Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 19

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 19
 vestfirska TTASLASID 19 Sigurjón, Stína og jólasveinarnir Smásaga eftir Hildi Jónsdóttur, 10 ára iwpip"' telí . Það eru þrettán dagar til jóla, þegar þessi saga gerist. Systkinin Sigurjón, sem er sjö ára gamall og systir hans Stína sem er aðeins tveggja ára eru búin að setja skóna sína út í glugga og farin að sofa. Allt í einu vaknar Sigurjón við eitthvað skritið hljóð. Hvað var nú þetta? Hann vekur Stínu og þau kíkja út um gluggann og sjá þá sjálf- an jólasveininn á fallega hreindýrasleðanum sínum. En þetta var nú eitthvað skrítið, jólasveinninn var grátandi. „Af hverju ertu að gráta jólasveinninn minn”? spurðu Sigurjón og Stína. „Uhu, sko ég átti að passa hana Sleddu (gamalt jóla- sveinanafn) litlu systur mína fyrir hana mömmu Grýlu, en nú er ég búinn að týna henni uhu”. „Heyrðu við skulum koma með þér og leita að Sleddu litlu” sögðu Sigurjón og Stína. „En þá þurfið þið að koma með mér til jólasveinalands” sagði Faldafeykir (nýtt jóla- sveinanafn). „Gaman gam- an” sögðu Sigurjón og Stína og svo flýttu þau sér í fötin og fóru af stað með Falda- feyki til jólasveinalands. Þau svifu lengi lengi á fallega hreindýrasleðanum en loks- ins komu þau til jólasveina- lands og þá fóru þau að leita að Sleddu litlu, þau leituðu og leituðu, en hvergi fundu þau Sleddu. Nú urðu Sigur- jón og Stína að fara heim, og aftur fóru þau upp í hrein- dýrasleðann og svifu upp í loftið og alla leiðina heim. Aumingja Faldafeykir ætlaði að halda áfram að leita að Sleddu, þegar Sigur- jón og Stína kölluðu á haim að koma aðeins inn og viti menn þama var Sledda þá sitjandi á rúminu hennar Stínu. „Hvar varstu Sledda” spurði Faldafeykir? „Ég ætlaði að fela mig” sagði Sledda, „en þá sofnaði ég bara óvart, og þegar ég vaknaði varstu farinn. Viltu fyrirgefa mér elsku Falda- feykir minn”. „Já, en þetta má aldrei koma fyrir aftur” sagði Faldafeykir, síðan kvöddu þau Sigurjón og Stínu og þegar Sigurjón og Stína litu út um gluggann aftur, var hreindýravagninn eins og lítil stjama hátt, hátt upp í loftinu á leiðinni til jólasveinalands. Svona endar nú þessi saga, en ef þið eruð þæg og góð, hittið þið kannski Faldafeyki og Sleddu systir hans ein- hvem tíma. Hildur Jónsdóttir. 10 ára. Hjallavegi 8. Viðtöl við nokkra krakka Hildur tók viðtölin og myndirnar en sumir vildu ekki láta mynda sig og hlupu í burtu Sigríður Jóhannsdóttir 9 ára. Er ísafjörður góður bær? Já. Er gaman í skólanum? Já. Er kennarinn skemmtilegur? Nei. Er mikið um stríðni? Já. Hvað myndirðu gera, ef þú fengir að vera skólastjóri einn dag? Veit ekki. Hvaða ieiktæki vilt þú fá á skólalóðina? Eitthvað. Iris Georgsdóttir 11 ára. Er ísafjörður góður bær? Já. Er kennarinn skemmtilegur? Já Er gaman í skólanum? Já Hvað myndir þú gera, ef þú fengir að vera skólastjóri einn dag? Ég myndi ekki vilja vera skólastjóri. Hvaða leiktæki vilt þú fá á skólalóðina? Ekki rólur. Agnar 7 ára. Er ísafjörður góður bær? Já. Er gaman í skólanum? Nei. Er kennarinn skemmtilegur? Nei. Er mikið um stríðni? Nei. Hvað myndir þú gera ef þú fengir að vera skólastjóri einn dag? Veit ekki. Halldóra Patricia Kristófers- dóttir 10 ára. Er Isafjörður góður bær? Já. Er gaman í skólanum? Já, já. Er kennarinn skemmtilegur? Já. Hvað myndir þú gera ef þú fengir að vera skólastjóri einn dag? Gefa öllum frí. Hvaða leiktæki vilt þú fá á skólalóðina? Spýtu rólur. Sigríður Harðardóttir 12 ára. Er ísafjörður góður bær? Já. Er gaman í skólanum? Já. Er kennarinn skemmtilegur? Já. Hvað myndir þú gera, ef þú fengir að vera skólastjóri einn dag? Gefa frí. Hvaða leiktæki vilt þú fá á skólalóðina? Veit ekki. Torfi Jóhannsson 8 ára. Er ísafjörður skemmtilegur bær? Já. Er gaman í skólanum? Nei. Er kennarinn skemmtilegur? Já. Hvað myndir þú gera ef þú fengir að vera skólastjóri einn dag? Gefa öllum frí. Hvaða leiktæki vilt þú fá á skólalóðina? Fótboltavöll. Borðar þú rauð eða græn epli? Alveg sama. Þessi unga stúlka heitir Hild- ur Jónsdóttir og er 10 ára göm- ul. Hún skrifaði þessa litlu jóla- sögu fyrir Vestfirska fréttablað- ið og tók viðtölin við krakkana sem eru hér á síðunni. Hún tók sjálf allar myndimar sem birtast með viðtölunum. Við hittum Hildi þegar hún var að koma úr tónlistartíma, en hún er að læra á selló í tónlist- arskólanum á ísafirði. Við spurðum hana hvernig henni hefði dottið í hug að skrifa sög- una og taka viðtölin. „Mig langar til þess að læra fjölmiðlafræði og verða frétta- maður, frænka mín lærði fjöl- miðlafræði og hún er flutt til Spánar. Ég myndi frekar vilja vera blaðamaður en vinna við sjónvarp. Ég held að það sé skemmtilegra að vera blaða- maður. Mér gekk ágætlega að taka viðtölin við krakkana í skólan- um en það voru margir sem vildu ekki láta taka af sér mynd, hlupu bara í burtu. Ég hef ekki skrifað margar sögur og mamma varð mjög hissa þegar ég gerði þetta, því ég er lítið fyrir að skrifa. Ég er búin að vera í tvo mán- uði að læra á selló, ég fer á þriðjudögum og fimmtudögum í tíma. Mér finnst gaman að læra á hljóðfæri og ætla að halda því áfram. Kennarinn minn heitir Maria Kyriakou. Ég ætlaði að fara fyrst að læra á flautu en kennarinn sagði að ég væri orðin svo gömul að hann lét mig strax á eitthvað hljóð- færi. Ég hef verið í fimm skólum og síðan ég flutti hingað í mars í fyrravetur hef ég verið í tveimur bekkjum. Mér finnst gaman að eiga heima á Isafirði, en mig langar stundum til Reykjavíkur til þess að komast í bíó og svo- leiðis. Það er miklu meira félagslíf á ísafirði, ég gæti ekki gert í Reykjavík allt sem ég geri hér.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.