Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 12
Spil og töfl í fjöbreyttu úrvali m.a. þessi vinsælu fjölskylduspil: Trivial Pursuit - spurningaleikur kr. 2.600.00 Domino Rally verð frá.....................kr. 395.00 til kr. 1.410.00 Rally Driver - Velti Pétur................kr. 960.00 Matador...................................kr. 395.00 „Perfektion"..............................kr. 850.00 6 - spila kassi...........................kr. 565.00 75 - spila kassi..........................kr. 795.00 og mörg fleiri Bókav. Jónasar Tómassonar Sími3123 ísafirði vestfirska FRETTABLASID ERNIR P ISÁFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA £ vestfirska Að þegar jólasveinarnir voru aö skemmta börnum á torg- inu á laugardaginn hafi þeir orðið fyrir svívirðilegri árás. Var þar að verki fultorðið fólk sem gerði aðsúg að jóla- sveinunum og kippti af þeim skegginu, áttu jólasveinar í vök að verjast og uröu loks að flýja af vettvangi. Varð þar af leiðandi minna úr skemmtan þeirra en ráð var fyrir gert. AÐ enn aukist hróður Kvart- etts Mí. Allt bendir nú til þess að aðdáendur kvartettsins á Vestfjörðum fái að hlýða á engilfagran söng þeirra á öldum Ijósvakansá nýársdag. Tæknimaður frá gamla gufu- radíóinu mun hafa unnið við það á síðasta þriðjudags- kvöld að taka piltana uppá band undir leiðsögn Finn- boga Hermannssonar. Að símamál Grunnskólans á fsafirði séu í megnasta ólestri. Þegar skólarnir voru sam- einaðir í haust var um leið tekin upp sú nýbreytni að hafa aðeins eitt símanúmer fyrir skólann. Til þess að þetta mætti verða þurfti að kaupa nýtt skiptiborð til skólans fyrir offjár. Ekki gengur þó skóla- mönnum nógu vel að hemjatæknina.þannig mun til dæmis hafa verið sfmasam- bandslaust við skólaútibúið í Hnífsdal í tæpa viku nýverið og fékkst tækniundríð ekki til þess að virka þótt maður gengi undir manns hönd. Það bjargaði málunum á þessum neyðartímum að útibússtjóri skólans er búsettur í næsta húsi og gat því hlaupið með boð á milli ef mikið lá við. Isafjörður: Sala íbúðanna gengur tregt — Aðeins tæpur fímmtungur seldur í íbúðum fyrir aldraða. Kynn- ingarherferð í undirbúningi Hér sést grunnurinn að íbúðum aldraðra. t sumar sem leið var stofnað á ísafirði byggingarsamvinnufélag aldraðra til þess að gangast fyir byggingu íbúða fyrir aldraða f tengslum við núverandi byggingu, Hlíf. Byggingin á að hýsa 42 íbúðir ásamt tengibyggingu og þjónustu- rými. Nokkur styr varð um útboð á verkinu þegar stjóm byggingarsam- vinnufélagsins ákvað að taka næst- lægsta tilboði f það en ekki þvf lægsta. * ~3 Haldið var upp á litlu jólin svokölluðu á Hlff, fbúðum aldr- aðra á sunnudaginn 8. desember. Sr. Kristján Valur Ingólfsson hélt stutta hugvekju. Lesið var upp kvæði eftir Davfð Stefáns- son og síðan söng Sunnukórinn jólalög undir stjóra Margrétar Bóasdóttur. Sfðan var gengið til kaffidrykkju sem kvenfélag kirkjunnar bauð til. Þegar setið hafði verið yfir kaffi og kræs- ingum góða stund, birtust jóla- sveinar sem færðu öllum ein- hvera glaðning og sungu eins og jólasveinum einum er lagið. ' POLLINN'--------- ísfirðingar — Nágrannar Opnunartími okkar í desember verður sem hér segir: Laugardaginn 14 des. Laugardaginn 21. des. Mánudaginn 23. Þorláksm. Þriðjudaginn 24. aðfangadag Þriðjudaginn 31. gamlársdag frákl. 10.00 til 18.00 frá kl. 10.00 til 22.00 frákl. 9.00 til 23.00 frákl. 9.00 til 12.00 frákl. 9.00 til 12.00 Verslun, sími 3792 Opið aðra daga eins og vant er Rafþjónusta. sími 3092 I ágúst síðastliðnum, þegar verk- ið var um það bil að hefjast, sagði Halldór Guðmundsson forstöðu- maður Hlífar og framkvæmdastjóri byggingarsamvinnufélagsins í samtali við Vf að helmingur íbúð- anna væri þegar seldur. Nú virðist sem eitthvað gangi treglega að ganga frá samningum um téðar í- búðir. Halldór Guðmundsson sagði í viðtali við Vf að aðeins 8 íbúðir væru seldar. I ráði er að hefja kynningarherferð eftir ára- mótin og er í því skyni verið að vinna að bæklingi sem dreift verð- ur meðal almennings. Þar verða væntanlega kynntar nýjar leiðir í fjármögnun íbúðanna. Halldór sagði að þessi herferð væri sett á laggimar vegna þess að erfiðlega hefði gengið að selja í- búðimar svo og vegna þess að væru samningar gerðir tímanlega þyrfti minni fjármögnun með lánum og þar af leiðandi yrðu íbúðirnar ó- dýrari. í sumar kom fram að hafnar væru viðræður við sveitarfélögin í nágrenni tsafjarðar um þátttöku í byggingunni, með eignahluta og hefur þegar verið samið við tvö sveitarfélög. í máli sveitarstjómarmanns sem Vf ræddi við, kom fram, að ekki væri ástæða til þess að hafa á- hyggjur þó hægt gengi, venjan væri sú að fólk tæki ekki við sér fyrr en byggingar væru á lokastigi. Halldór Guðmundsson kvaðst vonast til þess að gengið yrði fljótlega frá samningum við sveitarfélögin. Það getur einnig haft áhrif á framgang mála að margir kaup- endur á Isafirði eru háðir því að geta selt það húsnæði sem þeir eiga fyrir, en eins og kunnugt er hefur lítil hreyfing verið á sölu fasteigna að undanförnu. Halldór sagði að það væri alltaf talsverð hreyfing á þeim markaði á vorin og kynning- arherferðin væri stíluð uppá að vera í takt við þá hreyfingu. Hann sagðist þrátt fyrir allt vera bjart- sýnn á að íbúðimar gengju allar út á tilsettum tíma. Byggingarframkvæmdir við hús- ið sem eru í höndum Eiríks og Einars Vals hf á ísafirði ganga samkvæmt áætlun. Að vísu hafa smávægilegar tafir orðið vegna veðurs en ekkert sem neinu nemur. Afli hefur heldur verið að glæðast hjá línubátum með batnandi gæftum. Berast fréttir af allt að 8 tonnum í róðri frá syðri fjörðunum. Verður það að teljast dágóður afli. Enginn glans er hinsveg- ar yfir rækjuveiðinni og er tregt á þeim miðum um þess- armundir. GUÐBJARTUR landaði á mánudag 130 tonnum, mest þorski. 25 tonn fóru í gáma. PÁLL PÁLSSON landaði á þriðjudag 156 tonnum 85 tonn fóru í gáma. GUÐBJÚRG er að landa í dag og í gær ca. 250 tonnum og fer hluti aflans í gáma. jULlUS er enn í breytingu, en losnar vonandi fyrir jól. DAGRÚN landaði á þriðjudag 100 tonnum. Var helmingur aflans þorskur, fór hann í vinnslu heima en hinn helm- ingurinn í gáma. HEIÐRÚN landaði sama dag 60 tonnum og voru 40 tonn af því þorskur. HUGRÚN landaði á miðviku- dag 10 tonnum af úthafs- rækju sem voru sótt austur í Eyjafjarðarál. SÓLRÚN var með 25 tonn af rækju sem hún fékk norður í kanti. BESSI landaði 120 tonnum á þriðjudag og var það allt skrap mest karfi og grálúða. GYLLIR landaði á mánudag 77 tonnum og fóru 60 í gáma. SLÉTTANES landaði á þriðjudag 98 tonnum, ailt þorskur. FRAMNES er í slipp eftir ó- happ sem þeir urðu fyrir, losna trúlega fyrirjól. Linubátar frá Þingeyri hafa verið að fá 8 tonn á viku. Steinanes frá Bíldudal land- aði samtals 25 tonnum í vik- unni úr þremur róðrum sem er dágóður afli. Tálknfirðingur landaði á mánudag 85 tonnum af karfa og grálúðu, Línubátar hafa verið að fá 6 tonn í róðri. Þrymur landaði í vikunni samtals 35 tonnum og Sigur- ey 15 tonnum. BILALEIGA Nesvegi 5 - Suðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiðsla á ísafjarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.