- uð erlendis frá en er að ryðja sér til rúms á veitingahúsum hér lendis og mun til dæmis veitingastaðurinn Sprengisandur í Reykjavík nota sömu blöndu við steikingu á fiski. Blaðamaður Vf átti þess kost á dögunum að bragða téðan fisk og getur borið vitni um að hér er hinn Ijúffengasti matur á ferð, enda framleiddur úr besta fáanlega hrá- efni í heimi sinnar tegundar, nefnilega íslenskum fiski. ísafjörður: Flas er ekki tíl fagnaðar Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á tsafirði voru samtals 54 ökumenn teknir fyrír of hraðan akstur i septembermánuði. ( októ- ber fór þessi tala upp f 84 og í nóv- ember voru 30 ökumenn stöðvaðir. Þetta eru samtals 165 ökumenn frá 1. sept. til 1. des. Bragi Beinteins- son yfirlögregluþjónn sagði að það vekti athygli hvað tala þessi væri há f október þegar hvað mest þörf er á að menn sýni aðgæslu f umferðinni. Hann sagði að nú færi f hönd mikill annatfmi í umferðinni, fjöldi fólks værí á ferð bæði akandi og gangandi við erfiðar aðstæður og því full ástæða til þess að brýna fyrir öllum vegfarendum að sýna fyllstu aðgæslu. Hann sagði að lögreglan myndi halda uppteknum hætti og halda uppi ströngu eftiríiti með umferð- inni. Myndin var tekin þegar Sporthlaðan var með tískusýningu á Silfurtorgi síðast- liðinn laugardag. Tískusýnlng Sporthlaðan var með tfskusýn- ingu f Veitingahúsinu Uppsölum fimmtudagskvöldið 5. desember. Þar sýndi verslunin aðallega fþrótta og sportfatnað. Nokkurt fjölmenni var viðstatt sýninguna, sem var öll tekin upp á myndband, sem sfðan á að nota til að sýna f glugga versl- unarínnar. Verður ekki sagt annað en að fsfirskir kaupmenn kunni að notfæra sér nýjustu tækni við kynn- ingu á sínum vörum. 7 Reykjavík: Aðalftindur Æðar- ræktarfélags Islands Aðalfundur Æðarræktarfélags fslands var haldinn 16. nóvember síðastliðinn i Reykjavík i 16. skipti. Félagar í æðarræktarfélaginu eru nú um 300 talsins í 10 starfandi félagsdeildum í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Þetta ár hefur verið varpbændum hagstætt, nema hvað snjóa- og vætuhret á síðari hluta varptímans olli sums staðar nokkrum skemmdum á dúninum. Æðardúnn hefur aldrei verið i hærra verði en núna eða kr. 16 til 18 þúsund krónur hvert kíló. Mun út- flutningsverðmæti æðardúns á ár- inu nema um 40 milljónum króna. Á fundinum komu fram nokkrar áhyggjur af því að verðið væri spennt of hátt sem gæti leitt til markaðstregðu og verðfalls. Varpbændur eru á einu máli um að megináherslu beri að leggja á ítrustu vöruvöndun, bæði hvað snertir hirðingu dúns og hreinsun. Vestur-þjóðverjar eru enn sem fyrr helsta markaðslandið, en fleiri þjóðir svo sem Japanir hafa einnig sýnt áhuga á dúnkaupum. Á árinu tók til starfa nýr ráðu- nautur í æðarrækt hjá Búnaðarfé- lagi tslands. Frá Breiðafjarðardeildinni „Æðarvé“ kom fram tillaga um að gripið skuli til samræmdra aðgerða um land allt á vegum veiðistjóra til fækkunar vargfugls. Ennfremur var skorað á stjóm- völd að veiðistjóraembættinu verði gert kleift að gegna hlutverki sínu samkvæmt lögum um eyðingu svartbaks og hrafns en á það skortir mjög nú. Nýr veiðistjóri dr. Páll Her- steinsson var einnig boðinn vel- kominn til samstarfs við æðarrækt- armenn. Þá ályktaði „Æðarvé“ einnig um að erninum skuli ekki leyfast að fjölga sér meira en orðið er á Breiðafjarðarsvæðinu. Er það almennt álit varpbænda á Vestur- landi að Menntamálaráðuneytið sem fuglavemdunarmál heyra undir sýni hættulegt fálæti um hið stórkostlega tjón sem öminn veldur hvað eftir annað á æðarvarpi, en amarstofninn hefur stækkað um fjórðung á undanfömum 10 til 20 árum. Aukningin öll er á takmörk- uðu svæði vestanlands, þar sem varpbændum er bannað að bera hönd fyrir höfuð sér. Einnig sam- þykkti fundurinn að fara þess á leit við stjómvöld að þau láti kanna hver brögð séu að því að æðarfugl farist í grásleppunetum. Væri tímabært að fá úr því skorið með skipulegri könnun. Samþykkt var einnig margítrek- uð áskomn til stjómvalda sveitar- félaga og fyrirtækja, að fara að settum reglum um meðferð úr- gangs við vinnslustöðvar í sjávar- útvegi og landbúnaði þannig að dregið verði úr fæðu sem vargfugl- ar eiga aðgang að og þar með fjölgun þeirra og skaðsemi. Fundurinn kaus Svein Guð- mundsson frá Miðhúsum í Reyk- hólasveit sem fulltrúa á Stéttar- sambandsþing. Aðalstjóm Æðarræktarfélags Is- lands skipa nú Sigurlaug Bjama- dóttir frá Vigur, form., Eysteinn Gíslason frá Skáleyjum, Þorleifur Kristmundsson Kolfreyjustað. I varastjóm eru Árni G. Pétursson og Agnar Jónsson, báðir frá Reykja- vík. Vélvædd ormatínsla? — Rannsóknir í fullum gangi Nú um þessar mundir eiga Is- lendingar þátt í rannsóknarverk- efnum sem beinast að því hvort hægt sé að finna hringorma og bein í fiskflökum með aðstoð útfjólu- blárra geisla og hljóðbylgna. Frá þessu segir f nýútkomnu blaði af Fiskifréttum. t Danmörku er nú verið að hanna vélbúnað sem finnur orma og bein í fiskflökum með aðstoð útfjólublárra geisla. Á Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna aðild að því verkefni. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að tækið skynjar aðeins þá aðskotahluti sem em í yfirborði fisksins. Vestur í Bandaríkjunum er hins- vegar ungur Isfirðingur, Hannes Hafsteinsson að vinna að doktors- ritgerð um notkun hljóðbylgna við leit að hringormum í fiski. Nýtur hann stuðnings Coldwater og fleiri íslenskra fyrirtækja auk þess sem Rannsóknarráð ríkisins hefur styrkt þessar rannsóknir. Kostur hljóðbylgjuaðferðarinnar er sá að með henni er hægt að finna orminn djúpt í fiskholdinu. Að sögn kunnugra eru vonir bundnar við að hægt verði að þróa þessa aðferð þannig að hægt verði að beita henni með einhverjum ár- angri í baráttu við orminn. .1 afnrétti milli landshluta Að njóta ávaxta erfiðis sfns er oft rætt um manna á milli, þar á meðal i allri umræðu um kaup og kjör, bú- setu, aðstöðumun og sér f lagi jafn- rétti milli landshluta. tbúar Stór-Reykjavíkursvæðis- ins tala oft um það að við Vestfirð- ingar höfum margfaldan rétt vegna atkvæðismunar, en gleyma yfirleitt um leið hvaðan gjaldeyririnn kem- ur og hverjir njóta ávaxtanna. Stöðugur fólksflótti til höfuðborg- arsvæðisins sýnir að fók í hinum dreifðu byggðum landsins nýtur ekki ábata vinnu sinnar, enda þótt stærstur hluti þjóðarteknanna skapist þar. Þessar fullyrðingar vit- um við öll sem á landsbyggðinni búa að eru réttar. Samt sem áður hefur hvergi á Vesturlöndum verið meiri búseturöskun undanfarna áratugi en hér á landi. Landssamtök um jafnrétti milli landshluta munu beita sér fyrir því að nú verði staldrað við, fundnar nýjar og betri leiðir til þess að end- urheimta virðingu og auka vinnu- semi. En ekki eins og nú er að fólk í undirstöðuatvinnuvegunum, at- vinnurekendur, verkafólk og sveit- arstjórnarmenn, sé gert að bón- bjargamönnum sem þurfa að sækja nær allt í faðm stjórnkerfisins fyrir sunnan. „Við stefnum að nýrri leið sem bætir hag þjóðarinnar allrar. t ráði er að halda stofnfund deildar byggðárlaga við Isafjarðardjúp á Hóte! Isafirði fimmtudaginn 12. desember n.k. kl. 20.30. Víðast hvar á Norður- og Austurlandi og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum hafa nú þegar verið stofnaðar deildir. Við skorum á fólk að gerast meðlimir í samtökunum og standa vörð um sín byggðarlög í samfloti við önnur landsbyggðarlög. Sjáumst á Hótel Tsafirði, í kvöld kl. 20.30. Undirbúningsnefnd að stofnun samtaka um jafnrétti milli lands- hluta.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.