Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 13

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 13
Presturiiui þarf alltaf að vera reiðubúinn að hlusta á vandamál sóknarbamanna. hverjum stað, bæði með texta og lag. Það getur alveg komið upp sú staða að presturinn vilji láta syngja einhvem sálm sem ekki er venja til að hafa á efnis- skránni, það er alveg ástæðu- laust að vera að stuða söfnuðinn með einhverjum svoleiðis upp- átækjum. En til þess að geta forðast slíkt þá þarf hann að vita um venjumar. í hverjum söfnuði er ákveð- inn kjarni fólks sem kemur allt- af til messu, í kringum þennan kjama er svo stærri hópur sem kemur stundum og stundum ekki. Svo er ennþá stærri hópur sem kemur bara á jólunum og svo er kannski stærsti hópurinn sem hefur ekki tengsl við kirkj- una nema gegnum ákveðnar athafnir, skírnir, giftingar, jarð- arfarir etc. Svo eru vissir aðilar sem þurfa annarskonar þjónustu til að mynda heimsóknir. Ég er að vonast til þess að margt breytist till betri vegar þegar safnaðar- heimilið verður tekið í notkun sem verður vonandi mjög bráð- lega. Þegar presturinn er kominn með skrifstofu þar, þá er hann kominn niður í bæjarkjarnann og þá er miklu auðveldara að líta inn til hans þar heldur en að brölta hingað uppeftir. Þá verður líka grundvöllur fyrir því að hafa fasta viðtalstíma í vik- unni svo að fólk viti hvenær presturinn er við. Með tilkomu safnaðarheimilisins aukast möguleikar á öðru safnaðar- starfi, ég hef í hyggju að fara af stað með biblíulestur, ég vildi gjaman að menn gætu litið þama inn og fengið sér kaffi annað slagið, svo hefði ég viljað auglýsa til lengri tíma messur þar sem fólki gæfist kostur á að koma í safnaðarheimilið eftir guðsþjónustu og ræða við prestinn um efni prédikunar- innar. Þetta er þjónusta sem ég þekki frá Þýskalandi og er mjög góð. Það er oft þannig að prest- urinn getur verið alveg hreint óskiljanlegur í prédikuninni, það er kannski einhver í söfn- uðinum sem ekki er á sama máli, eða hefur ekki skilið til fulls hvað átt er við, þá getur hann komið og rætt málið við prestinn. Þetta er líka gott að- hald fyrir prestinn, þetta forðar honum frá því að halda að hann geti farið upp í stólinn og sagt þar bara eitthvað og síðan flúið í skjól. PRESTAR ÆTTU EKKI AÐ VERA FRÆGIR Prestar ættu ekki að vera frægir, það er svo mikil hætta á að þeir falli í þá freistni að fara að spila upp á frægðina meira en uppá söfnuðinn. Það er ekki nema einn og einn af þessum sem verða frægir, sem verða svo frægir að þeir hafa mikið gott að segja öllum. Gott dæmi um þetta er Sig- urbjöm Einarsson, hann var í rauninni prestur fyrir allt landið og miðin, því það var hlustað á hann um allt og fyrir það varð hann frægur. Það er ekki nema einn af hundrað sem geta orðið svona jákvætt frægir, flestir prestar verða frægir fyrir ein- hverja bommertu sem þeir hafa gert og þá bíða allir eftir því að þeir geri aðra. Ef presturinn er sæmilega skynsamur maður, þá hefur hann náttúrulega pólitískar skoðanir. Allt sem presturinn er að gera með söfnuðinum snertir manninn í heild og þar af leið- andi líka hans pólitísku skoð- anir. Það er mjög erfitt fyrir prest að vera í forystusveit einhvers pólitísks flokks og taka þar með í rauninni afstöðu gegn ein- hverjum ótilgreindum hluta safnaðarins. Þetta þýðir það að mín per- sónulega skoðun er sú að það komi söfnuðinum ekki við hvað presturinn kýs. PRESTURINN ER STARFSMAÐUR FAGNAÐARERINDISINS Presturinn er í raun starfs- maður fagnaðarerindisins, þannig að það getur komið upp sú staða og gerist raunar oft að presturinn getur ekki þagað. Þá verður hann eðli málsins sam- kvæmt að mæla skýrt gegn pólitísku óréttlæti. í Þýskalandi eru mörg dæmi um þetta, þar voru prestar sem gátu ekki þag- að gegn nasismanum. Þeir urðu pólitískir af því að þeir gátu ekki horft upp á þetta. Þetta skeður oft í dag við ýmsar að- stæður, að presturinn getur sem kristinn maður ekki þagað. Það er ekki það sama hvort presturinn sem þjónn fagnað- arerindisins bendir á það í prédikun hvaða afleiðingar fagnaðarerindið hefur fyrir persónuna, eða hvort hann stofnar til útifundar um þjóðfé- lagsmál. Það er hinsvegar hlut- verk prestsins sem þjóns fagn- aðarerindisins að ýta við þeim kristnu, og ýta við því kristna í hverjum manni, þannig að hann taki síðan ákvörðun á þeim grundvelli. Jón Jónsson er í kirkju, skírður maður og pólitískur að- ili líka. Hann á að heyra fagn- aðarerindið í kirkjunni, ef ein- hverjar pólitískar skoðanir hans fá ekki staðist samkvæmt fagn- aðarerindinu, þá á hann að skipta um skoðun, og það er prestsins, í gegnum predikun- ina, að verða bess valdandi. Á þessum síðustu tímum eins og svo oft áður þegar eitthvað mikið er að gerast í pólitíkinni, þá gleyma menn að skoða hlut- ina fyrst og fremst út frá því sjónarmiði að þeir eru kristnir menn, en skoða þá í staðinn út frá því sem flokkurinn segir. Þannig að flokksforystan á hverjum tíma getur farið að keppa á móti Kristi. Um leið og presturinn lýsir yfir stuðningi við einhvem á- kveðinn flokk og hvetur með- limi safnaðarins til þess að kjósa hann, þá er hann á villigötum, vegna þess að flokkurinn er ekki kirkjan og er ekki krist- indómurinn. Og þó svo að ein- hver flokkur geti mjög oft átt samleið með boðskap kristn- innar, og sumir geri það vísvit- andi, þá er stjórnmálaflokkur- inn oft sá aðili sem verður að gera samkomulag eða mála- miðlun. Og í málamiðluninni getur falist höfnun á kristnum gmndvallarreglum. Þessi vandamál sjást mjög skýrt þeg- ar skoðaðir eru í nágrenni við okkur svokallaðir kristnir stjórnmálaflokkar. Kristinn stjómmálaflokkur á ailtaf bágt og að mínum dómi er mjög gott að ekki skuli vera til slíkur flokkur á íslandi. Lítum á það sem gerðist í Noregi, Kristni Þjóðarflokkur- inn þar var í stjóm og varð meðábyrgur fyrir lögunum um frjálsar fóstureyðingar, sem hann þó barðist á móti og gat ekki sem kristinn stjórnmála- flokkur samþykkt. Kristnir menn eru þó alltaf að gera slíkar málamiðlanir fyrir sjálfa sig, og hafa í raun fullt leyfi til þess, maður sem gerir vitleysu á það við sjálfan sig, hann á kost á að öðlast fyr- irgefningu sem kristinn maður og einstaklingur. En það er ekki hægt að veita flokk fyrirgefn- ingu, vegna þess að fagnaðar- erindið er alltaf persónulegt, talandi til einnar persónu í einu. Það er bara einn maður skírður í einu, það fæðist einn í einu og það deyr einn í einu. Það er al- veg sama þó þú eigir hundrað vini sem allir eru hjá þér þegar þú deyrð, þú deyrð samt aleinn. Þetta snertir líka spuminguna um það hvort presturinn eigi að vera pólitískt aktívur, en hann má ekki, ef hann ætlar að starfa sem þjónn safnaðarins, fagnað- arerindisins, og kirkjunnar, fara að verða allt í einu þjónn ein- hverrar stjómmálastefnu. Það fer ekki saman. MIG LANGAR ALLTAF ÚT Á SJÚ „Það er nú þannig að mig langar einna mest út á sjó. Ég hef alltaf haft ákaflega sterk tengsl við sjóinn, ég er fæddur við sjóinn og reri oft til fiskjar þegar ég var ungur drengur. Faðir minn var oft langdvölum að heiman við málningarvinnu og stundum var hann allt að þremur mánuðum í burtu. Nú var það svo að það var fremur þröngt í búi og stundum ekki mikið til að borða, þannig að ég stundaði það að róa til fiskjar einn á skektu þegar ég var ekki nema tólf ára gamall fyrst. Þá sætti maður lagi og fékk lánaðar skektur nógu snemma á morgnana til þess að geta verið kominn í land áður en eigand- inn þyrfti að nota hana. Þetta var fyrir tíma snurvoðarinnar þannig að það var talsverð fisk- gengd í Eyjafirði og ég lærði á hin ýmsu mið þama næst landi. Þetta var nú yfirleitt ekki nema tæplega klukkutíma róður frá landi. En þó getur þetta verið varasamt ef hann skellur á með sunnanátt, og ég lenti einu sinni í því að hreppa sunnanvind og hraktist allar götur útundir Hrísey. Það var ansi mikill bamingur í land. Þá varnú faðir minn heimavið og beið eftir mér á kambinum þegar heim kom og var býsna þungbrýnn. Nú, ég stundaði skíði mikið Það er í mörg hom að líta, og margir sem þurfa að reka sín erindi á heimili þeirra hjóna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.