Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 23

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 23
vestíirska FRETTABLADID 23 Jólamatur eftir tillögum matreiðslumeistara: Góða veislu gjöra skal Guðni Kristmundsson: Flestir eru mjög fastheldnir á matseðil jóla- hátíðarinnar og vilja helst borða það sama frá ári til árs á sömu hátíðisdögum. En þeir eru líka margir sem alltaf eru til í að breyta til og reyna eitthvað nýtt. Hér á eftir fylgja nokkrar tillögur að aðalréttum, forréttum og eftirréttum sem myndu sóma sér vel við hvaða hátíðlegt tækifæri sem er. Við fengum til liðs við okkur þrjá matsveina og báðum þá að gera tillögur að jólamatseðli. Þeir eru Guðni Kristmundsson sem útbýr krásir fyrir gesti Hótels ísafjarðar, Björgvin Ari Hilmarsson sem eldar svo listilega fyrir matargesti í Þinghóli og Snorri Bogason sem oft hefur komið ísfirðingum á óvart með nýj- ungum í matargerð og eldar um þessar mundir fyrir veitingahúsið Uppsali. Steikt önd Guðni Kristmundsson er matsveinn á Hótel ísafirði, hann lét okkur í té þessa uppskrift að steiktri önd í appelsínusósu og súkkulaði mousse í eftirrétt. Ofnsteikt önd með appelsinu- sósu. 2 endur 2 appelsínur. 2 matsk. sykur Vi matsk salt. 1 tesk. pipar 1 tesk. timian 1 tesk. rosmarin 1 tesk. Earth seasoning 1 lítri rjómi Kryddinu blandað saman á- samt sykri og endumar krydd- aðar vandlega. Appelsínur skornar í tvennt, kreistar og látnar inn í endurnar. Ofninn hitaður í 150 gráður og endurn- arsteiktar í 1 til l'Á klst. Safa og appelsínum hellt úr öndunum í pott. Fitunni hellt úr ofnskúff- unni og rjómi settur í staðinn. Álpappír settur yfir og steikt við 175 gráður í Vi klst. Soðið látið sjóða við vægan hita á meðan, síðan er soðið sigtað í annan pott, 3 matsk. hveiti stráð yfir og Innbakaður hamborgarhryggur 1 stk hamborgarhryggur Vi kg rúgmjölsdeig 1 tsk salt látið falla. Síðan er hrært í pottinum og látið sjóða, rjóm- anum úr ofnskúffunni hellt í og látið sjóða við vægan hita í 2 mínútur og hrært í á meðan. Sósan bætt með kjötkrafti. Gott er að hafa sykurbrúnaðar kart- öflur, sykurgljáðar perur, epla- salat og rifsberjasultu með þessum rétti. Eplasalat 2—3 epli, 2—3 matsk. mayonnes, 2 matsk. rjómi, Vi sítróna, 2 tesk. sykur, Kjarninn er tekinn úr eplunum og þau söxuð smátt. Öllu blandað saman, sítróna kreist yfir og hrært í. Eftirréttur súkkulaði moussé 5 eggjarauður Vi lítra rjómi 100 gr. sykur 100 gr. súkkulaði Vi dl. koníak eða sherry. Rjóminn er létt þeyttur, súkku- laði brætt í vatnsbaði. Eggja- rauður og sykur stífþeytt, öllu blandað saman og hrært. Sett í skál og látið standa í kæli í 4 til 5 klukkustundir. vatn eftir þörfum Sjóðið hrygginn í um það bil ‘á klst og látið hann kólna í soðinu. Hnoðið rúgmjölsdeigið og fletjið út svo það verði um það bil 1 cm á þykkt og leggið það vel utan um hrygginn. Bakið í eina klukkustund við 180 gráðu hita. Skerið lok ofan af hryggnum og stráið sykri í og gljáið í ofn- inum. Með þessu er borið fram grænmeti, brúnaðar kartöflur og rauðvínssósa. Rauðvínssósa 1 dl rauðvín 1 laukur saxaður 1 1 vatn 2 súputeningar salt pipar timian tómatpuré smjörbolla (50 gr smjör og 50 gr hveiti) Kraumið laukinn í rauðvín- inu og bætið síðan vatni, súpu- teningi, salti og pipar útí. Þykk- ið með smjörbollu. Veitingahúsið Uppsalir legg- ur til sinn skerf að tillögum að hátíðamatseðli. Jólagæs 1 gæs, reytt og sviðin 200 gr sveskjur 200 gr epli 1 — 1 Vi tesk salt 1 tesk pipar Bragðbætið með timian og tómatpuré. Reyktur silungur með piparrót- arsósu 4 stk reyktir silungar 2 tómatar 1 dós kavíar 4 salatblöð Silungurinn er roðdreginn og flökin losuð frá beininu, en látin hanga saman á sporðinum. Flökin rúlluð upp og látin styðja við beinin. Skerið tómat- ana í tvennt og takið innan úr þeim með teskeið, og fyllið með kavíar. Piparrótarsósa Vi ltr majones Vi dl rjómi safi úr einni sítrónu piparrót Blandið þeyttum rjómanum og sítrónusafanum varlega saman við majonesið og hrærið piparrótarmassa samanvið eftir smekk. }A dl heitt vatn Höggvið háls og vængi af gæsinni, hreinsið hana vel að innan og stráið salti innan í. Fyllið hana með sveskjum og eplum. Saumið fyrir opið og bindið gæsina upp. Nuddið salti og pipar vel utan á gæsina og setjið hana í steikarskúffu í 200 gráðu heitan ofn. Þegar hún er fallega brún er feitinni sem runnið hefur af henni hellt af og sjóðandi heitu vatninu hellt yf- ir. Hitinn lækkaður í 150 til 160 gráður og látið sjóða áfram. Steikar- og suðutími ca 2 til 2Ví klst. Ausið soðinu af og til yfir gæsina. Sósa Innyfli, vængir, háls og hálfur laukur soðin í saltvatni í eina og hálfa klukkustund. Soðið sigtað og því hellt yfir gæsina í ofn- skúffunni og soðið með síðustu 30 mínútumar. Síðan er soðið sigtað og hellt í pott og sósan jöfnuð með hveiti, ekki of þykk. Gott er að bæta rauðvíni og rjóma í áður en sósan er borin fram. Gæsin er borin fram með eplum og sveskjum soðnum í sykurvatni, brúnuðum kartöfl- um og rauðkáli. Einnig er gott að hafa saxað kínakál og anan- as í sýrðum rjóma. Eftirréttur — Trifflé 8—10 makkarónukökur 2 matsk sherry Vi dl ávaxtasafi 3 msk jarðarberjasulta Vi dós perur Búðingur: 2egg Vi dl sykur 5 bl matarlím 1 Vi dl perusafi 2 msk sherry 2V4 dl rjómi Látið makkarónukökurnar í skál (muldar) bleytið þær með ávaxtasafa og sherry, sultan látin yfir ásamt söxuðum per- unum. Þá er búðingurinn búinn til. 1) Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. 2) Egg og sykur þeytt vel saman 3) Rjóminn þeyttur 4) Matarlímið kreist upp úr vatninu. Brætt í vatnsbaði i Vi dl af ávaxtasafanum. Afganginum af safanum er blandað út í matarlímið og því hellt ylvolgu út í eggjahræruna. Þegar búðingurinn er byrjað- ur að þykkna er þeyttum rjóm- anum blandað út í, jafnað vel og hellt yfir kökuraar í skálinni. Skreytt með rjóma, perum og muldum makkarónum. Birgir Ari Hilmarsson: Hamborgarhryggur Ekki náðist í Snorra Bogason, til þess að mynda hann, svo við látum nægja mynd, sem var tekin þegar Uppsalir voru opnaðir eftir breytinguna. Snorri Bogason: Fyllt jólagæs

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.