Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 21

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 21
vestfirska ITTABLADID Úr Grunnavíkurkirkju: Jólakveðja til safnaðanna í ísafjarðarprestakalli Frá sr. Jakob Hjálmarssyni Nú er nær líður jólum minna þau með skærum hljómi á sig böndin sem binda hvern mann öðrum mönnum. Hugur leitar á bernskuslóðir, í föðurhús, á kærar slóðir til góðvina. Svo fer okkur, sem höfum vetursetu hér í Lundi og höfum að minnast átta jóla ásamt ykkur. Ber þar hæst í minningunni helgistundirnar í húsum Guðs þar við Djúp, þegar við söfnuðumst þar saman í skammdegismyrkrinu til að minna hvert annað á ljósið, vonina. Tíminn fer undarlega með minningarnar. Það sem olli mikilli gleði um sinn gleymist næstum meðan sorglegur viðburður tekur hins vegar að varpa ljósi í endurminningunni og veitir ljúsára tilfinningu sem er jafnvel oft í ætt við hamingju. Þannig fer ekki hjá því að árin sem líða bindi þá saman æ sterkari böndum, sem eiga sameiginlegar minningar. Við eigum saman margar slíkar, ljúfar og sárar. Við þökkum þær. 1 minningunum eruð þið hjá okkur og líka í bæninni, þegar við minn- umst ykkar frammi fyrir Guði. Við sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um gleðileg og friðsæl jól. Við óskum ykkur gæfu og gengis á nýja árinu og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Kveikt er ljós við ljós burt er sortans sviði. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Auður, Jakob og synir Lundi, Svíþjóð — Bækur — 21 Ferming í ísafjarð- arkirkju árið 1935 Myndin er tekin á tröppum ísafjarðarkirkju þann 5. maí 1985, en þá vom liðin nákvæmlega 50 ár, frá fermingarathöfninni. Fermd vom: 34 böm - 15 stúlkur og 19 drengir. Prestur: Séra Sigurgeir Sigurðsson, síðar Biskup íslands. Eftirtalin fermingarböm mættu til kirkju: 1. röð frá vinstri: Lára Veturliðadóttir, Andrés Ólafsson, Guðbjörg Jónsdóttir. 2. röð frá vinstri: Sveinn Elíasson, Kristján Jónsson, Hafsteinn O. Hannesson. 3. röð frá vinstri: Halldór Ólafsson, ísak Sigurgeirsson, Pétur Pétursson og Jóhannes Guðnason. Það færist nú nokkuð í vöxt að fullorðið fólk minnist síns fermingarafmælis síðar á æv- inni á merkum tímamótum og hittist þá í fermingarkirkjunni. STRlÐSVINDAR Eftir Pulitzerverðlaunahöfund- inn Hermann Wouk í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk. Bókaklúbbur Amar og örlygs hefur sent tveggja binda ritverkið Striðsvindar eftir Pulitzerverð- launahöfundinn Herman Wouk á almennan bókamarkað vegna mikilla eftirspuma frá utanfélags- fólki þegar það spurðist að sjón- varpsþættimir sem gerðir voru eftir sögunni yrðu teknir til sýningar í íslenska sjónvarpinu skömmu fyrir næstu jól. Stríðsvindar eru söguleg skáld- Með þessu vill fólk gera hvort- tveggja í senn, hitta fermingar- systkini sín, sem oft hafa ekki sést svo áratugum skiftir og rifja upp liðnar samverustundir og saga úr síðari heimstyrjöldinni, þetta er elskuleg saga sem lesand- inn verður strax þátttakandi í. Að- allega er hún um bandaríska fjöl- skyldu í síðari heimsstyrjöldinni, en auk þess er hún allt í senn; ástar- saga, örlagasaga, góð heimild, að- gengilegt brot af mannkynssögunni og námskeið í landafræði. Einnig er gert góðlátlegt grín að þeim sem að eigin áliti stjómuðu heiminum. Aðalsögupersónan, Pug Henry, fer vegna starfa sinna víða um heim. Hann situr veislur hjá háttsettum nasistaforingjum, hittir Hitler í Berlín, Mussolini í Róm og Roose- velt í Washington. Hann hittir líka Churchill í London og fer sem jafnframt minnast þess merka áfanga, sem fermingin er í lífi hvers manns. Sunnudaginn 5. maí s.l. kom einn slíkur hópur fermingar- systkina saman í Isafjarðar- kirkju til að minnast þess dags. Fyrir 50 árum fermdi séra Sigurgeir Sigurðsson, síðar biskup íslands, þau í ísafjarð- arkirkju, en hann var þá sókn- arprestur á ísafirði, elskaður og virtur af öllum sínum sóknar- börnum. Hópurinn, sem fermdist þann dag voru 34 börn. Þau höfðu tvístrast víðsvegar um landið og nokkur eru látin. Nokkrir gátu ekki komið til af- mælisins ýmissa hluta vegna, en þeir sem komu höfðu mikla á- nægju af samverunni. Þökk *sé Sveini Elíassyni, bankamanni í Reykjavík og Kristjáni Jóns- syni, hafnsögumanni á Isafirði, sem forgöngu höfðu um sam- einingu og samkomu hópsins. Við þetta tækifæri var með- fylgjandi mynd tekin eftir messu í ísafjarðarkirkju. I lok messunnar minntist sr. Andrés Ólafsson, fyrrum prófastur í Hólmavík afmælisins og ferm- ingarföðurins séra Sigurgeirs. Bað hann alla viðstadda um að rísa úr sætum og minnast séra Sigurgeirs. Eftir stundina í kirkjunni var svo haldið á Hótel Isafjörður við Silfurtorg, þar sem snæddur var góður hádegisverður og dvalið saman í góðu yfirlæti fram eftir degi. gestur hans með breskri sprengju- flugvél í árásarferð til Berlínar. Það er fleira en stríðið sem skapar spennu í söguna. Ótal ást- arsambönd myndast og slitna, þótt sum verði varanleg. Guðmundur Ó. Guðmundsson: Á hljóðri stund Ég var að horfa á ljósadýrðina það var dá- samlegt veður, árið 1980 var að kveðja og nýtt að heilsa, allt var hljótt og kyrrt. Á þeirri stundu urðu ljóðlínur þessar til. Á hljóðri stund, ég horfi himins til, mig heilla stjömublik og loftið tæra. Land og sjór, og öll þau litaskil, í ljósi nætur lofgjörð er að færa. Kom þú ár með kyrrð og frið á jörð og kærleik auk á meðal allra manna. Láttu þjóðir heimsins halda vörð, um heill og heiður alls þess góða og sanna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.