Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 28

Vestfirska fréttablaðið - 17.12.1985, Blaðsíða 28
vestíirska 28 vestíirska TRETTABLAOIS — Bækur — ELDVÍGSLAN Söguleg skáldsaga eftir dr. Jónas Krístjánsson, forstöðumann Stofnunar Áma Magnússonar. Bókaklúbbur Arnar og Ör- lygs hefur sent á almennan bókamarkað bókina Eldvígslan eftir dr. Jónas Kristjánsson for- stöðumann Stofnunar Árna Magnússonar. Sagan cr frum- raun Jónasar á sviði skáld- sagnagerðar. Hinn kunni bók- menntagagnrýnandi, Andrés Kristjánsson, komst m.a. svo að orði um söguna: „Þetta er söguleg skáldsaga í bestu merk- ingu þess gamla orðs. Hún er í senn byggð á mikilli söguþekk- ingu, fræðilegri trúmennsku og mannlegum skilniungi. Hún opnar almennum lesanda vík- ingasöguna með nýjum hætti, lýsir undir brynjuna." Þór Magnússon þjóðminja- vörður sagði um Eldvígsluna: „Jónasi Kristjánssyni hefur tekist snilldarlega að smíða úr brotafrásögnum og skapa skemmtilega og heilsteypta frá- sögn í sögunni Eldvígslunni. Ragnar konungur loðbrók og fólk hans, einkum þó sonurinn Ubbi, sem hér segir frá ævi sinni, stígur sem ljóslifandi fram úr hálfrökkri sögunnar. Lýsingar á háttum fólks og um- hverfi, athöfnum búskaparsýsli, sæförum og hernaði, allt er hér af miklum hagleik gert og held- ur sá á penna, sem er bæði margfróður um sögusvið sitt og menningarsögu þess tíma. Frá- sögninni er líkt og brugðið upp á tjald, hrífandi og æsilegar svipmyndir, og er þá ekki minnst um vert, að sagan er rit- uð á fáguðu máli og þeirri eitil- hörðu íslensku, sem höfundur er kunnur fyrir, þannig að unun er að lesa. Bókin Eldvígslan er sett og prentuð í prentstofu G. Bene- diktssonar en bundin í Arnar- felli. Sigurþór Jakobsson gerði ☆ MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR — Bernska Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út fyrsta bindi minn- inga Huldu Á. Stefánsdóttur. Hulda hefur skráð bók sína sjálf, en Hjörtur Pálsson bjó hana til prentunar. Á bókarkápu segir m.a.: I fyrsta bindi endurminninga sinna segir Hulda Á. Stefáns- dóttir frá ætt sinni og uppruna, foreldrum sínum og bernsku- dögum í Hörgárdal, en breiddin í frásögn hennar tengir sögu og samtíð og bregður ljósi yfir lið- inn tíma, m.a. með gömlum HULDU A. STEFÁNSDÓTTUR Bernska bréfum og óbirtum kveðskap. Fólk, atvik og staðir verða ljós- lifandi í frásögn Huldu. Mann- lýsingar hennar eru skýrar og hispurslausar, yljaðar kímni og næmum lífsskilningi. Þar er dregin upp mynd af gömlum búskaparháttum og daglegu lífi í sveit og bæ fyrir áratugum. Alþýða og höfðingjar, karlar og konur, bændur og Hafnarstúd- entar, hefðarkonur og heldri- menn koma við sögu í ólíkum verkahring og misjöfnu um- hverfi sem vel er lýst. Þess vegna verða minningar hennar náma fyrir alla sem unna mannfræði og menningarsögu og þjóðlegum fróðleik í víðum skilningi. Öll frásögnin er eðlileg og yfirlætislaus. Penninn leikur í höndum Huldu sem kann þá list að segja sögu, þannig að mál og stíll hlýði höfundinum og hrífi með sér lesandann. Minningar Huldu Á. Stef- ánsdóttur munu, ef að líkum lætur, skipa henni á bekk með nokkrum þeim löndum hennar sem samið hafa merkastar minningabækur á síðustu áratugum.“ Bókin Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli hf. Kápumynd er málverk sem Kristín Jónsdóttir listmálari málaði af Huldu þegar hún var HÉRAÐSSKÓLINN AÐ REYKJUM 1931—1981 eftir Ólaf H. Kristjánsson fyrr- um skólastjóra. Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út bókina Héraðs- skólinn að Reykjum 1931 — 1981 eftir Ólaf H. Kristjánsson fyrrum skólastjóra. Á bókar- kápu segir: „Þessi saga Héraðs- skólans að Reykjum er skrifuð í tilefni af því, að árið 1981 voru fimmtíu ár liðin frá því að skól- inn tók til starfa í janúar 1931. Ólafur H. Kristjánsson, sem ÖIAFUR H, KRISTJÁNSSON HÉRAÐSSKÓLINN AÐ REYKJUM 1931 - 1981 Saga skólans kennara- og nemendatal var nemandi í skólanum fyrstu tvö starfsár hans og síðar skóla- stjóri frá 1956— 1981, rekurhér aðdragandann að stofnun skól- ans, sögu hans og starfshætti í fimmtíu ár. Einnig eru æviskrár skóla- stjóra og kennara og nemenda- tal. Auk höfundar skrifa tveir aðrir nemendur minningar frá námsárum sínum á Reykja- skóla. í bókinni eru um 190 myndir og skipulagsuppdráttur af skólastaðnum gerður á teikni- stofu Reynis Vilhjálmssonar af Sigríði Jóhannsdóttur tækni- teiknara. Bókin er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli. Á kápu er mynd frá Reykjaskóla eftir Björn Rúriksson en káp- una hannaði Sigurþór Jakobs- " ☆ Skíðabúnaður Til jólagjafa Skíði frá Atomic og Dynastar Bamaskíði verð frá 2.900 til 3.850 Unglingaskíði verð frá 3.990 til 8.900 Fullorðinsskíði verð frá 6.100 til 10.600 KEPPNIS 3.800,- MILLIGERÐ 2.990,- KEPPNIS DÖMU, MILLIGERÐ 9.980,- 6.300,- TÚRISTA 1.950,- HERRA, MILLIGERÐ 7.875,- FYRIR ALLA 820,- BYRJENDA 4.990,- HERRA OG DÖMU 5.300,- KRAKKA Verð frá 1.850,- tU 2.360,- UNGLINGA OG DÖMU 3.390,- R180 R 188 Kr. 880,- Kr. 430, 1.100,- SPORTHIAÐAN h.f. SILFURTORGI 1 400 ÍSAFIRÐI SÍMI 4123

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.